Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Side 13

Samvinnan - 01.12.1964, Side 13
Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri: Samvinnuskip í átján ár Þegar „Hvassafell“ kom til landsins hófst nýr þáttur í starfi samvinnumanna. Síð'- an eru liöin 18 ár og er það meira en nægur tími til að leiða í Ijós, hvort með þessu var stigið rétt spor eða ekki. Samvinnumenn um allt land fögnuðu almennt þessu nýj a og fallega skipi og buöu það velkomið. Það voru hins- vegar til ýmsir með önnur sjónarmið. Því var haldið á loft, að óþarfi væri fyrir Sambandið að skipta sér af flutningamálunum, þau heyrðu öðrum til og á það svið ætti SÍS ekkert erindi. Þessi skoðun var óréttmæt, enda studd veikum rökum og er ekki lengur við lýði. Reynslan hefir sýnt, að það var ekki aðeins rétt, heldur líka nauðsynlegt fyrir kaup- félögin og Sambandið að ráða eigin kaupskipaflota. Það hafði um langt árabil, áður en í kaup „Hvassafells" var ráðizt, verið svo, að Sam- bandið tók erlend leiguskip, aðallega á vorin til þess að flytja timbur og sement til félaganna. Á haustin komu svo kolaflutningar, sem leystir voru á sama hátt. Hér var því fyrst og fremst um það að ræða, að skipt var á erlendum flutningaskipum fyrir íslenzk. En jafnvel þessi einfalda og augljósa staðreynd virtist dulin þeim, sem skömmuðu samvinnu- hreyfinguna fyrir nýbreytn- ina. Nú eru allar þessar raddir löngu þagnaðar og reynzlan hefir sýnt, að það var ekki aðeins rétt af Sambandinu að eignast eitt skip, heldur þurftu þau að vera fleirri. Skammur tími leið, þar til annað skip bættist í sam- vinnuflotann. Sambandið lét smíða „Arnarfell" í Sviþjóð og kom það til landsins 1949 og svo bættist frystiskipið „Jökulfell“ við árið 1951. Á stuttum tíma var flot- inn, sem bar hinn ein- falda en fagra fána Sam- bandsins, því orðinn 3 skip. Þetta bætti úr brýnni þörf, en verkefni voru enn sem fyrr svo mikil að fjöldi leigu- skipa var í tímabundinni þj ónustu Sambandsins. „Jökulfell“ hafði sem frystiskip sérstöku verkefni að sinna, en „Hvassafell" og „Arnarfell“ hæfðu vel flest- um höfnum landsins og voru hentug og góð til almennra vöruflutninga. Það voru samt nokkrir staðir, sem ekki höfðu hafnaraðstöðu til þess að geta afgreitt þau og til þess að leysa þarfir þeirra byggðarlaga, sem verst voru sett í þessu efni, var ákveð- ið að byggja minna skip, sem sérstaklega hentaði hinum smæstu höfnum. Þetta skip var byggt í Hollandi og gefið nafnið „Dísarfell“ með heimahöfn í Þorlákshöfn. Þegar það kom þangað í fyrsta sinn, fagnaði því mik- ill mannfjöldi. Fólkið í þessu byggðarlagi hafði búið við hafnleysi og verið án sam- gangna á sjó, en það sá í þeim atburði, sem þarna var að gerast fyrir forgöngu samvinnuhreyfingarinnar — tákn betri komandi tíma. Á árunum 1954 til 1956 bætast síðan enn þrjú skip í Samvinnuflotann. „Litla- fell“ og „Helgafell“ komu 1954 og „Hamrafell“, stærsta skip sem íslendingar hafa eignazt var keypt 1956. Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS. Með þessu gerast þáttaskil í skiparekstrinum. Þegar „Litlafell“ var keypt hefst flutningur á olíu með strönd- um fram. Á þessu var rík nauðsyn. Olíufélagið h.f., sem stofnað var fyrir for- göngu Vilhjálms Þór, for- stj óra Sambandsins, sama árið og fyrsta Sambands- skipið var keypt, þurfti í vaxandi mæli að flytja olíu til landsbyggðarinnar. Það varð því að ráði, að taka upp samstarf með þessum jafn- öldrum, Skipadeild SÍS og Olíufélaginu, og kaupa og reka „Litlafell“ sameigin- lega. Á sama grundvelli var stofnað til kaupa „Hamra- fells“ og byggingar „Stapa- fells“. Olíuflutningarnir eru einn þýðingarmesti þáttur í inn- flutningi til landsins. Þeir fara hraðvaxandi ár frá ári og eru um helmingur, að þunga til, alls þess varnings, sem inn er fluttur árlega. Rekstur Sambandsskip- anna hefir yfirleitt gengið vel. Sveiflur hafa þó verið nokkrar frá ári til árs, eftir því aðallega, hvernig mark- aðsfragt í V-Evrópu hefir verið hverju sinni, því að við hana hefir meginhluti farm- gjalda Sambandsskipanna miðazt. Rekstur „Hamra- fells“, út af fyrir sig, hefir þó flest árin verið næsta erfið- ur og skipið ekki staðið und- Framh. á bls. 57. Mælifell, nýjasta skip SÍS, siglir í fyrsta sinn inn á heimahöfn sína, Sauðárkrók. FjalliS Mæli- fell, sem skipið er heitið eftir, sést til hægri á myndinni. Myndina tók Stefán Pedersen. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.