Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 37
Sambandið átti allmikinn þátt í landbúnaðarsýningunni 1947; hér sést hliðið að sýningardeild þess. 7---------------■— "■ "■ --- •» Samstarfsfyrirtækin Hinum nýj u starfsgreinum sem samvinnuhreyfingin bætti við sig á árunum 1946—49 var valið mismunandi rekstrarform eftir því sem henta þótti í hverju tilviki. Skipaútgerðin, Hekla og Norðri voru rekin fyrir reikning Sambandsins sjálfs. Samvinnutryggingar og Andvaka voru gagnkvæm tryggingafélög, en það form er skylt samvinnufélagsskap. Önnur fyrirtæki, Olíufélagið, Jötunn og Dráttar- vélar, eru hlutafélög, en hlutaféð alfarið eða að meirihluta í eigu Sambandsins og kaupfélaganna. Hlutafélagsformið var tekið upp að fyrirmynd sænsku samvinnuhreyfingarinnar og gegndi mismunandi til- gangi. Dráttarvélar urðu til að mynda að vera sérstakt fyrirtæki því að Sambandið sjálft hafði áður umboð fyrir International Harvester og gat ekki tekið við um- boði Ferguson jafnframt. Hlutafélagssnið Olíufélagsins gerði samvinnuhreyfingunni hins vegar kleift að koma á samstarfi við útvegsmenn sem áttu minnihluta í fé- laginu. í augum margra samvinnumanna hafði sjálft hluta- félagsformið ógeðfelldan blæ því að það var orðið að tákni fyrir hinn ábyrgðarlausa einkarekstur. En í raun stendur það ekki í vegi fyrir að samstarfsfyrirtækin semji sig að háttum samvinnufélaga, til dæmis með úthlutun tekjuafgangs í afsláttarformi, og hafi fulla samstöðu með samvinnuhreyfingunni. /-----------——------------------------------------- Á tímamótum Aðalfundur Sambandsins á Blönduósi 1946 var hald- inn á einhverjum mestu tímamótum samvinnusög- unnar; þar var skyggnst um öxl og fram á við. Tvær glefsur úr fundargerð: Sem vott virðingar og þakklætis fyrir vel unnin og heillarík störf í þágu Sambands íslenskra samvinnu- félaga kýs aðalfundur SÍS 1946 fyrrverandi forstjóra Sigurð Kristinsson og fyrrverandi framkvæmdastjóra, þá Aðalstein Kristinsson og Jón Árnason, heiðursfé- laga Sambandsins, og eiga þeir rétt til setu á aðal- fundum þess sem heiðursgestir. Tillagan var samþykkt með lófataki, og risu fundar- menn úr sætum til virðingar heiðursfélögunum. Vilhjálmur Þór forstjóri ávarpaði fundinn. Lýsti hann yfir því að sér væri ánægjuefni að verja kröftum sínum fyrir samvinnustarfsemina í landinu og þakkaði tiltrú þá sem sér hefði verið sýnd með því að fela sér forstj órastarf SÍS. Ræddi síðan um nauðsyn þess að samvinnumenn stæðu vel saman og forðuðust flokkadrætti. Hvatti til ráðdeildar í fjármálum, en jafnframt til framsóknar og umbóta, þar sem nú að styrj aldarlokum væru tímamót sem fylgdu bæði ó- venjuleg óvissa um fjármál framtíðar, en líka tækifæri til umbóta er áður voru ekki framkvæmanlegar. Því næst lýsti hann í löngu og ítarlegu máli áætlun- um sínum og stjómar SÍS um starfstilhögun hjá Sam- bandinu í næstu framtíð og framkvæmdir sem það hafi með höndum. Meðal annars talaði forstjórinn um: Aukna fræðslustarfsemi um samvinnumál. Byggingu skrifstofuhúsnæðis fyrir SÍS. Byggingu fyrir hrað- frystingu matvæla og matargerð. Eflingu ullariðnaðar. Lýsishreinsunarstöð. Kexverksmiðju. Vinnufata- og nærfatagerð. Kommölun. Niðursuðuverksmiðju. Skipa- kaup til vöruflutninga. Vátryggingarstofnun SÍS sem væntanlega tekur til starfa 1. sept. næstk. Bifreiðaað- gerðarverkstæði. Olíuverslunarsamlag. Stofnun Fram- kvæmdasjóðs SÍS og skuldabréfasölu fyrir hann. - Hclgi Pétursson (t. v.), Vílhjálmur Þór og Helgi Þorsteinsson. Þeir tóku við stjóm Sambandsins og aðaldeilda þess í ársbyrjun 1946. Höfðu þá ekki orðið mannaskipti í þessum stöðum frá upphafi, nema við lát Hallgríms Kristinssonar 1923. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.