Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 42
en einmitt þess vegna eru staðir eins og Skallakot hrein náðargjöf þeim sem rekja vilja hina löngu sögu. En snúum okkur aftur að Stöng. Þegar lokið var rann- sókn Skallakots, tók Roussell og flokkur hans til við að grafa upp bæinn þar. Ég man, að ég var sendur með nokkra menn til þess að gera þar til- raunagröft, því að svo stóð á í Stöng, að þar sást á yfirborði móta fyrir fjósi og smiðju, en engum bæ. Hann hlaut þó að vera þar, og eftir nokkrar vangaveltur út frá almennum líkum grófum við gryfju ofan í hólinn, þar sem við hugðum sennilegt, að bæjarhúsa væri að leita. Við grófum gegnum þykk foklög af mold og vikri, en skyndilega hittum við fyrir einkennilegt moldarlag, þess- legt að ekki væri með öllu náttúruverk á, enda kom von bráðar á daginn, hvers kyns var. Við höfðum þarna rekizt á vegg í húsarústum, sem grafnar voru djúpt undir þykk- um foklögum, svo að öll merki á yfirborði voru þurrkuð út. Á tveggja metra dýpi komum við niður á skýrt og kolsvart gólf, og þóttumst þá ekki þurfa frekari vitna við. Nærri má geta, að við töldum okkur hafa frá tíðindum að segja, þegar við komum til manna að kvöldi þessa dags. Síðar kom í ljós, að veggurinn, sem við rákumst á í blindni, var skilrúmsvegg- ur milli skála og stofu í Stöng. Það var mikið verk að tæma bæjarrústirnar í Stöng, en af fornleifagreftri að vera var það auðvelt verk, næstum of auð- velt. Þarna undir foklagadyngj- unum stóðu veggir bæjarins í næstum því fullri hæð, en tóftir sléttfullar af hvítum vikri, sem hrundi greiðlega frá veggjun- um og skildist skýrt frá gólfun- um, og þarna stóð svo bærinn einn góðan veðurdag með öllum þeim ummerkjum, sem hægt er að vænta. Húsaskipan á þess- um bæ var greinileg út í yztu æsar, en uppgerð húsanna og þök má gera sér í hugarlund af ýmsum merkjum, og þó einkum þeirri þekkingu, sem fyrir hendi er um uppgerð torfbæja og annarra húsa á síðari tímum. Það væri hægt að endurbyggja bæinn í Stöng og fara nærri réttu lagi. Vitan- lega yrðu mörg vandamál og vafi um ýmis smáatriði, en í stórum dráttum væri hægt að endurskapa þennan forna bæ svo að forsvaranlegt væri að sýna hann sem dæmi um byggingarhætti forfeðra vorra á söguöld. Rústirnar eru það að vísu sjálfar, og þær ljúga engu, og heiðarlegast er og vís- indalegast að sýna þær eins og þær eru og benda til þess með uppdráttum og ef til vill líkön- um, hvernig gera má ráð fyrir, að bærinn hafi verið gerður upp og búinn innan, meðan hann var og hét. í Stöng er langhúsalag, skáli mikill, 17 m. langur og 6 m. breiður, sem inn í er gengið og hefur verið skipt með þverþili, líklega í kvennaskála og karla- skála, því að þetta var svefn- hús alls heimilisfólksins; þar hefur brunnið eldur stór á miðju gólfi, en hvílurúmin til beggja hliða eins og í Skalla- koti. En hér er sá munur á, að innar af skálanum er annað hús, 8 m. langt og 4 m. breitt, með setbekkjum til beggja hliða, og hefur þetta vafalítið af íbúum bæjarins verið köll- uð stofa; þar var einkum vinnustaður kvenna, sem þar hafa löngum setið við tóvinnu; þar hefur vefstaður verið fyr- ir gafli, enda fundust kljástein- ar margir í þessu húsi, og einnig fundust þar nokkrir snældusnúðar. Það er þetta hús, stofan, sem greinilegast skilur Stangarbæ- inn frá skálabyggingunni miklu í Skallakoti og sýnir, að hann er frá annarri