Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Síða 10

Samvinnan - 01.12.1975, Síða 10
Eilíf listaverk á tíniuin spillindar s»u M Michelangelt í tilefni af 500 ára afmæli hans Sjálfsmynd eftir Michelangelo. Gjörvallri Plórenz-borg var hulin ráðgáta, hvað var að ger- ast bak við timburvegginn háa. Mánuðum og nú árum saman höfðu vegfarendur heyrt þung- an hávaðann, þegar hamarinn skall af afli á meitlinum. En eins og allir vissu, þá hafði þessi margumtalaða marmara- hella verið eyðilögð, þegar myndhöggvarinn, sem lét gera helluna, háa og óheyrilega mjó- slegna, hjó stórt og þríhyrnt gat niður við fótstallinn. Marg- ur listamaðurinn hafði síðan litið helluna girndarauga, en þó stóð hún ósnert áratugi, eins og ósigraður risi. En þá var það einn mánu- dagsmorgun (13. seþtember 1501), að hinn ungi Michel- angelo Buonarroti gekk fram með meitil í hönd til að fást við risann. Hann stritaði stanz- laust í 4 ár. Þegar dómararnir sáu, hverju hann hafði fengið áorkað, gáfu þeir honum um 400 gulldúkata i heiðurslaun og buðu honum að velja styttunni stað. Án þess að hika valdi Michelangelo stað þar, sem mest bar á i Flórenz, fyrir framan þungbúna höllina við „Torg aðalsins". Fjörutíu menn strituðu í fjóra daga við að flytja stytt- una á sinn stað. Og þann dag í dag stendur Davíð, risabani, og horfist í augu við óvin sinn, Goliat. Sérhverjum galla hell- unnar hafði verið breytt í lista- verk. Steinninn, alltof langur og eftir því mjór, var orðinn að stæltum likama hnarreists iþróttamanns. Gatið við fót- stallinn myndaði bilið milli sterkra fótleggjanna. Vöðvar, sinar og sérhver æð i þöndum líkamanum eru mótuð af frá- bærri nákvæmni, rétt eins og funheitt blóð ungs bardaga- manns streymi þar um. Eins og öll listaverk Michelangelos, er Davið ekki aðeins mynd, höggv- in i stein. Hann er lifandi sann- leiki. Enn þá gengur margur Golíat laus i heiminum og Da- íðarnir ganga enn til móts við þá með hnyklaðar brúnir og óttalaus augu. • FÉKK GÁFUNA ÚR MJÓLK FÓSTURMÓÐUR SINNAR Michelangelo di Ludovico Bu- anarroti Simoni fæddist 1475 í Capnese við upptök Tíberfljóts i Mið-ítalíu. Brjóstmylkingn- um var komið í fóstur hjá konu steinhöggvara, og siðar sagði Michelangelo oft í gamni, að úr mjólk fósturmóður sinnar hefði hann fengið gáfuna og löngun- ina til að hamra grjót. Móðir hans dó, þegar hann var aðeins 6 ára, og hann var orðinn sextugur, þegar hann komst næst í kynni við ástúð og umhyggju elskandi konu. Hann ólst upp í grófu umhverfi karlmannanna, meðal eigin- gjarnra, smáborgaralegra bræðra, sem betluðu af honum allt hans lif. Faðir hans var heimtufrekur karl, síkvartandi. Drengnum gekk illa í skóla. Hann teiknaði öllum stundum, og var barinn, en er það bar engan sýnilegan árangur, var hann barinn aftur og meira. Þróttinn til að standast fleng- ingarnar tókst að berja úr veikbyggðum líkama hans, en listamaðurinn stóð óbrotinn eftir. Buanarroti vildi fyrir hvern mun hafa eitthvert gagn af þessum þrjózka strák sínum, og Séð' yfir Sistínsku kapclluna í Róm. 1811 flíi II Engill. Mynd úr marmara, gerð 1494—95.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.