Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.07.1976, Blaðsíða 14
Kafli úr nýrri bók eftir Jóbannes Helga FARMAÐUR I FRIÐI OG STRÍÐI Gullfoss var enn fínna skip en Esja, millilandaskip, fyrst ís- lenskra skipa með íslenska á- höfn og íslenskan skipstjóra til að sigla milli íslands og Ame- ríku frá því á dögum Leifs heppna. Nafn hans var letrað gullnum upphleyptum stöfum á stefni og skut; reyksalurinn á fyrsta plássi var klæddur rauðu plussi, þiljur úr mahoni, og griðarmikið þilfar var fyrir neðan brúna, náði talsvert fram fyrir hana, handa fyrsta pláss farþegum að spóka sig i góðviðri og stunda ýmis konar leiki, kasta hringjum á tölu- setta pinna í þilfarinu o. s. frv. Og ekki voru hnapparnir siðri en á Esjunni, gylltir á skip- stjórnarmönnum, silfurlitir á bryta og hans fólki, allt leir- tau með ibrenndum Þórshamri Eimskipafélagsins. Skipstjór- inn bar sex borða, þrjá i húfu og aðra þrjá á ermum, fyrir utan hnappana, og hann átti stuttfrakka með skrautbelti til hátíðabrigða. Ég get enn i innri eyrum heyrt volduga eimpípu Gullfoss, kveðjuna þegar hann kom af hafi eða lagði frá landi og snéri stefni með gullnum stöfum við hafinu, og hafnar- bakkinn var krökkur af fólki sem veifaði vasaklútum, hló og tárfelldi. Þá var útlandið hinn mikli heimur. Annað hvort voru menn sigldir eða ekki sigldir. Á því var allur munur. Að vera eða vera ekki. Að vera sigldur jafngilti nokkurs kon- ar aðalstign. Og sumt fólk, ekki sérlega gáfað að vísu, lét ekki undir höfuð leggjast að minna aðra á hana, margt lífið á enda, með því að sletta dönsku í tíma og ótima og minna þannig á hápunkt lífs síns, siglinguna sem endur fyrir löngu greindi það frá öðrum mönnum. En hinir voru líka til sem ekki skynjuðu önnur lönd sem tiltakanlega stærð, af því að heimur þeirra var svo knappur, sumir héldu þau ekki stærri en þorpið sem það átti heima í eins og vinur Nikka gamla í þorpinu úti á landi. Nikulás hafði flust til Ameríku og nú fregnar hann að einn Fossinn sé við bryggjuna, ný- kominn frá Ameriku. Karl gekk fyrir stýrimann, Birgi Thor- oddsen, og segir: Þið voruð í Ameríkunni. Við vorum þar, segir Birgir. Sástu nokkuð Nikulás? Nikulás? Já — hann Nikulás. Nei — ekki sá ég hann nú. Æi, jæja, sagði karl snúðugt. Hann hefur þá ekki nennt of- aneftir. Sagan er sönn. Birgir sagði mér hana sjálfur. 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.