Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Síða 17

Samvinnan - 01.12.1964, Síða 17
Þingið, þar sem Þingeyrar bera við Húnafjörð. Til vinstri sveit- irnar að austanverðu Vatns- nesi, með vötnum, hólum og fellum. Þar ber hæst Borg- arvirki. Til hægri rís Víðidals- fjall, með klettastöllum og skriðum, og Ásmundargnúp svipmestum. Á Blönduósi var boðið til miðdegisverðar af Búnaðar- sambandi Austur-Húnvetninga. Formaður sambandsins var þar fyrir og bauð gesti velkomna. Þar bættust í hópinn um 20 manns, flestir úr Árneshreppi. Fengu þeir eitt af varðskipum ríkisins, er statt var fyrir Norð- urlandi, til að flytja sig yfir flóann. Fljót og þægileg ferð. Er allur mannskapurinn var kominn í bifreiðarnar voru þær fullsetnar af 95 farþegum. Var létt yfir fólkinu. Kynni hófust. Þótt hin sama Dumbshafs- alda hafi skolað um strand- lengjuna, og sama innlögnin strokið um vangana, hafði aldrei fyrr verið tækifæri til að kynnast. Ég held að Langidalur sé þjóðlegastur allra dala á ís- landi. Bæjarröðin staðsett í beinni línu, landamerkin bein frá efstu brún niður í á. Og þjóðvegurinn neðan við túnin eða í gegnum þau þar sem Brynjólfur Sæmundsson, ráðu- nautur Búnaðarsambands Strandamanna. nýræktir hafa verið gerðar nú á seinni árum. Þama er líka hvert stórbýlið öðru meira frá fornri tíð til nútíðar, sem nú er þó að gjöra jöfnuð þar á sem víðar. Ber þó Geitaskarð enn af með glæsibrag í snyrti- mennsku og stíl með húsaskip- an. Enda er baksýnin dásam- leg, fjallið, skarðið og hlíðin. En allsstaðar er eitthvað nýtt og fallegt. Þegar komið er í skarðið við Æsustaðaskriðu, og séð að Ból- staðarhlíð, kemur mér ávallt í hug „Fögrudyr". Tiltölulega þröngt skarð, há fjöll með grónar hlíðar og bærinn fram- undan, friðsæll og heillandi, með dökkbiáa Svartá til hliðar. Skagafjörður og Skagfirð- ingar skyldu gistir á heimleið. Nú rann bifreiðin á 60—70 km hraða hjá Víðimýri, Varma- hlíð, um Hólminn, hjá Ökrum inn Blönduhlíð og Norðurár- dal, Giljareiti sem nú orðið enginn þarf að óttast, yfir Öxnadalsheiði hjá Bakkaseli, og niður dalinn, með sínum háu þverhníptu hlíðum. Þegar komið er niður í dalinn, „þar sem háir hólar, hálfan dalinn fylla“, er sem ferskur blær leiki um hugann. Því nú er komið í námunda við fæðingarstað Jónasar Hall- grímssonar. Á móti hólunum, hinum megin við ána, undir hraunveggnum, „fæddist Jónas áður.“ Uppi í hinu risa háa f jalli gnæfa hraundrangar. Hátt uppi í f jallshlíðinni sést Bratta- skeið, þar sem Grasaferð Jón- asar gerist, ein hin yndisleg- asta frásögn sem skráð hefur verið á íslenzka tungu. Yfir á er ekið. Á ytra bakka hennar, skammt frá veginum er Bægisá, þar sem Jón Þor- láksson byggði og orti sín mestu ljóð, er mikill fengur var hans samtíð og gjörðu hann þjóðskáld. Er Hörgárdalur blasir við, sjást Möðruvellir, sá þjóðmerki staður. Þar var Bjarni Thorar- ensen, er færði í ódauðlegt form þrá og óskir æskumanns, að vinna og unna ástmey sinni og ættjörðinni. Þar voru bornir þeir Hannes Hafstein og Jón Sveinsson, Nonni, sennilega mesti og bezti landkynnir í