Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 27
Að hjálpa hinum fátæku til að vera með Hér fara á eftir kaflar úr grein Sigurðar Jónssonar: Geta kaupfélög komið í stað kaupmanna? sem birtist í Ófeigi og Tímariti kaupfélaga 1896. Hér fjallar hann um baráttu kaupfélaganna gegn skuldaverslun og sýnir að tvær hliðar eru á því máli. Nú þegar Kaupfélag Þingeyinga hefir náð því takmarki að eiga nægan vetrarforða skuldlausan, mun varla vera hætt við því að félagsmenn kosti eigi kapps um að halda áfram þeirri reglu. En hér má eigi framsókn félaganna nema staðar.... Álít ég ... að Kaupfélag Þingeyinga þurfi að halda áfram að safna fé og geti líka gert það ... Nóg mun verða með féð að gera. Reynslan og ýmisleg ókomin atvik munu leiða það í ljós, og nú þegar sýnist mér nauð- synleg verkefni blasa við. Félagið þarf að eiga varasjóð ef sérleg óhöpp eða verulegt verslunarhallæri ber að höndum. Ég tel og eigi síður nauðsynlegt að félagið hafi aukafé sem geti orðið meðal til þess að hjálpa hinum fátæku til að vera með í félaginu. Það er þetta síðasta atriði sem Kaupfélagið má alls eigi ganga fram hjá. Að því leyti sem ég þekki til annarra kaupfélaga ... þá finnst mér fátæklingnum nærri því alveg bægt frá því að geta orðið kaupfélagsmaður. Ullarinnleggið hjá hinum fjárfáa sveitabónda hrekkur ekki nærri fyrir ársþörfum hans. Tvævetra sauði á hann ekki til, en félagið vill ekki annað sauðfé. Hvemig á svo fátæklingurinn að koma sér upp sauðastofni þegar hvorki félagið né nokkur annar vill rétta honum hjálparhönd? — Ég sé eigi betur en að hann sé lokaður úti í nepjunni og geti enga von haft um það að komast í ylinn hjá félaginu. Kaupfélag vort á það lof skilið að það hefir sýnt talsverða viðleitni í því að hjálpa fátæklingum til þess að vera með. Með því hefir það eigi aðeins sýnt sjálfsagða mannúð og borgaraleg hyggindi í þvi að koma í veg fyrir sveitarvandræði í mörg- um tilfellum, heldur hefir það og með því sýnt að það skildi frumtök sín og gerði sér markmið sitt ljóst: að geta komið í stað kaupmanna. En betur má ef duga skal. Ef félagið kostar eigi kapps um að koma svo ár sinni fyrir borð að það geti látið alla hina fátæku og máttar- litlu vera með, þá er sú hugsjón þess sápubóla að kaup- Sigurður Jónsson í Ystafelli (1852—1926) var löngum meðal forustu- manna Kaupfélags Þingeyinga, ritstjóri Timarits kaupfélaganna 1907—16 og í stjórn Sambandsins frá því hún kom til sögunnar 1909 til þess að hann tók við ráðherraembætti (1917—20) fyrstur sam- vinnumanna. félag geti komið í stað kaupmanna. Ef kaupmaðurinn á að annast alla hina fátæku og lítilsigldu, þá sýnast mér kaupfélögin sneiðast sínum mesta ljóma; þá sýnast mér störf félaganna til þjóðþrifa meira en hálfu minna virði en ella ... Ekki ætla ég mér að halda því fram að félögin eigi eingöngu með beinum fj árframlögum að lána fátækling- unum meðan þeir eru að rétta við, þótt ég líti svo á að kaupfélagsmenn bæði geti gert það og eigi að gera það að nokkru leyti, heldur vil ég að félögin einkum útvegi bráðabirgðalán og ábyrgist lánin. Til er og enn hand- hægara meðal. Þegar verslunin gengur vel, eins og síðast- liðið ár, og menn sem mikið innlegg hafa haft, eiga tals- verðan afgang sem innieign í reikningi sínum í félags- deildinni, þarf eigi annað en taka ekki þessa inneign út, heldur láta hana standa óhreyfða á góðum vöxtum í deildinni. Þá getur deildin leyft hinum fátæku að skulda jafnmikla upphæð sem innieign efnamanna er... 1921 Sjö félög gengu í Sambandið og voru þá alls orðin 39, en höfðu verið 10 árið 1916. Fyrir samvinnuhreyfinguna einkennist þetta ár af baráttu við verslunarskuldimar sem enn fóru vaxandi því að afurða- verð var lágt og hagur bænda bágur. Sambandið og mörg kaupfélögin lögðust af alefli á þá sveif að spara innkaup og koma jafnvægi á viðskiptin. Utsvarsálögur surfu nú fast að samvinnufélögunum; urðu su® að draga úr starfsemi sinni þeirra vegna, og kom jafn- vel til orða að flytja aðalstöðvar Sambandsins frá Reykja- vik af þeim sökum. Úr þessu var bætt með Samvinnulögun- Ulh 1921. Voru þá viðskipti samvinnufélaga við félagsmenn sína gerð útsvarsfrjáls, en húsaskattur lagður á í staðinn. Einnig í öðrum greinum mörkuðu Samvinnulögin réttar- stöðu samvinnufélaganna og kváðu á um starfshætti þeirra. í samræmi við Samvinnulögin var lögum Sambandsins breytt þannig, að fulltrúafjöldi félaga á aðalfundi Sam- bandsins fór ekki lengur eftir viðskiptamagni þeirra, heldur f élagsmannaf j ölda. Sambandið keypti Garnastöðina í Reykjavík sem stofnuð var að tilstuðlan þess tveimur árum áður; hún var þó enn um sinn rekin af öðrum. Sambandið komst að viðskiptum við Hambro’s bankann breska sem auðvelduðu skrifstofunni í Leith milliliðalaus innkaup þar í landi. Settar voru nýjar reglur um framkvæmdastjórn Sambands- ins: við hlið forstjóra (Hallgríms Kristinssonar) voru fjórir framkvæmdastjórar sem stýrðu Útflutningsdeild (Jón Árna- son, Innflutningsdeild (Aðalsteinn Kristinsson) og skrif- stofunum í Kaupmannahöfn (Oddur Rafnar) ogLeith (Guð- mundur Vilhjálmsson). 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.