Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 42
Sambandið tók í notkun vöruskemmur og fóðurblöndunar- stöð í Þorlákshöfn, svo og fataverksmiðjuna Fífu á Húsavík. Sambandið hóf smásöluverslun í Reykj avík, keypti starfandi verslun og bætti við stórverslun við Austurstræti, þá einu kjörbúðinni í Reykjavík. 1956 Sambandið og Olíufélagið keyptu í sameiningu olíuflutn- ingaskipið Hamrafell, langstærsta skip íslendinga. Samvinnutryggingar voru eftir tíu ára starf orðnar stærsta tryggingafélag landsins. Sambandið var meðal stofnenda Alþjóðasamvinnubankans. 1957 Útflutningsdeild Sambandsins var skipt í Búvörudeild og Sjávarafurðadeild; Valgarð J. Ólafsson varð framkvæmda- stjóri hinnar síðarnefndu, en Lúðvík Jónsson tók við skrif- stofunni í New York. Þá var að nýju sett upp skrifstofa í Hamborg sem Agnar Tryggvason veitti forstöðu, en Ásgeir Magnússon varð framkvæmdastjóri í Kaupmannahöfn. Mjór er mikils vísir. SamvinnusparisjóSurinn og: síðar Samvinnubank- inn eru mikilvægar jijónustustofnanir sem einnig stuðla að fjárhags- legu sjálfstæði samvinnuhreyfingarinnar. íslensk alþýða nokkrum milljónum ríkari Jónas frá Hriflu var um áratuga skeið öflugasti mála- fylgj umaður samvinnustefnunnar á íslandi. Á þeim vett- vangi kvaddi hann sér fyrst hljóðs í Tímariti samvinnufé- laganna 1915, þegar Hallgrímur Kristinsson var nýorðinn erindreki samvinnufélaganna erlendis; vildi Jónas þá þegar ákveða næsta skref, stofnun samvinnuheildsölu í Reykjavík undir forustu Hallgríms. Hér verða tekin upp aðalatriði greinarinnar er hét Heildsala samvinnufélaga. Kaupfélagsstefnunni hefir drjúgum miðað áfram á síðustu árum hér á landi. í allmörgum byggðum hafa kaupfélögin, nú orðið, gersamlega yfirtökin í verslunar- málum, og í öðrum minnkað kaupmannaveldið til stórra muna. Ekki leið á löngu áður en glögglega sáust heilla- vænleg áhrif samvinnustefnunnar í þeim sveitum þar sem hún var lengst á veg komin. Þau héruð eru nú á undan á nærfellt öllum sviðum, og þar líður fólkinu best, bæði líkamlega og andlega. Byggðirnar mundu bera þegj- andi vott um undramátt samvinnunnar þó að engar tölur væru til að skýra þetta efni... En nú verður að gæta þess að þó kaupfélögin séu góð, þá eiga þau þó enn eftir mikið óunnið að takmarki sínu. Kaupfélögin okkar, jafnvel hin bestu, eru í höndum kaup- manna aff mestu leyti. Þau hafa losað nokkurn hluta þjóðarinnar úr klóm smásalanna (kaupmannanna) hér á landi. En sjálf verða þau að skipta við umboðsmenn og stórkaupmenn sem eru, að sínu leyti, engu mildari í verslunarsökum heldur en smákaupmennirnir.--------- Sú leið, sem hér verður bent á, er: að kaupfélögin myndi nú á næstu árum heildsölu íslenskra samvinnu- félaga, og aff hún hafi bækistöffu sína í Reykjavík, og aff ráðanautur samvinnufélaganna sé sjálfkjörinn for- stjóri hennar. Mjög margt mælir með þessari framkvæmd, en fátt eða ekkert á móti. Fyrst er hin erlenda reynsla, sem nú hefir verið lýst... í öðru lagi er sorgleg reynsla okkar sjálfra frá ánauð- artímunum í þrældómshúsum danskra og íslenskra stór- sala. í þriðja lagi er ásókn umboðssalanna í Reykjavík — því allir vilja þeir koma sér vel við kaupfélögin. Þeir þjóta nú upp, hver um annan þveran: gamlir hálfupp- flosnaðir kaupmenn og barnungir nýgræðingar. Og flestir eða allir græða þeir, eða lifa að minnsta kosti eins og þeir væru ríkir menn. Ef efnalausir og reynslulitlir unglingar og skipreika kaupahéðnar geta náð í mikil verslunarsam- bönd undir eins og hagnast á þeim, þá ætti að vera létt fyrir kaupfélögin að standa straum af einni heildsölu- skrifstofu í landinu sjálfu. í fjórða lagi léttir sú breyting, sem er að verða á siglingum til útlanda, mjög fyrir þess- ari hreyfingu. Höfnin í Reykjavík er nú hálfsmíðuð eða meira. Eftir tvö, þrjú ár verður hún fullgerð. Um sama leyti verða strandbátar Eimskipafélagsins teknir til starfa og Norðurálfuófriðnum lokið. Þá rennur upp nýtt tímabil í verslunarsögu íslands. Reykjavík verður miðstöð allrar verslunar í landinu, með mjög tíðum ferðum til útlanda ... Við höfnina í Reykjavík verða byggð mikil vöru- geymsluhús sem leigð verða hverjum þeim heildsala sem vill og getur notað þau. Þar verður vörunum skipað upp með litlum kostnaði og þær geymdar þar um stund uns þær verða fluttar með strandbátunum inn á hverja einustu smáhöfn sem vera vill. Þetta mun verða megin- straumur viðskiptanna þó að talsvert af varningi verði 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.