Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 9
„Michelangelo var nú gamall orðinn og þreytt- ur eftir mörg unnin stórvirki. Stutta stund naut hann sannrar vináttu göfugrar aðalskonu. Henni framar öllum öðrum afhjúpaði hann alla leyndardóma dulrænna en háleitra hugsana sinna. Þegar hún féll frá, lifði hann eins og einsetumaður í Róm. Hann bjó eins og öreigi, þótt í raun og veru hefði hann bræður sína á framfæri og ætti fjársjóð falinn í vinnustof- unni...“ Sjá grein um Michelangelo á bls. 16. „En víst er um það, að margur vesturfarinn hrakyrti Tryggva Gunnarsson óspart á bak — og jafnvel brjóst — og kenndi honum um, hversu dræmt peningagreiðslur bárust frá fs- landi fyrir ýmislegt, sem þeir höfðu selt gegn greiðslufresti fyrir brottför sína þaðan. Naum- ast hafa þeir þá vitað. hvílíkan kross þeir höfðu lagt á Tryggva, þegar þeir fólu honum að kalla eftir þessum greiðslum ...“ Sjá greinina Skipzt á skoðunum eftir Bergstein Jónsson sagnfræð- ing á bls. 20. „Svo fór Smádalabóndinn í vetrarúlpuna sína, dúðaði telpurnar sínar og Iokaði hlöðudyrunum rækilega, því að aldrei var að vita, hvenær hann kynni að hvessa. Kannski er byrjað að rökkva, og kannski tunglkarlinn á gægjum yfir fellinu, þegar þau leiðast heim túnið — lágvax- inn bóndinn í miðjunni, Dúfa hægra megin við hann, Lóa vinstra megin, og langir skuggar á gljánni. Og Gormur trítlandi spölkporn á und- an...“ Sjá Feðgin í Smádölum, nýjan sögu- kafla eftir Jón Helgason á bls. 24. „Alltaf öðru hverju hafa þær raddir heyrzt, að æskilegt og nauðsynlegt væri að setja á stofn útibú í byggðahverfunum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að verzlunarrekstur er orðinn svo dýr og erfiður, að miðað við þann fjölda fólks sem býr hér um slóðir, tel ég það fráleitt — nema ef til vill í nýjasta og fjölmennasta hverf- inu. Þróunin erlendis er líka sú, að verzlanir verða færri og stærri. Og langflestar stórverzl- anir eru reistar utan við borgirnar ...“ Sjá við- tal við Jón Sigurðsson, kaupfélagsstjóra Kaup- félags Kjalarnesþings, á bls. 28. „Ég fæ þá aftur inn í salinn og saman skoðum við muni úr gröf Tut-ankh-amens, sem fannst 1922. Sá kóngur vann sér það eitt til frægðar að deyja á unglingsárum fyrir þrjátiu og þrem öldum, en hans gröf er víst bezt varðveitt allra grafa, sem upp hafa verið brotnar úr fornum tíma egypskum, full af djásnum og stórkost- legum húsgögnum svo ég kemst ekki hjá að undrast hvílíkt hafurtask piltur þessi var lát- inn hafa með sér yfir á land hinna dauðu ...“ Sjá grein eftir Sigvalda Hjálmarsson á bls. 32. ^ Samvinnan Desember 1975, 9.—10. hefti. 69. árg. Útgefandi: Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Af- greiösla og auglýsingar: Gunnar Guðna- son. Ritstjórn og afgreiðsla: Suðurlands- braut 32, sími 81255. Áskriftarverð: 1500 krónur, i lausasölu 200 krónur hvert hefti. Gerð myndamóta: Prentmyndastof- an hf. Litgreining á forsíðu: Prentmynd sf. Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. 16 Eilíf listaverk á tímum spill- ingar, sagt frá Michelangelo í tilefni af 500 ára afmæli hans. 20 Skipzt á skoðunum, vesturís- lenzkur menntamaður og ís- lenzkur athafnamaður skrif- ast á, eftir Bergstein Jónsson, sagnfræðing. 24 Feðgin í Smádölum, nýr sögu- kafli eftir Jón Helgason. 27 Vangaveltur. 28 Byggðin er allt í kringum okk- ur, rætt við Jón Sigurðsson, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Kjalarnesþings, í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. 31 Jólakrossgáta Samvinnunnar. 32 Dauðinn var hámark lífsins, ferðapunktar frá Egyptalandi eftir Sigvalda Hjálmarsson. 36 Æskulýðsmál og orkumál voru efst á baugi, sagt frá mið- stjórnarfundi Alþjóðasam- bands samvinnumanna. 38 Sagt. 39 Haustferð, — smásaga eftir Trausta Ólafsson. 40 f góðu yfirlæti hjá Centro- soyus, Ólafur Sverrisson kaup- félagsstjóri í Borgamesi, segir frá Rússlandsför haustið 1974. 43 Visnaspjall. 44 Frá fundi kaupfélagsstjóra. 46 OK í Sviþjóð. 51 Barnasíðan 60 Verðlaunagetraun FORSÍÐAN: Þrengslin að vetri. Ljósmyndina tók Mats Wibe Lund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.