Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 62
KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA, Borgarnesi
Ólafur
Sverrisson
Kaupfélag Borgfirðinga,
Borgarnesi var stofnað 4.
janúar 1904 í Deildar-
tungu. Núverandi kaupfé-
lagsstjóri er Ólafur Sverr-
isson. Fyrsta stjórn: séra
Jóhann Þorsteinsson,
Stafholti, formaður, Jón
Blöndal, læknir, Stafholts-
ey, Jóhann Björnsson,
bóndi, Bakkakoti. Félagið
gekk í Sambandið 1936.
Núv. stjórn skipa: Daníel
Kristjánsson, skógarvörð-
ur, Hreðavatni, formaður,
Magnús Sigurðsson, bóndi,
Gilsbakka, varaformaður,
Gunnar Guðbjartsson,
bóndi, Hjarðarfelli, ritari,
Halldór E. Sigurðsson,
ráðh., Borgarnesi, Kjart-
an Eggertsson, bóndi, Ein-
holti, Magnús Kristjáns-
son, bóndi, Norðtungu,
Ragnar Olgeirsson, bóndi,
Oddsstöðum. Til vara:
Jakob Jónsson, bóndi,
Varmalæk.
í Borgarnesi rekur fé-
lagið tvær kjörbúðir, vefn-
aðarvöruverzlun, bús-
áhalda- og bókabúð,
málningar- og járnvöru-
deild, olíusöludeild og
ferðamannaverzlun, sölu-
deild fyrir fóður, timbur,
steypustyrktarstál o. fl.
auk brauðgerðar og brauð-
búðar. Þá rekur félagið
þriðja stærsta mjólkur-
samlag landsins, kjötiðn-
aðarstöð, kjötmjölsverk-
smiðju, bifreiða- og yfir-
byggingaverkst., bifr.stöð
og einnig frystihús, reyk-
hús og eitt af fullkomn-
ustu sauðfjársláturhúsum
landsins. Félagið er einn
af stærstu hluthöfunum í
Hótel Borgarnesi, í Vír-
neti hf. og það á hlut í
Skallagrími hf., sem gerir
út farþega- og bílaferjuna
Akraborg. Félagið hefur
um árabil gefið út tímarit,
Kaupfélagsritið. Félagið
rekur útibú á Akranesi,
Hellissandi og Ólafsvík og
verzlun og veitingahús á
Vegamótum á Snæfells-
nesi. Heildarsalan 1975 var
2.889.222 þús. kr. Fastir
starfsmenn 240, en félags-
menn 1249 talsins.
Frá Borgarncsi; verzlunarhús Kaupfélags Borgfirðinga.
KAUPFÉLAG HVAMMSFJARÐAR, Búðardal
Steinþór
Þorsteinsson
Kaupfélag Hvamms-
fjarðar, Búðardal, var
stofnað 19. janúar 1900, að
Hjarðarholti. Núv. kaupfé-
lagsstjóri er Steinþór Þor-
steinsson. Fyrsta stjóm:
Jens Jónsson, hreppstjóri,
Hóli, form., séra Kjart-
an Helgason, prestur í
Hvammi, Jón Guðmunds-
son, bóndi, Ljárskógum.
Félagið gekk í Sambandið
1920. Núv. stjóm: Ásgeir
Bjarnason, alþm., Ásgarði,
formaður, Halldór Þórðar-
son, hreppstj., Breiðaból-
stað, Elis Þorsteinsson,
vegaverkstj., Hrappsstöð-
um, Kristmundur Jóhann-
esson, bóndi, Giljalandi,
Hörður Haraldsson, bóndi,
Sauðafelli, Kristján
Magnússon, bóndi, Selja-
landi, Guðmundur Jóns-
son, bóndi, Emmubergi.
í Búðardal rekur félagið
matvörukjörbúð, bygginga-
og fóðurvörudeild, bóka-
búð, söluskála og vara-
hluta- og járnvörudeild.
Einnig starfrækir félagið
trésmíðaverkstæði, bíla-
og búvélaverkstæði og fæst
við vöruflutninga. í Búð-
ardal er einnig nýbyggt
sláturhús_ í eigu kaupfé-
lagsins. í samlögum við
sláturhús rekur félagið
einnig kjötfrystihús í
Búðardal. Heildarsalan
1975 var 454.374 þúsund
kr. Fastir starfsmenn 31%,
en félagsmenn 248 talsins.
Frá Búðardal; verzlunarhús Kaupfélags Hvammsfjarðar.
KAUPFÉLAG SAURBÆINGA, Skriðulandi
Þorsteinn
Sæmundsson
Kaupfélag Saurbæinga,
Skriðulandi var stofnað
20. janúar 1898, að Staðar-
hóli. Núver. kaupfélags-
stjóri er Þorsteinn Sæm-
undsson. Fyrsta stjórn:
Torfi Bjarnason, skólastj.,
Ólafsdal, formaður, Einar
Guðbrandsson, bóndi,
Hvítadal, Benedikt Magn-
ússon, kennari, Ólafsdal.
Félagið gekk í Sambandið
1920. Núv. stjóm: Kristj-
án Sæmundsson, bóndi,
Neðri-Brunná, form., Sig-
urður Þórólfsson, oddviti,
Fagradal, Sturlaugm- Eyj-
ólfsson, bóndi, Efri-
Brunná, Sigurjón Torfa-
son, bóndi, Hvítadal, Bald-
ur Gestsson, bóndi, Orms-
stöðum.
Á Skriðulandi rekur fé-
lagið verzlun og sláturhús.
Heildarsalan 1975 var 140.
520 þús. kr. Fastir starfs-
menn 5, en félagsmenn 32.
Frá Skriöulandi.
58