öld. En þar við bætist svo, að aftur úr þessum langhúsum eru enn tvö hús, sem annað er búr með förum í gólfi eftir mikla skyr- sái, en hitt að líkindum kamar. Og merkilegt er að veita því athygli, að þessi sama grunn- flatarmynd hefur komið í Ijós á mörgum öðrum bæjum í Þjórsárdal, og má nefna Ás- lákstungu, Sámsstaði og Gjá- skóga. Það er eins og sami arkitektinn hafi verið þarna að verki, og við köllum þetta oft Þj órsárdalsgerð. Og vafalaust má nú heita, að þessir bæir sýni hið næsta þróunarstig eft- ir hina miklu og einsteyptu skála landnámsaldar og bendi greinilega til þess sem verða vildi um íslenzka bæinn: skál- inn leystist upp í fleiri vistar- verur og þá um leið smærri, og þegar lengra leið skipuðust húsin æ ákveðnar utan um einn gang eða göng, sem liggja frá útidyrum og tengja öll húsin saman. Frá bæjum af Stangargerð eða Þjórsárdals- gerð er að vísu löng leið til gangabæjanna, sem mörgum fslendingum eru kunnir af eig- in sjón og raun, en þó eru þeir greinilega áfangi á þeirri leið, sem hófst með skálanum og endaði í gangabæ. Eins og áður getur, þykir nú fullvíst, að bærinn í Stöng og fleiri Þjórsárdalsbæir hafi eyðzt eftir Heklugosið 1104. Byggist sú niðurstaða einkum á öskulagarannsóknum, sem Sigurður Þórarinsson hefur gert, en einnig á rannsókn kirkjugarðsins á Skeljastöðum og ýmsum sögulegum athugun- um, og verður ekki hér gerð ít- arleg grein fyrir neinu af þessu. En af þessari tímasetningu leiðir, að telja má bæinn í Stöng fullgilda mynd af húsa- kynnum íslendinga eins og þau voru seint á 11. öld, og margt bendir til þess, að á Sturlunga- öld hafi margir bæir verið líkir þessum að allri skipan. Hver byggði þennan bæ í Stöng, sem nú gefur svo skýra og víðfræga menningarmynd frá fornöld vorri, er hulin gáta og mun ætíð verða. Aðeins einn maður er nefndur í fornritum, sem á að hafa búið í Stöng, sá margumtalaði Gaukur Trandilsson, sem af var sér- stök íslendingasaga, þótt nú sé glötuð, en minning hans lifir í fáeinum leiftrum úr fornum ritum og þó einkum í þessu danserindi frá miðöldum: Önnur var öldin er Gaukur bjó í Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Bæjarrústirnar í Stöng vöktu mikla athygli sumarið 1939, þegar þær voru grafnar upp. Fyrir atbeina ýmissa góðra manna var þá þegar um haust- ið byggt hlífðarþak yfir þær, til þess að þær yrpust ekki mold og sandi og fólk gæti skoðað þær framvegis. Þetta hlífðar- þak var í flýti gert við vetur sjálfan og hvergi nærri nógu vandað, en það hlífði tóftunum til 1957, þegar annað veiga- meira og fullkomnara þak var byggt yfir þær. Allir skyldu 8 g s S 82 8 • í öf 8 iö öi ss 8 • ’ ' 'i • » 8 •* :• Kaupmenn kaupfélög Enn sem fyrr höfum vér til sölu úrvals ilmvötn og kölnarvötn frá Frakklandi, Englandi, Spáni, Vestur-Þýzkalandi, USA, Tékkó- slóvakíu, Rússlandi, Danmörku, Austur-Þýzkalandi, Monaco og Sviss. Ennfremur eru ávallt fyrirliggj- andi ýmsar tegundir af rak- spíritus, hárvötnum og andlits- vötnum. Gerið jólapantanirnar tímanlega ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS SKRIFSTOFUR: Borgartúni 7, sími 2-42-80 Afgreiðslutími frá kl. 9—12,30 og 1—16 nema laugardaga kl. 9—12. ÍSS8S8S8S8S8S8SSSSS8SSSS28SSSS2S2SSSSgSSSSSS2SSgSgSS2S£SgSS8S8SSSSSSSSS8SíSS8Sg2SS§SSS8Sgl 28 • C ’ o* •o 28 O* •o 28 O* •o o* •o •o 28 o« •o 28 28 42 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.