Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 24
SAMBANDIÐ 1917—1921 Upphaf heildsölu og verðfallsár 1917 Sambandið setti á stofn aðalskrifstofu og heildsölu í Reykja- vík. Hallgrímur Kristinsson var ráðinn framkvæmdastjóri (fyrstur manna því að áður hafði formaður Sambands- stjórnar haft framkvæmdastjórnina með höndum í hjá- verkum). Lögum Sambandsins var breytt: komið á samábyrgð aðildar- félaganna á skuldbindingum Sambandsins; innbyrðis sam- ábyrgð gerð að skilyrði fyrir aðild samvinnufélags að Sam- bandinu; tryggður réttur Sambandsins til að kanna hag, reikninga og starfshætti aðildarfélaga; og settar reglur um myndun varasjóðs og stofnsjóðs Sambandsins með hlið- stæðum hætti og í einstökum félögum; allt miðaði þetta að því að tryggja fjárhag og lánstraust Sambandsins þegar það sneri sér meira en áður að innkaupum fyrir kaupfélögin. Vegna stríðsins beindust vörukaup íslendinga mikið vestur um haf. Sambandið stofnaði skrifstofu í New York undir stjórn Guðmundar Vilhjálmssonar. Landsverslun sá að miklu leyti um vörukaup frá útlöndum, og dró það úr verk- efnum Sambandsins. Útbreiðsla samvinnuverslunar Mörg kaupfélög voru stofnuð á árunum 1918 til 1920 og gengu flest í Sambandið þegar í stað. Var raunar ólíkt hægara að koma á fót kaupfélögum nú þegar leita mátti til Sambandsins með flest viðskipti og njóta þar um leið leiðbeininga og félagslegs stuðnings. Einnig gengu mörg eldri kaupfélög í Sambandið á þessum árum. Á þeim árum þegar Sambandið sinnti mest afurða- sölu stóðu þau félög utan við það sem einkum voru sölufélög, bæði þéttbýliskaupfélög, sem að vísu voru enn fá og smá, og héraðskaupfélög sem störfuðu við hlið sérstakra sláturfélaga. Þannig höfðu kaupfélögin á Hvammstanga og Sauðárkróki gengið úr Samband- inu en sláturfélög komið í staðinn. Þau gengu nú í Sambandið á ný ásamt kaupfélögum Skaftfellinga, Eyfellinga og Grímsnesinga á svæði Sláturfélags Suð- urlands. Einnig gengu í Sambandið kaupfélög kaup- staðarbúa í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á Seyðis- firði og Akureyri svo og kaupfélög í ýmsum smærri þorpum á Austur- og Vesturlandi. Um þessar mundir varð samvinnuverslun almenn í Austur-Skaftafellssýslu og austanverðri Rangárvalla- sýslu, þar sem kaupfélög höfðu ekki starfað áður, svo og á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörðum, þar sem hún hafði átt erfitt uppdráttar eftir krepp- una 1907. Var nú svo komið að langflestir landsmenn áttu kost á að versla í kaupfélagi. Ritdeilur hófust milli samvinnumanna og kaupmannasinna. Fimm kaupfélög gengu í Sambandið, öll á Norðurlandi. Sigurður Jónsson varð ráðherra, og tók þá Jónas Jónsson frá Hriflu við ritstjórn Tímaritsins. Sigurður gerði breytingar á stjórn Landsbankans til að tryggja að samvinnufélög nytu þar hliðstæðrar fyrirgreiðslu og einkafyrirtæki. 1918 Utanríkisverslunin var nú að mestu komin í hendur ríkisins, Landsverslunar og Útflutningsnefndar, svo að verkefni Sambandsins þurru í bili. Kaupfélögum landsins tók að fjölga allört, en aðeins eitt gekk í Sambandið á árinu; þremur umsóknum var hafnað vegna ófullnægjandi samábyrgðar. Keypt var lóðin undir Sambandshúsið í Reykjavík. Haldið var þriggja mánaða samvinnunámskeið í Reykjavík, og í desember hófst annað námskeið lengra; er þetta talið stofnár Samvinnuskólans. Heimsstyrjöldinni lauk í nóvember. 1919 Hagur samvinnufélaganna hafði verið allgóður á striðsár- unum og batnaði enn 1919. Verðlag var ört hækkandi, eins og undanfarin ár, en íslenskar búsafurðir hækkuðu mun meira en aðfluttar vörur. Sambandið tók við miklu af viðskiptum kaupfélaganna og náði happasölu á gærum í Bandaríkjunum og á saltkjöti í Noregi (en þangað hafði saltkjötssalan beinst á stríðsár- unum og hélst svo meðan saltkjöt var flutt út að ráði). Heildsala Sambandsins hófst nú fyrst að marki. Garnastöðin í Reykjavík, byggð 1924, en garnahreinsun hófst í Reykja- vík 1919 að tilhlutan Sambandsins. V- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.