Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 34
Vöruskemma Sambandsins við Reykjavíkurhöfn, reist 1930. Þar var geymdur heildsölulager Sambandsins og vörur sem umskipa varð vegna kaupféiaganna, og ennfremur var þar fóðurblöndun. 1943 Verslunin var enn mjög hagstæð og afurðasala greiðari en árin áður. Ríkið tók sjálft að sér áburðasölu og grænmetisverslun sem Sambandið hafði annast um árabil. Út kom bók Gísla Guðmundssonar, Samband íslenskra sam- vinnufélaga 1902—1942. Fyrirhuguð var margs konar ný starfsemi, meðal annars þátttaka í stofnun áburðarverksmiðju. '—----------------------------------------------- Innflutningshöft Áratugina 1930—1960 var innflutningsverslunin lengst af háð leyfum að meira eða minna leyti, stund- um svo að ófullnægt var eftirspum eftir flestum flokkum innfluttra neysluvara. Samvinnumönnum þótti félagsverslun sinni sniðinn þröngur stakkur til vaxtar og sóknar ef innflutningsréttur hennar óx ekki með vexti félagsskaparins. Aðalfundur Sam- bandsins 1940 ályktaði svo um innflutnings- og gjald- eyrismál: Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn að Laugarvatni 24. júní 1940, skírskotar til þeirra samþykkta í innflutnings- og gj aldeyrismálum sem gerðar hafa verið á undanförnum aðalfundum Sam- bandsms og beinir því til Sambandsstjórnar að bera enn á ný fram kröfur til ríkisstjórnar og Gjaldeyris- nefndar um að framkvæmd innflutningshaftanna verði hagað þannig að samvinnufélögin fái innflutn- ing á algengum verslunarvörum í hlutfalli við fólks- fjölda sem félagsmenn hafa á framfæri sínu, til þess að tryggja — eftir því sem unnt er — að landsmenn geti haft viðskipti sín við kaupfélög eða kaupmenn eftir eigin ósk. í þessu sambandi vill fundurinn benda á að síðan komvörur voru settar á frílista, hafa Sambandsfélögin selt að meðaltali allt að helmingi af innflutningi þess- ara vara til landsins, og ættu félögin því að fá inn- flutt hlutfallslega svipað magn af haftavörum, eins og til dæmis byggingavörum, vefnaðarvörum, skó- fatnaði og búsáhöldum, til þess að félagsmenn neyðist ekki til að kaupa þær vörur að nokkrum hluta hjá kaupmönnum... > "1 — Afurðasalan Frá því heildverslun Sambandsins í Reykjavík var komin á fastan fót um 1920, snerust framkvæmdir samvinnuhreyfingarinnar meira um afurðasölu en innflutningsverslun. Vegna sölutregðu á saltkjöti og síðar einnig salt- fiski var farið að frysta kjöt og fisk. Kaupfélögin höfðu forustu um byggingu frystihúsa og fjárfestu mikið í þeim. Markaðsöflun fyrir freðkjöt var verk Sambands- ins. Það tók einnig þátt í að koma saltfiskverkuninni á félagslegan grundvöll og hóf að selja freðfisk; hefur það síðan átt sívaxandi þátt í útflutningi frystra sj áv- arafurða. Mjólkursala til þéttbýlisins var vaxandi tekjulind bænda í sumum héruðum. Með stofnun fullkominna mjólkurbúa um 1930 og Mjólkursamsölunnar í Reykja- vík 1935 var vinnslu og sölu mjólkur komið á sam- vinnugrundvöll. Sambandið leitaði á ný markaða fyrir lifandi pen- ing. Sauðasala var talsverð 1923 og 24 en féll þá niður; hrossasala mikil 1923 og síðan nokkur fram að stríði. Ull og gærur seldust misjafnlega og söfnuðust stund- um birgðir. Sambandið lagði mikla rækt við markaðs- leit fyrir þessar vörur og tók þær einnig til vinnslu í verksmiðjum sínum. 1944 Vandkvæði á flutningi og innkaupum drógu úr verslun Sam- bandsins. Innkaup helstu vara varð að gera í samlögum við heildsala. í árslok voru nær 93% af rekstrarfé Sambandsins eigið fé eða eign sambandsfélaganna. Starfsemi ársins einkenndist af viðbúnaði að takast á við ný verkefni að stríðslokum. Samvinnan var stækkuð um helming. 1945 Friður komst á í Evrópu í maí, en viðskipti komust ekki í eðlilegt horf á árinu. Sambandið gat fátt ráðist í af fyrir- huguðum framkvæmdum, en unnið var að undirbúningi, meðal annars með lóðakaupum í Reykjavík. Sambandið fékk umboð fyrir nokkrar tegundir bifreiða. Fræðslustarf var aukið stórlega, fyrirlestrar, kvikmynda- sýningar og bókaútgáfa. Sambandið hóf að sjá kaupfélögunum fyrir verkfræðiþjón- ustu. Eitt félaganna sem sameinuðust í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis 1937, var Kaupfélag Reykjavíkur, stofnað 1931 og hafði sölubúð við Bankastræti frá 1933. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.