Samvinnan


Samvinnan - 01.07.1976, Page 25

Samvinnan - 01.07.1976, Page 25
hafa lagt örlög sín í hendur Wannanna. Við Sarnath, þar sem Búdda prédikaði, var fyrir nokkrum árum byggt stórt niusteri til heiðurs þessum verndara dýranna. Á ægifögr- nm marmaratröppunum sá ég Þann horaðasta hund, sem ég hef nokkru sinni augum litið, hggja og sofa i sólinni. Það er ekki mikill munur á hröfnunum i Norður-Ameríku, Grænlandi og Skandinaviu, en indversku hrafnarnir eru svo- lítið minni. í Himalaya sá ég einu sinni karlhrafn leika flug- listir sínar fyrir verðandi ást- ^hær sina. Hann lét sig falla úr svimandi hæð og sneru goggur °g fætur upp. Það var mikill stormur, en hann hreyfði ekki vængina fyrr en hann var n0erri lentur á hvassri brún. Þá breiddi hann skyndilega út vængina og lét storminn bera sig. að er undravert, hve mikið hýr geta lært, ef þau þurfa á Þvi að halda. í afríkönsku dýragörðunum, þar sem dýra- fræðingar hafa gjarnan kom- upp litlum rannsóknargörð- um með foreldralausum ung- óýrum, læra filskálfarnir alltaf sjálfir að skrúfa frá flóknum vatnskrönum og það eins þótt allt sé gert til þess að fela kran- ana fyrir þeim. Hins vegar hef- Ur aldrei tekist að kenna nein- Urn filsunga að skrúfa fyrir einfaldan krana, þegar hann hefur lokið vatnsleiknum. Ég hef séð hesta beygja sig i gegn- urn mjög lágar dyr, og nota timguna og tennurnar til að opna dyrnar, en engum tamn- ingamanni hefur nokkru sinni tekist að fá hest til að loka dyrunum á eftir sér. Þegar hrafnarnir okkar komu heim úr flugleiðöngrum sínum yfir akrana — þeir flugu aldrei inn i skóginn hinum megin girðlngarinnar — voru þeir stundum hungraðir, og þá fóru þeir beint að búrdyrunum, þó að við hefðum aldrei gefið þeim að éta þar. Þar sátu þeir og krunkuðu þangað til ein- hver kom og gaf þeim að éta. Þó er það enn athyglisverð- ara, að þeir skyldu komast að þvi, að við sváfum á annarri hæð, þvi að við buðum þeim aldrei inn i ibúðarhúsið, og rúmin sáust ekki þótt litið væri inn um gluggann, ef nokkrum dettur þá í hug að gægjast á glugga, þegar hann flýgur framhjá. En á sumarmorgnum komu þeir klukkan fimm, sett- ust á gluggasylluna og krunk- uðu í ákafa. Færi ég á fætur þá, flugu þeir yfir að dyrunum á búrinu og biðu eftir matn- um þar. Nokkurra mánaða gamlir fóru þeir að fljúga lengra i burtu. Ég fylgdist með þeim i kíki og sá þá sitja á reykháfn- um hjá nágrönnunum, eða á staurum á enginu. Þeir voru nú farnir að sofa á reykháfnum okkar á kvöldin og neituðu að fara inn i hrafnastofuna, jafn- vel þótt rok væri og þeir ættu fullt i fangi með að halda sér. Þeir voru búnir að fá rautt plastbaðker, og þar böðuðu þeir sig á hverjum degi — eftir að við höfðum komist að þvi, að vatnið átti að vera milli 8 og 14 sentimetrar á dýpt. S iundum sáust þeir hvergi nokkurs staðar, en komu svo allt i einu fljúgandi, ef kallað var á þá. En kvöld eitt buðum við þeim góða nótt eins og venjulega — og morguninn eft- ir voru þeir farnir. í þrjá daga urðum við ekki vör við þá, svo að við auglýstum eftir þeim i héraðsblaðinu. Vingj arnlegur maður, sem bjó átján kilómetra frá okkur, hringdi og sagði, að hrafnarnir hefðu verið hjá sér. Hann hefði gefið þeim að éta, en þegar hann reyndi að snerta þá, gogguðu þeir