Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 32
Kaupfélag Eyfirðinga 50 ára 19. júní 1936. Verslunarhús KEA á horni Hafnarstrætis og Kaupvangsstrætis, reist 1929—30, þótti lengi eitt- hvert myndarlegasta hús sinnar tegundar á landinu, enda miðstöð afar fjölþættrar starfsemi. /------------------------------------------------ Annað kreppuáfall Heimskreppan 1930 kom niður á samvinnuversluninni á hliðstæðan hátt og stríðslokakreppan tíu árum áður. Um skeið var það brýnasta viðfangsefni samvinnumanna að verja samtök sín áföllum af völdum kreppunnar, svo sem eftirfarandi tilvitnanir minna á: Úr nefndaráliti frá aðalfundi Sambandsins 1931: Það er þegar kunnugt af skýrslu forstjóra að skuldir deildanna og annarra viðskiptamanna við Sambandið hafa aukist stórkostlega á umliðnu ári svo til stórrar hættu horfir. Er nú svo komið að meira en helmingur deildanna skuldar SÍS 50% og þar yfir af venjulegri við- skiptaveltu þeirra í seldum vörum á ári undanfarið, en nokkrar upp um 100% veltunnar og þar yfir. Er hér þó miðað við skuldirnar þegar búið er að taka til greina áætlað verð þeirra gjaldeyrisvara sem ógreiddar voru við árslok. Þarf það varla frekari skýringa að þar sem svona er komið er ástandið í meira lagi ískyggilegt og þarf bráðra aðgerða. Hér hafa myndast stórkostlegar skuldir með öllum einkennum hinna gömlu verslunar- skulda sem markmið félaganna var að útrýma. Skuldir sem venjulega hafa orðið til án vilja og vitundar aðila, yfirleitt samningslaust eða án sérstakra trygginga, ann- arra en hinnar félagslegu ábyrgðar sem, því miður, hefir viljað reynast torvelt að gera gildandi þegar á hefir þurft að halda. 1937 Samvinnulögunum var breytt og heimilað að binda sam- ábyrgð félagsmanna á skuldbindingum félaganna við til- tekna upphæð. Þá gekk í Sambandið Kaupfélag Borgfirð- inga sem aldrei hafði fallist á ótakmarkaða samábyrgð. Inneignir kaupfélaganna hjá Sambandinu voru nú meiri en skuldir, í fyrsta sinn síðan 1919. Mörg kaupfélög voru um þessar mundir að hefja hraðfryst- ingu fisks, og seldi nú Sambandið í fyrsta sinn umtalsvert magn freðfisks. Óli Vilhjálmsson tók við stjórn Hafnarskrifstofu að Oddi Rafnar látnum. 1938 Samvinnulögunum var enn breytt og heimilað að miða fulltrúatölu félaga á aðalfundi Sambandsins við viðskipta- veltu þeirra auk félagatölu. Nokkur þéttbýliskaupfélög gengu í Sambandið, þar á meðal Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis sem stofnað var árið áður við samruna nokkurra félaga. Hafði nú félagsmannatala Sambandsfélaganna auk- ist um % á tveimur árum, og hefur síðan lítið kveðið að kaupfélögum utan Sambandsins. Framleiðsla verksmiðjanna jókst enn, og Sjöfn flutti í ný húsakynni. Stofnaður var lífeyrissjóður starfsmanna Sambandsins. 1939 Verksmiðja Gefjunar var enn stækkuð. Sambandið gerðist hluthafi í prentsmiðjunni Eddu. Út kom í einni bók Samvinnan á íslandi eftir sænskan sam- vinnufrömuð, Thorsten Odhe, sem ferðast hafði um ísland 1936, og íslenskir samvinnumenn eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. í september hófst heimsstyrjöldin síðari. Samþykkt aðalfundar 1931: 1. Allar skuldir, er deildir Sambandsins stóðu í við SÍS um næstliðin áramót, skulu, að frádregnu andvirði ó- greiddra gj aldeyrisvara á sama tíma, dregnar út úr við- skiptareikningum þeirra og um greiðslu hverrar skuldar gerður samningur með tilteknum skilmálum. 2. Öðrum skuldunautum sé settir ákveðnir skilmálar um skjóta skuldalúkningu, en samningar gerðir ef þann veg þykir tryggara að full lúkning fáist. 3. í samræmi við áður birta ákvörðun Sambandsstjórn- ar skal það vera aðalreglan fyrir viðskiptum hverrar deildar við Sambandið á þessu ári að þau fari eigi fram úr því sem borgunareyrir hennar nam á umliðnu ári. 4. Félag sem myndar skuld við Sambandið sem ógoldin er við árslok, fái að jafnaði ekki nýtt viðskiptalán hjá því fyrr en sú skuld er að fullu greidd. Úr nefndaráliti frá aðalfundi Sambandsins 1932: Vill nefndin benda stjórn SÍS á að taka til yfirvegunar hvort eigi muni nauðsynlegt að SÍS veiti þeim félögum sem tæpast eru stödd, meiri aðstoð og eftirlit við stjórn og rekstur en gjört hefur verið.------ Að síðustu lýsir nefndin ánægju sinni yfir því að starfs- menn SÍS hafa fúslega fallist á launalækkun á þessu ári. Tekur nefndin þetta fram af því að það sýnir réttan skilning á því ástandi sem nú er hér í landi og af því helsta vonin um lagfæringu á ástandinu virðist vera sú að samvinnumenn gjörist þar brautryðjendur. ________________________________________________________/ 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.