Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 59
KAUPFÉLAG RANGÆINGA, Hvolsvelli
I
Ólafur
Ólafsson
Frá Hvolsvelli; verziunarhús Kaupfélags Rangæinga.
Kaupfélag Rangæinga,
Hvolsvelli var stofnað 1.
júli 1948, að Laugalandi,
Holtahreppi. Núv. kaupfé-
lagsstjóri er Ólafur Ólafs-
son. Fyrirrennarar íélags-
ins voru Kaupfélag Hall-
geirseyjar og Kaupfélag
Rangæinga hið eldra, er
sameinuðust í eitt félag.
Kaupfélag Hallgeirseyjar
var stofnað 20. nóv. 1919
að Miðey í Austur-Land-
eyjum og Kaupfélag
Rangæinga hið eldra 11.
maí 1930 að Rauðalækjar-
skála. Fyrstu stjórn Kaup-
félags Rangæinga eftir
sameininguna skipuðu:
Sigurþór Ólafsson, oddviti,
Kollabæ, formaður; séra
Sveinbjörn Högnason, pró-
fastur, Breiðabólsstað;
Björn Björnsson, sýslu-
maður, Hvolsvelli: séra
Sigurður S. Haukdal,
sóknarprestur, Bergþórs-
hvoli, Ölver Karlsson,
bóndi, Þjórsártúni; Guð-
mundur Þorleifsson bóndi,
Þverlæk og Ólafur H.
Guðmundsson, bóndi,
Hellnatúni. Núverandi
stjóm skipa: Bjöm Fr.
Björnsson, sýslum., Hvols-
velli, formaður, Oddgeir
Guðjónsson, bóndi, Tungu,
Ólafur Sveinsson, bóndi,
Stóru-Mörk, Magnús Finn-
bogason, bóndi, Lágafelli,
Magnús Kjartansson,
bóndi, Hjallanesi, Ólafur
Guðmundsson, bóndi,
Hellnatúni, Ölver Karls-
son, bóndi, Þjórsártúni.
Félagið rekur umfangs-
mikla verzlun, þ. e. kjör-
búð, vefnaðarvörudeild,
búsáhaldadeild og pant-
anaafgreiðslu. Á Hvols-
velli rekur félagið einnig
bifreiðaverkstæði, verzlun
með bílavarahluti, járn-
smiðju, trésmiðju og raf-
magnsverkstæði. Þá ann-
ast félagið umfangsmikla
vöruflutninga út um hér-
aðið og til og frá Rvk.
Einnig á félagið allmarg-
ar íbúðir á Hvolsvelli, sem
það leigir starfsmönnum
sínum, og líka hefur það
á umliðnum árum reist
íbúðarhús, sem það hefur
selt einstaklingum á
staðnum. Þá er enn ógetið
um útibú félagsins á
Rauðalæk, þar sem það
rekur verzlun og bifreiða-
verkstæði. Heildarsala fé-
lagsins 1975 var 974.785
þús. kr. Fastir starfsmenn
eru 132, en félagsmenn 561.
KAUPFÉLAG VESTMANNAEYJA, Vestmannaeyjum
Georg
Hermannsson
Kaupfélag Vestmanna-
eyja, Vestmannaeyjum,
var stofnað 1. nóvember
1950 að Goðasteini, upp úr
Kaupfélagi verkamanna og
Neytendafél. Vestmanna-
eyja, sem áður höfðu
starfað um alllangt skeið.
Núverandi kaupfélagsstj.
er Georg Hermannsson.
Fyrsta stjórn: Þorsteinn
Þ. Víglundsson, skólastj.,
formaður, Gunnar Sigur-
mundsson, prentsmiðju-
stjóri, Jón Stefánsson,
verkam., Páll Eyjólfsson,
framkv.stj., Steingrímur
Benediktsson, kennari. Fé-
lagið gekk í Sambandið
1951. Núv. stjórn: Jóhann
Bjömsson, forstjóri, for-
maður, Jón Stefánsson,
símritari, Gunnar Sigur-
mundsson, prentsm.stjóri,
Sigurgeir Kristjánsson,
forstjóri, Garðar Arason,
verzlunarstjóri.
Nú rekur félagið mat-
vörumarkað ásamt verzlun
til báta að Bárug. 7, kjöt-
vinnslu á sama stað, vefn-
aðarvöru- og búsáhalda-
verzlun að Bárugötu 6 og
einnig byggingavöru- og
timburverzlun við Flatir.
Heildarsala 1975 var 258.
147 þús. kr. Fastir starfs-
menn eru 17, en félags-
menn 430.
Úr byggingavöruverzlun Kaupfélags Vestmannaeyja.
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA, Keflavík
Gunnar
Sveinsson
Kaupfélag Suðurnesja,
Keflavík, var stofnað 13.
ágúst 1945 í Keflavík (upp
úr útibúi KRON). Núver-
andi kaupfélagsstjóri er
Gunnar Sveinsson. Fyrsta
stjóm: Guðni Magnússon,
málarameistari, formaður,
Ragnar Guðleifsson, skrif-
stofum., Björn Hallgríms-
son, húsvörður, Guðni
Guðleifsson, verkamaður,
Hallgrímur Th. Bjömsson,
kennari, allir í Keflavík.
Félagið gekk í Sambandið
1946. Núv. stjórn: Sigfús
Kristjánsson, tollþjónn,
Keflavík, form., Svavar
Árnason, framkv.stjóri,
Grindavik, varaformaður,
Kristinn Bjömsson, raf-
v.m., Keflavík, ritari, Jón
Einarsson, byggingam.,
Keflavík, Ólafur Guð-
mundsson, ýtustj., Njarð-
vík.
í Keflavík rekur félagið
þrjár matvörukjörbúðir,
vörumarkað og auk þess
vefnaðarvörubúð, raf-
tækjadeild, vinnufatabúð
og bygginga- og útgerðar-
vörubúð. Þá rekur félagið
kjötvinnslu í Keflavík.
Útibú félagsins eru í
Ytri-Njarðvík, Sandgerði
og Grindavík og á síð-
ast nefnda staðnum rek-
ur félagið einnig sauð-
fjárslátrun. Þá er útgerð
og fiskvinnsla allsnar þátt-
ur í rekstri félagsins. Það
er eigandi að fyrirtækinu
Hraðfrystihús Keflavíkur
hf., þar sem rekin er fisk-
vinnsla og freðfiskfram-
leiðsla. Hraðfrystihúsið
gerir einnig út þrjá báta,
Hamravík,_ Bergvík og
Faxavík. Árið 1974 kom
svo skuttogarinn Aðalvík.
Heildarsala 1975 var 906.
845 þús. kr. Fastir starfs-
menn eru 74, en félags-
menn 2755.
Frá Keflavík; verzlunarhús Kaupféiags Suöumesja.
55