Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 54
— Frá SvíþjóS. Þeir eru keyptir fyrir milligöngu sænska samvinnusambandsins og upp- fylla heilbrigðiskröfur þær, er gerðar eru þar í landi. í þeim er kæliborð, djúpfrystir og kæliskápur fyrir mjólk og mjólkurvörur, fisk, kjöt og kjötvörur. Loftræstingarvifta er í vögnunum, og blæs hún út lofti og dregur það inn eftir vild. Þá er þar rennandi vatn úr geymi úr ryðfríu stáli og handlaug úr sama efni fyrir starfsfólkið. Búðarvagnar af þessari gerð og svipuðum hafa lengi verið notaðir hjá þeim þjóðum, er þykja mest til fyrir- myndar um verzlunarhætti, og á Norðurljöndum fer' notkun þeirra mjög í vöxt. — Mér hefur verið sagt, að yfirvöld einhverra hreppa hafi sett það fyrir sig, að salerni er ekki í vögnunum. — Það er rétt, þeir eru ekki með salerni, enda þekkist það hvergi í búðarvögnum svo að eg viti. Við höfum farið í þessum efnum svipaða leið og Svíar, samið við húsráðanda í hverju hverfi um afnot af hreinlætis- herbergi fyrir starfsfólkið. — Að lokum Ragnar, hvað viltu segja um næstu fram- tíðarverkefni kaupfélagsins? — Á efstu hæð verzlunar- hússins hér við Strandgötuna er verið að koma upp fundar og samkomusal fyrir félagið og starfsfólk þess, sem nú er um fimmtíu manns. Þá er fyrir- hugað að koma upp í haust hleðslustöð fyrir kjörvagnana, og verður hún staðsett á bak- lóð verzlunarhússins. Sú fram- kvæmd er mjög aðkallandi, því bílarnir selja orðið nærri því eins mikið og stærsta búðin. Þá leggur kaupfélagið alltaf á- herzlu á að koma sér upp búð- um í nýju hverfunum til að tryggja íbúunum þar jafngóða þjónustu og þeim, sem annars- staðar búa, segir Ragnar að síðustu. — Stundum heyrast raddir þess efnis, að þéttbýlið við Faxaflóa sé vígi, sem sam- vinnuhreyfingunni mundi ill- eða ófært að vinna. Kaup- félag Hafnfirðinga er gleðileg- ur vottur um gildisleysi þeirr- ar kenningar. dþ. Þegar skáld veðja Hinir háttrómuðu skáldjöfr- ar Heinrich Heine og Honoré de Balzac voru eitthvert sinn á labbi sér til hressingar um götur Parísar. Þá mættu þeir konu nokkurri. Jafnskjótt og hún var komin framhjá þeim hrópaði Balzac: — Tókuð þér eftir henni, hví- lík tign og fágun! Svona nokk- uð er ekki hægt að læra, það hlýtur að vera meðfætt. Ég þori að veðja að hún er her- togafrú. — Hertogafrú? svaraði Heine tortrygginn. -— Mér sýndist hún nú vera mella! Þeir veðjuðu og könnuðu málið. Báðir reyndust hafa á réttu að standa. Aðalbjargráð Framh. af bls. 7. Margar þjóðirnar eru afar fjöl- mennar; menntun er þar á lágu stigi og skortur er á fjármagni til þess að setja á fót sam- vinnufélög. En Alþjóðasam- vinnusambandið leggur líka mikið af mörkum, og auk þess sem það rekur skrifstofuna í Nýju Delhi, eins og ég sagði áð- an, hefur það gengizt fyrir ráð- stefnum um þessi mál í ýms- um Asíulöndum. — En hafa ekki fleiri einstök samvinnusambönd, en það sænska, hafizt handa um hjálp? — Jú, það hafa þau gert. Ýmis samvinnusambönd styrkj a samvinnustarfið í þróunarlönd- unum, bæði með því að taka á móti fólki þaðan og gefa því kost á að læra og kynna sér samvinnustarf á Vesturlöndum, og með því að senda menn til þess að hjálpa til við uppbygg- ingu samvinnufélaga í þróun- arlöndunum. Og á fundinum í Belgrad var samþykkt áskorun til allra samvinnusambanda, að veita þessu þýðingarmikla starfi öfl- ugan stuðning, bæði með fjár- framlögum og einnig með því, að taka á móti fólki frá þró- unarlöndunum og mennta það og fræða um samvinnustarfið. — Hvað var svo þriðja stór- málið? — Það var stefnuskrá og starfshættir samvinnusamtak- anna. Innan Alþjóðasamvinnu- sambandsins hefur verið mikið um það rætt síðast liðin 6 ár, hversu nýjungar og framfarir í verzlun og viðskiptum margra landa skapa samvinnufélögum þar nauðsyn þess, að samræma störf sín og skipulag hinni breyttu aðstöðu. Þótt byggt sé í grundvallaratriðum á Roch- dale-reglunum, komast sam- vinnufélög ekki hjá að gera ýmsar breytingar á skipulagi sínu til þess að auka hag- kvæmni í rekstri og laga sig eftir þeim breyttu viðhorfum, sem skapazt hafa hin síðustu ár. — Eru ekki einhver sam- vinnufélög þegar á þeirri leið? — Jú, flest samvinnusam- bönd á Vesturlöndum hafa nú i athugun ýmsar breytingar á skipulagi sínu. Þessar breyt- ingar horfa yfirleitt í þá átt, að gera vörudreifinguna hag- kvæmari, ódýrari og betri. Er þá einkum gripið til þess ráðs, í mörgum tilfellum, að skapa stærri heildir úr smáum ein- ingum, til þess að unnt sé að koma við aukinni tækni og meiri verkaskiptingu. Svíar, t. d., vinna nú að því að sameina mörg smá kaupfélög, í fá, en stór. Gert er ráð fyrir, að kaup- félögum Svíþjóðar fækki úr 660 í 100 á nokkrum næstu árum. Jafnframt eru svo byggð vöru- hús í öllum stærri bæjum og vörumiðstöðvar hér og þar um landið. í Danmörku hefur ver- ið ákveðið að stíga enn stærra skref, og er nú rætt í fullri alvöru, að sameina öll kaup- félög í landinu og Samvinnu- samband Danmerkur í eitt verzlunarfyrirtæki. Þetta stóra samvinnufélag mundi bera nafnið „Danmarks Brugsfor- ening.“ — Og nær þetta fram að ganga? — Það hefur verið ákveðið eins og ég sagði og er þegar byrjað. Mörg kaupfélög, hér og þar um landið, hafa nú þegar sameinazt HB-kaupfélaginu í Kaupmannahöfn. Það er upp- 54 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.