sögum sínum. Og undir Sólarfjalli, séð við hafs- flöt, er Fagriskógur Davíðs Stefánssonar. Hér hafa verið Bragatún. Fyrirmenn Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar komu til móts við okkur inn í dalinn og skyldi haldið að Melum, þar sem er félagsheimili Hörgdæla og Öxndæla. Var þar fyrir margt manna að fagna þreytt- um vegfarendum, og rausnar- legar veitingar á borð bornar. Þar ávarpaði okkur formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Ármann Dalmannsson, vörpu- legur og hugþekkur leiðtogi. En aðal ræðumaður var Eið- ur hreppstjóri Guðmundsson, Þúfnavöllum. Vék hann fyrst að því sem þjóðsögur herma, að Strandamenn hafi haft kunn- áttu þá til að bera, sem ráðið gat yfir duldum öflum og hag- nýtt sér þá list. Þá minntist hann þeirrar skoðunar er hann sem ungur maður heima, myndaði sér um fólk í ýmsum héruðum, og nýtt álit, er hann fékk, eftir að séra Amór Árna- son þá prestur í Hvammi í Lax- árdal gisti að Þúfnavöllum. Séra Arnór var eitt sinn prest- ur í Tröllatunguprestakalli í Strandasýslu. Séra Arnór var skarpgáfaður og glöggur mann- þekkjari. Var ræða Eiðs hrepp- stjóra skemmtileg og djarflega flutt. Að loknu hinu rausnarlega gestaboði, var gestum vísað til gististaða, sem voru bændabýl- in í dölunum og Kræklinga- hlíðinni. Var sá háttur hafður á, að bílamir voru látnir flytja til náttstaðar og taka svo fólk- ið að morgni. Er þetta góð til- högun, og að bændur gisti á bæjunum er mikils vert í sam- bandi við nánari kynni fyrir gest og gestgjafa. Þessa nótt gisti ég á Akureyri hjá frænda mínum, Birni Bessasyni og hans ágætu frú. Að morgni hins 14. júní var veður gott, bjart yfir Akur- eyri. Samkvæmt fyrirmælum fararstjórans skyldu allir mæta hjá gömlu bifreiðastöðinni. Þar sem ferðaáætlunin ætlaði engan tíma til dvalar á Akur- eyri, voru þama mættir sýsl- ungar, vinir og frændur, til við- ræðna. Var þá eitthvað kom- ið fram yfir ákveðin farartíma. Má segja flokknum það til maklegs lofs, að hann var mjög stundvís, þótt einhvern tíma í ferðinni hafi fararstjóranum fundizt á annan veg, er hon- um varð þessi vísa af munni: Eg er að verða alveg frá, allt vill mig nú pína. Standa ég í stríðu má, við Strandaglópa mína. Logn og sólarsýn var um Ak- ureyri og lágsveitina, en þoka á fjöllum. Nutum við því ekki þeirrar náttúrufegurðar sem séð verður af Vaðlaheiði, þá bjart er og skyggni gott. Við brúna á Skjálfandafljóti var numið staðar og Goðafoss skoðaður og umhverfi hans. Margt af ferðafólkinu hafði aldrei komið í Mývatnssveit, en horft þangað með hugans sjónum, og dreymt dagdrauma um sérkenni hennar og fegurð. Hún er sú fyrirmyndin sem Sigurður á Amarvatni hefur í kvæðinu „Blessuð sértu sveit- in mín,“ er alþjóð nam, og allir helga sinni sveit, þegar það er sungið. En nú huldi þok- an alla byggðina, sást aðeins móta fyrir næstu bæjum, höfð- um og hólum. í gistihúsinu Reynihlíð skildi áð og etinn hádegisverður, er Búnaðarfélag íslands veitti. Þar voru mættir fyrirmenn Búnað- / Guðbrandur Benediktsson. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.