Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 19
Væri þjóðin öll eitt kaupfélag ... VerslunararSur heitir grein Benedikts Jónssonar á Auðnum í Tímariti kaupfélaga 1897 sem hér verður gripið niður í. Setjum svo að á einhverjum verslunarstað reki einn út- lendur kaupmaður verslun er árlega nemur 100 þúsund krónum. Setjum að hann hafi 10 prósent í hreinan arð, eða 10 þúsund króna atvinnutekj ur. Þetta er nú almennt kallaður verslunararður, og hann flytur kaupmaður út úr landinu af því hann er ekki búsettur hér. En nú skulum vér setja svo að allir þeir sem verslað hafa við kaupmann- inn, hætti því allt í einu, gangi allir í kaupfélag og panti allar hinar sömu vörur er kaupmaðurinn áður seldi þeim, gegnum umboðsmann erlendis. Gjörum ráð fyrir að þeir fái þær 10 prósent ódýrari og hafi því 10 þúsund króna hagnað af pöntuninni, í samanburði við það sem áður var. Þá missir auðvitað kaupmaðurinn allan sinn verslunar- arð. En hvað varð af honum? Varð hann að engu, eða dróst hann út úr landinu? Nei, hann er einmitt þessar 10 þúsund krónur sem pantendur ávinna sér með félags- skap sínum. Hann hefur nú tekið aðra stefnu og rennur nú inn i bú eða sjóð kaupfélagsmanna, inn í landið, í stað þess að renna í vasa kaupmannsins.... Og nú skulum vér setja að í stað kaupfélagsins er tók verslunararðinn af útlenda kaupmanninum, komi aftur innlendur kaupmaður, búsettur hér, er hafi jafnmikinn atvinnuarð sem hinn útlendi áður hafði. Hvaðan ætti hann þá að taka þennan arð? Mundi það ekki verða sami arðurinn sem hann tæki þá aftur frá kaupfélagsmönnum og færði saman í sínum vasa? Og hvað er svo eiginlega unnið með því? Ekkert annað en það að kaupendurnir, þjóðin, verður að borga þennan skatt til þess að eiga innlenda kaupmannastétt sem lifir á því að draga til sín arð frá atvinnuvegum alþýðu og safna honum á fárra manna vald og umráð. Það er að vísu hægt að segja að við það mundu allmargir menn í landinu fá atvinnu. En hvað ríður þjóðinni á því? Hvaða nauðsyn er oss á því að koma upp stétt í landinu sem ekkert framleiðir, meðan oss vantar svo tilfinnanlega vinnukrafta og fé til hinna framleiðandi atvinnuvega? ... Það er til þeirra en ekki frá þeim sem vér þurfum að leiða frjóvgandi arð. —- Sumir segja að kaupmenn hafi arð sinn miklu fremur af góðum og heppilegum innkaupum erlendis fyrir lágt verð en af útsölu hér fyrir hátt verð, og að því leyti dragi Benedikt Jónsson á Auönum (1846—1939) var nánasti aðstoðarmað- ur Jakobs Hálfdánarsonar við stofnun Kaupfélags Þingeyinga og stjómarmaður þess í 40 ár. Hann ritstýrði frá upphafi kaupfélags- blaðinu Ófeigi. Benedikt var öðrum fremur hugmyndafraeðingur samvinnustefnunnar. þeir arð inn í landið. En þetta raskar ekki hót því sem að framan er sagt, því að því er innkaup snertir á heims- markaðinum, geta kaupfélög ætíð sætt að minnsta kosti eins góðum kjörum og kaupmenn, og raunar betri, því öflugt kaupfélag er stærri og betri kaupandi en nokkur einn kaupmaður hér á landi. Væri þjóðin öll eitt kaup- félag, þá væri það hinn stærsti og besti kaupandi sem fram getur komið á heimsmarkaðinum af hálfu þessa lands og hlyti að geta átt kost á betri og hagfelldari kaup- um en nokkur kaupmaður sem aðeins ræki örlítinn hluta af verslun landsmanna. Og væru svo sömuleiðis allar af- urðir landsins sem til útlanda eru seldar, boðnar fram á einni hönd eða í einu lagi á stórmörkuðum heimsins, þá hefði sá seljandi langtum fleiri skilyrði fyrir því að geta selt vel en margir smáir frambjóðendur ... Sú hugsjón hlýtur að vaka fyrir hverjum sönnum kaup- félagsmanni sem skilur stefnur tímans og eðli kaupfé- lagsskaparins, að koma verslun lands vors smám saman í þetta horf, koma henni allri undir eina öfluga stjórn er aðeins lítur á hag heildarinnar en einskis einstaklings ... 1906 Sóknarhugur einkennir aðalfund Sambandsins. Samþykkt að hefja útgáfu tímarits í 2000 eintökum, og tókst Sigurður Jónsson í Ystafelli á hendur ritstjórn þess. Þá var ákveðið að gangast fyrir inntöku nýrra Sambandsfélaga. í því skyni var kaupfélögum á Norður- og Austurlandi boðið að senda fulltrúa á fund á Akureyri þar sem rætt var um framtíðar- verkefni Sambandsins og lagabreytingar sem stækkun þess þyrftu að fylgja. 1907 Nafni Sambandsins var breytt í Sambandskaupfélag íslands, enda gengu nú í það Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupfélag Eyfirðinga og Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs. Ákveðið var að leita einnig eftir aðild annarra kaupfélaga á Austur- og Norðurlandi og í Strandasýslu. Tekin voru í notkun sláturhús kaupfélaganna á Akureyri og Húsavík. Sambandið seldi í einu lagi talsvert af kjöti aðildarfélaganna. Jón Jónsson kaupfélagsstjóri Norður-Þingeyinga fór til Bretlands og Norðurlanda að kynna sér störf samvinnufé- laga og naut til þess styrks frá Alþingi og Sambandinu. Út kom fyrsti árgangur Tímarits kaupfélaga og samvinnu- félaga er síðar hét Tímarit íslenskra samvinnufélaga, en lengst af Samvinnan. Viðskiptakreppa hófst og gekk víða um lönd með lánsfjár- þurrð og háum vöxtum. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.