i handlegginn á honum, svo að úr blæddi, og hann þorði ekki annað en sleppa þeim. Fleira fólk hringdi og sór og sárt við lagði, að það hefði séð „hrafnsvartan og mjög stóran“ fugl. En engin af þessum hring- ingum kom okkur á sporið. Loks fréttum við, að hrafn- arnir væru á bændabýli nokkra kilómetra í burtu. Þar gaf göm- ul kona þeim að éta, en þeir hleyptu engum í námunda við sig. Þegar við sóttum þá, komu þeir fljúgandi og settust á höf- uð okkar og axlir, eins og hrafnar hefðu haft þennan sið frá þvi á dögum Óðins. Þeir voru ánægðir yfir að komast heim. Þeir höfðu einfaldlega villst, kannski þá hafði hrakið undan stormi. Hrafnarnir frægu kringum London Tower eru vængstýfðir. Við gátum ekki hugsað til þess að vængstýfa hrafnana okkar og þvi siður að loka þá inni, þar sem þeir gátu ekki flogið. Kannski hefði þó verið skyn- legt að gera það— að minnsta kosti i einn mánuð á haustin, þvi að þá hefðu þeir ef til vill freistast til þess að elta kráku- hópa, og eins stendur fugla- veiðitiminn þá sem hæst. Að visu eru hrafnar friðaðir, en sumir veiðimenn skjóta á allt, sem þeir sjá. Nokkru seinna sagði ná- grannabóndi okkur frá þvi, að þegar hann var að plægja um haustið, hafi hann séð hrafn- Hrafnarnir frægu kringum London Tower eru vængstýfðir. Við gátum ekki hugsað til þess að vasngstýfa hrafnana okkar og því síður að loka þá inni.... ana steypa sér niður á haga- mús, draga hana út úr holu sinni, drepa hana og éta. Þeir höfðu þjálfað sig til þess að geta sjálfir séð sér farborða, þótt þeir fengju nóg að éta. Á hverju kvöldi rétt fyrir sól- arlag, flugu þeir fram og aftur yfir garðinn og akrana og gerðu alls konar flugæfingar. Við skemmtum okkur hið besta við að horfa á þá leika listir sínar, enda vissum við ekki þá, að þetta var nokkurs konar kveðjusýning. Þegar trén höfðu fellt laufin, urðu þeir órólegir. Þeir komu venjulega heim um miðjan daginn, neituðu stundum að éta, en áttu það til að stökkva upp um fólk og gogga i hárið á því. Þeir hegðuðu sér einnig stundum þannig, að engu var líkara en þeir vildu, að við fylgdum þeim eftir — flygjum með þeim. Þeir krunkuðu af vonbrigðum, þegar þeir urðu að fljúga einir. Og einn morguninn sátu þeir ekki á reykháfnum og biðu eft- ir þvi, að þeir fengju morgun- verðinn. Annar þeirra kom daginn eftir, órólegur og lá augsýnilega mikið á hjarta. Svo flaug hann burtu aftur og við höfum hvorki heyrt né séð hrafnana okkar siðan. Þó höf- um við svipast um eftir þeim alls staðar i grenndinni. O ft hef ég vaknað við fugla- garg á nóttunni, risið úr rekkju og beint kikinum að fuglum á flugi, sem ég vissi alltaf vel, að voru krákur. Það er undarlegt, hvað fugl- ar eins og hrafnarnir okkar geta orðið manni hjartfólgnir. Ég minnist þess, hve mjúk bringa þeirra var, þegar þeir flugu í faðm minn. Ég minnist hnakka þeirra, sem þeim þótti svo gott að láta strjúka með einum fingri, og ég minnist stóra, sterka goggsins þeirra. Ég var stoltur af því, hve hraustir þeir voru. Sterkir fæt- ur þeirra gripu þétt um fingur- inn á mér, þegar þeir vildu láta strjúka á sér bringuna. Og ég minnist vængjanna, svartra og gljáandi i loftinu, þegar þeir æfðu sig fyrir brottförina. 4

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.