Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 50
Framkvæmdir vegna afurðasölu Samvinnufélögin hafa á síðustu árum lagt mikið fé í umbætur í þremur helstu greinum afurðasölunnar, bæði til hagræðingar í rekstri og til að mæta auknum kröfum erlendra kaupenda. Mörg sláturhús hafa verið stækkuð og endurbyggð til að koma við færibandavinnu og bæta heilbrigðiseftir- lit svo að unnt sé að flytja út framleiðslu þeirra. Önn- ur minni sláturhús hafa verið lögð niður eða áformað að gera það á næstu árum. Mjólkurflutningar frá bændum til mjólkurbúa hafa gjörbreyst með tilkomu tankbíla og mjólkurtanka á bæjunum. Nú síðast stendur yfir skipulag endurnýjun hrað- frystihúsanna í tilefni af nýjum hreinlætiskröfum Bandaríkjamanna, en frystar fiskafurðir hafa um ára- tuga skeið verið sívaxandi hluti af afurðasölu Sam- bandsins. Samvinna við önnur lönd er ríkur þáttur í starfsemi Sambandsins. Ársfundur Norræna samvinnusambandsins er haldinn hér á landi fimmta hvert ár, og miðstjómarfundur Alþjóðasambands samvinnu- manna hefur einu sinni verið haldinn hér. Það var í Háskóla íslands árið 1952, og þá var þessi mynd tekin. 1975 Sambandið stofnar ferðaskrifstofu, Samvinnuferðir hf. Kaupfélögin og Innflutningsdeild Sambandsins hófu sölu á ódýrum „tilboðsvörum“. Bifröst var rekin sem orlofsheimili um sumartímann. Fyrstu nemendur Samvinnuskólans luku stúdentsprófi. Nýja Jökulfell kom í stað hins eldra sem selt hafði verið á fyrra ári. Eysteinn Jónsson var kjörinn formaður Sambandsstjórnar í stað Jakobs Frímannssonar. Harry Frederiksen lést á árinu; Hjörtur Eiríksson varð framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar, og var aðalskrifstofa hennar flutt til Akureyrar. Þá varð Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri Iceland Products í stað Othars Hansson- ar, en Sigurður Markússon tók við Sjávarafurðadeild og Axel Gíslason við Skipulags- og fræðsludeild. 1976 Unnið var að byggingu Birgðastöðvar í Reykjavík; borgar- yfirvöld synjuðu leyfis að þar mætti reka stórmarkað. Gæruvinnsla Iðunnar var stóraukin; aukinn var einnig út- flutningur tískuvara frá Sambandsverksmiðjunum. Sam- bandið tók við rekstri prjónastofunnar Dyngju á Egilsstöð- um; sængurgerð Gefjunar var flutt til Sauðárkróks; Kjöt- iðnaðarstöðin hóf framleiðslu tilbúinna matarrétta. Fulltrúar starfsmanna fengu sæti á fundum Sambands- stjómar með málfrelsi og tillögurétti. Stofnuð var ný aðaldeild Sambandsins, Fj ármáladeild, og varð Geir Magnússon fyrsti framkvæmdastjóri hennar. Gylfi Sigurjónsson varð framkvæmdastjóri í Hamborg í stað Böðvars Valgeirssonar, sem tekið hafði við fram- kvæmdastjórn hinna nýstofnuðu Samvinnuferða. Sambandið stóð að útgáfu ævisögu Hallgríms Kristinssonar eftir Pál H. Jónsson. Síðan 1960 hafa Sovétmenn verið stærsti kaupandi á ullarvörum fra verksmiðjum Sambandsins. Hér undirritar Erlendur Einarsson við- skiptasamning við Sovétríkin árið 1973. Fyrir aftan hann eru Andres Þorvarðarson og Harry Frederiksen. Fækkun kaupfélaga Mörg kaupfélög hafa átt í rekstrarörðugleikum á síðasta áratug, ekki síst hin minni þéttbýliskaupfélög. Sum hafa styrkst við sameiningu við öflugri félög. Önnur hafa orðið að hætta störfum og nágrannafélög þá tekið við verslunarrekstri þeirra; hvergi hefur sam- vinnuverslun lagst niður. Mest var um það árin 1968—70 að kaupfélög hættu rekstri, enda hafði þá verið kreppa í landinu. Með sameiningu eða öðrum hætti hefur Kaupfélag Suðurnesja tekið við verslun í Sandgerði, Kaupfélag Borgfirðinga á Akranesi, Hellissandi og Ólafsvík, Kaup- félag Patreksfjarðar á Bíldudal, Kaupfélag Húnvetn- inga á Skagaströnd, Kaupfélag Skagfirðinga á Hofsósi, Kaupfélag Eyfirðinga á Siglufirði, Kaupfélag Norður- Þingeyinga á Raufarhöfn, Kaupfélag Héraðsbúa í Bakkagerði og á Seyðisfirði. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.