Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Síða 6

Samvinnan - 01.12.1964, Síða 6
ADALBJARGRAO VANÞRðUÐU RlKJ- Rætt viö Erlend Einarsson, forstjóra SÍS, nýkominn heim af aðalfundi ICA í Belgrad Dagana 3. til 5. október s.l. var miðstjórnarfundur í Al- þjóða samvinnusambandinu — International Cooperative Alli- ance —, eða I.C.A. eins og það er venjulega nefnt — haldinn í Bslgrad í Júgóslavíu. Fund þennan sóttu fulltrúar víðs vegar að úr heiminum, þar á meðal Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, en hann á sæti í miðstjórn Alþjóðasambandsins. Samvinnan hafði tal af Er- lendi þegar hann kom úr þessu ferðalagi og spurði hann frétta. — Mig langar til að byrja á mjög frómri spurningu, Er- lendur. Hvenær var Alþjóða- samvinnusambandið stofnað og hvernig er það upp byggt? — Það var stofnað í London árið 1895, og í því eru sam- vinnusambönd í fjölmörgum þjóðlöndum. Tilgangur þess er að efla samvinnustarfið í heim- inum, samræma störf hinna ýmsu samvinnusambanda og stuðla að því að koma á sam- vinustarfi í þeim löndum, sem samvinnufélög hafa ekki náð að festa rætur. — Og hvernig hefur þetta gengið? — Á þeim tíma sem liðinn er síðan sambandið var stofnað, hefur samvinnustarfið í heim- inum eflzt mjög, og samvinnu- félögin hlotið viðurkenndan sess í efnahagskerfum þjóð- anna. Alþjóðasambandið hefur átt virkan þátt í þessarri þró- un, samræmt starfsaðferðir, miðlað fróðleik og þannig stuðl- að að því, að samvinnustarfið mætti sem bezt þjóna tilgangi sínum. — Hvað eru margar þjóðir aðilar að I.C.A.? — Innan þess eru nú sam- vinnusamtök fimmtíu og einn- ar þjóðar, með n.l. 185 milljónir félagsmanna. Félagsmannatal- an hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Til dæm- is fjölgaði þeim um níu millj- ónir árið 1962. Innan alþjóða- sambandsins eru nú um 542 þúsund samvinnufélög. — Er ekki þátttakan í sam- vinnustarfinu mjög misjöín í hinum ýmsu löndum og hef- urðu á hraðbergi nokkrar töl- ur í því sambandi? — Já, ég hef það. Jú, þátttak- an í samvinnustarfinu er vitan- lega mjög misjöfn. Eins og ég sagði áðan eru 51 land aðilar að Alþjóðasambandinu. Ef við tökum 20 þeirra, sem hafa hæsta hlutfallstölu félags- manna, miðað við fólksfjölda, lítur það þannig út: 1. ísrael .... 45.91% af íbúaf. 2. Finnland . 37.80%— — 3. Svíþjóð .. 34.65% — — 4. Rúmenía . 33.19% — — 5. Danmörk . 31.95% — — 6. Austurríki 29.80% — — 7. Bretland . 25.70% — — 8. Búlgaría .. 23.06% — — 9. Canada .. 21.39% — — 10. Sovétr. .. 90.68% — — 11. ísland 17,33% — — 12- Tékkósl. .. 15.40% — — 13. Frakkland 14.94% — — 14. Sviss .... 14.37% — — 15. Japan .... 12.96% — — 16. Noregur .. 12.94% — — 17. U.S.A 12.13% — — 18. ítalía .... 8.72% — — 19. Kórea .... 8,61% — — 20. Indland .. 8,39% — — Nú ber þess að gæta, að í ýmsum þeim löndum, sem hér eru talin, eru samvinnusam- tök, sem ekki eru í Alþjóða- samvinnusambandinu. Þannig gefa þessar tölur ekki ná- kvæma mynd af þátttöku al- mennings í samvinnufélögum landanna. Eigi að síður gefa þær í stórum dráttum hug- mynd um, hve samvinnustarf- ið er öflugt í löndunum, sem ég hef nefnt. — Þetta er mjög fróðlegt að heyra. En hvað um fundinn í Belgrad? — Á miðstjórnarfundinum í Belgrad voru að venju mörg mál á dagskrá, en þrennt má segja að hafi verið aðalmál fundarins. — Viltu segja okkur frá þeim. — Það skal ég gera og vil þá byrja á pólska Bænda- og sam- vinnusambandinu. Allt frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar hefur verið deilt um það, hvort veita skuli ýmsum samvinnusamtökum í Austur-Evrópu inngöngu í Al- þjóðasamvinnusambandið. Hef- ur sérstaklega staðið styr um tvö lönd, Pólland og Ungverja- land. Fram til þessa hefur inn- tökubeiðnum frá samvinnu- samtökum þessarra landa ver- ið synjað á þeim forsendum, að þau uppfylltu ekki skilyrðin, sem Alþjóðasambandið setur, um starfsemi þeirra samtaka, sem innan vébanda þess eru, þar á meðal þau skilyrði, að samvinnustarfið sé frjálst og félögunum sé stjórnað af fé- lagsmönnum, en ekki ríkisvaldi viðkomandi landa. Þær athug- anir, sem fram höfðu farið á samvinnustarfinu í Póllandi höfðu sýnt, að samvinnusam- bandið þar uppfyllti ekki þessi sérstöku skilyrði. — Hafa þá einhverjar breyt- ingar átt sér stað í þessum efn- um í Póllandi? — Já. Pólverjar hafa einmitt gert allmiklar breytingar á starfsemi samvinnufélaga sinna, sem hníga í þá átt, að félögin verða meira og meira óháð ríkisvaldinu. Á s.l. ári sendi svo Alþjóðasamvinnusam- bandið nefnd manna til Pól- lands til þess að kynna sér samvinnustarfið þar og nefnd- in skilaði áliti í byrjun þessa árs. Álit hennar var á þá leið, að pólska Bændasamvinnusam- bandið starfaði nú í meginat- riðum eftir Rochdale-reglun- um, sem hafa jafnan verið grundvallarreglur samvinnu- félaga innan Alþjóðasambands- ins. Það kom sem sagt í ljós, að frelsi samvinnufélaga í Pól- landi er nú miklum mun meira en gert hafði verið ráð fyrir. Nefndin lagði þess vegna til, að pólska Bænda-samvinnu- sambandinu yrði veitt upptaka í Alþjóðasamvinnusambandið. — Hvernig undirtektir hlaut það á fundinum í Belgrad? — Góðar. Það var samþykkt að veita sambandinu inngöngu. Má með sanni segja, að þar 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.