Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 50
Framkvæmdir vegna afurðasölu
Samvinnufélögin hafa á síðustu árum lagt mikið fé
í umbætur í þremur helstu greinum afurðasölunnar,
bæði til hagræðingar í rekstri og til að mæta auknum
kröfum erlendra kaupenda.
Mörg sláturhús hafa verið stækkuð og endurbyggð til
að koma við færibandavinnu og bæta heilbrigðiseftir-
lit svo að unnt sé að flytja út framleiðslu þeirra. Önn-
ur minni sláturhús hafa verið lögð niður eða áformað
að gera það á næstu árum.
Mjólkurflutningar frá bændum til mjólkurbúa hafa
gjörbreyst með tilkomu tankbíla og mjólkurtanka á
bæjunum.
Nú síðast stendur yfir skipulag endurnýjun hrað-
frystihúsanna í tilefni af nýjum hreinlætiskröfum
Bandaríkjamanna, en frystar fiskafurðir hafa um ára-
tuga skeið verið sívaxandi hluti af afurðasölu Sam-
bandsins.
Samvinna við önnur lönd er ríkur þáttur í starfsemi Sambandsins.
Ársfundur Norræna samvinnusambandsins er haldinn hér á landi
fimmta hvert ár, og miðstjómarfundur Alþjóðasambands samvinnu-
manna hefur einu sinni verið haldinn hér. Það var í Háskóla íslands
árið 1952, og þá var þessi mynd tekin.
1975
Sambandið stofnar ferðaskrifstofu, Samvinnuferðir hf.
Kaupfélögin og Innflutningsdeild Sambandsins hófu sölu
á ódýrum „tilboðsvörum“.
Bifröst var rekin sem orlofsheimili um sumartímann.
Fyrstu nemendur Samvinnuskólans luku stúdentsprófi.
Nýja Jökulfell kom í stað hins eldra sem selt hafði verið
á fyrra ári.
Eysteinn Jónsson var kjörinn formaður Sambandsstjórnar í
stað Jakobs Frímannssonar.
Harry Frederiksen lést á árinu; Hjörtur Eiríksson varð
framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar, og var aðalskrifstofa
hennar flutt til Akureyrar. Þá varð Guðjón B. Ólafsson
framkvæmdastjóri Iceland Products í stað Othars Hansson-
ar, en Sigurður Markússon tók við Sjávarafurðadeild og Axel
Gíslason við Skipulags- og fræðsludeild.
1976
Unnið var að byggingu Birgðastöðvar í Reykjavík; borgar-
yfirvöld synjuðu leyfis að þar mætti reka stórmarkað.
Gæruvinnsla Iðunnar var stóraukin; aukinn var einnig út-
flutningur tískuvara frá Sambandsverksmiðjunum. Sam-
bandið tók við rekstri prjónastofunnar Dyngju á Egilsstöð-
um; sængurgerð Gefjunar var flutt til Sauðárkróks; Kjöt-
iðnaðarstöðin hóf framleiðslu tilbúinna matarrétta.
Fulltrúar starfsmanna fengu sæti á fundum Sambands-
stjómar með málfrelsi og tillögurétti.
Stofnuð var ný aðaldeild Sambandsins, Fj ármáladeild, og
varð Geir Magnússon fyrsti framkvæmdastjóri hennar.
Gylfi Sigurjónsson varð framkvæmdastjóri í Hamborg í
stað Böðvars Valgeirssonar, sem tekið hafði við fram-
kvæmdastjórn hinna nýstofnuðu Samvinnuferða.
Sambandið stóð að útgáfu ævisögu Hallgríms Kristinssonar
eftir Pál H. Jónsson.
Síðan 1960 hafa Sovétmenn verið stærsti kaupandi á ullarvörum fra
verksmiðjum Sambandsins. Hér undirritar Erlendur Einarsson við-
skiptasamning við Sovétríkin árið 1973. Fyrir aftan hann eru Andres
Þorvarðarson og Harry Frederiksen.
Fækkun kaupfélaga
Mörg kaupfélög hafa átt í rekstrarörðugleikum á
síðasta áratug, ekki síst hin minni þéttbýliskaupfélög.
Sum hafa styrkst við sameiningu við öflugri félög.
Önnur hafa orðið að hætta störfum og nágrannafélög
þá tekið við verslunarrekstri þeirra; hvergi hefur sam-
vinnuverslun lagst niður.
Mest var um það árin 1968—70 að kaupfélög hættu
rekstri, enda hafði þá verið kreppa í landinu.
Með sameiningu eða öðrum hætti hefur Kaupfélag
Suðurnesja tekið við verslun í Sandgerði, Kaupfélag
Borgfirðinga á Akranesi, Hellissandi og Ólafsvík, Kaup-
félag Patreksfjarðar á Bíldudal, Kaupfélag Húnvetn-
inga á Skagaströnd, Kaupfélag Skagfirðinga á Hofsósi,
Kaupfélag Eyfirðinga á Siglufirði, Kaupfélag Norður-
Þingeyinga á Raufarhöfn, Kaupfélag Héraðsbúa í
Bakkagerði og á Seyðisfirði.
46