Samvinnan - 01.12.1975, Page 14
Skipztá
skð&inum
Vesturíslenzkur mennta-
maður og
íslenzkur athafnamaður
skrifazt á
Eftir
Bergstein Jónsson
sagnfræðing
Það gerðist um svipað leyti,
að hafinn var áróður fyrir hóp-
flutningum fólks af íslandi til
Vesturheims, útbreiðslu Gránu-
félags á Norður- og Austurlandi
og stofnun fleiri áþekkra félaga
víða um land, og kröfum Þjóð-
vinafélagsins til aukins stjórn-
frelsis handa íslendingum. Eft-
ir fund áhugamanna um öll
þessi málefni, haldinn á Akur-
eyri á útmánuðum 1873, voru
þrír menn gerðir út af örkinni,
hver með afmarkað verksvið.
Var Tryggva Gunnarssyni fal-
ið að reka ýmis erindi á veg-
urn Gránufélags, Eggert bróður
hans að tala máli Þjóðvinafé-
lagsins og vinna bændur til
stofnunar verzlunarfélaga, og
Þorláki Gunnari Jónssyni á
Stórutjörnum að fá menn um
allt land til vesturferðar á
komanda sumri.
Þremenningar þessir urðu
samferða frá Akureyri til
Reykjavíkur síðla vetrar 1873
og héldu fundi í Skagafirði og
Húnaþingi. Þeir höfðu þá um
árabil átt mikið saman að
sælda í samtökum þingeyskra
bænda og félagsmálaforkólfa,
einkum Tryggvi og Þorlákur.
En samfylgd þeirra Þorláks og
Eggerts frá Reykjavík austur
um sveitir Suðurlands og siðan
um Múlasýslur, þar sem annar
talaði máli Þjóðvinafélags og
verzlunarsamtaka bænda, en
hinn boðaði landflótta, virðist
hafa orðið grundvöllur ævi-
langrar alúðarvináttu. Reyndar
var sú vinátta eingöngu rækt
bréflega eftir 1873, en margt
hefur geymzt, sem vitnar um
hana.
í riti Thorstinu Jackson (síð-
ar Walters), Sögu íslendinga í
Norður-Dakota, er eftirfarandi
samantekt frá hendi Níelsar
Steingríms Thorlakssonar um
foreldra hans og fjölskyldu:
„Þorlákur Gunnar Jónsson
var fæddur 16. ágúst 1824 við
Berufjörð í Suður-Múlasýslu.
Foreldrar hans voru Jón ív-
arsson og Rannveig, dóttir séra
Magnúsar Erlendssonar próf-
asts að Hrafnagili í Eyjafirði...
Ólst Þorlákur upp hjá foreldr-
um sínum, sem fluttu til Eyja-
fjarðar. Hann varð skrifari hjá
Sigfúsi Schulesen á Húsavik,
sýslumanni Þingeyinga, og
kvæntist þar Henriette Louise
Nielsen, dóttur Nielsens faktors
af norskum ættum, en móðir
hennar var ættuð úr Skaga-
firði. Þau fluttust þaðan að
Stórutjörnum í Ljósavatns-
skarði og bjuggu þar lengst af,
þangað til þau fluttu til Am-
eríku. Þorlákur var lengi hrepp-
stjóri í Ljósavatnshreppi, þótti
ágætur hreppstjóri, og gott
varð mörgum að leita til.hans.
Var oft gestkvæmt hjá þeim, og
þótti gott að heimsækja þau.
Þau Þorlákur og kona hans
eignuðust 9 börn, 6 drengi og 3
stúlkur, sem öll urðu fullorðin.
Elztu synir þeirra, Haraldur og
Páll, fóru til Ameríku 1872, Har-
aldur með konu sína Maríu,
dóttur Sigurðar Guðnasonar
hreppstjóra á Ljósavatni. Árið
1873 fluttu þau Þorlákur með öll
hin börnin ásamt fyrsta stóra
hópnum, sem flutti vestur. Var
Þorlákur sá, sem var helzti
hvatamaður útflutningsins.
Fluttu þau til Mihvaukee, Wis-
consin, og var þar tekið á móti
þeim af Haraldi og Maríu
snemma í ágúst; en Páll mætti
hó'pnum i Quebec og fylgdi
þaðan þeim, sem til Bandaríkj-
anna fóru. í Milwaukee var
Þorlákur og fjölskylda hans um
tveggja ára tíma, unz þau
fluttu til Shawano-sýslu,1)
norðar i Wisconsin, ásamt Har-
aldi og Maríu og börnunum
hinum, nema Rannveigu dótt-
ur þeirra, sem giftist í ágúst
1875 norskum bónda i Winne-
conne-sýslu, Wisconsin, Tönnes
Miller að nafni. Páll kom líka
norður. Myndaðist þá Sha-
wano-nýlendan.
Hér tók Þorlákur land og bjó
þar, þangað til þau fluttu 1879
ásamt Haraldi og Maríu til ný-
lendunnar í Pembina, sem þá
var nýmynduð, og námu land
þar sem kallað er í Vík (nú
Mountain). Fluttust systkinin
hin um sama leyti, nema Jak-
obína, sem gifzt hafði norskum
manni, Gentoft Isaksen, og
Steingrímur, sem þá var í skóla
í Decorah, Iowa. Giftist Val-
gerður nokkru seinna Sigurjóni
Sveinssyni, sem numið hafði
land við Garðar.
Bræðurnir Jón, Þorsteinn og
Björn tóku sér allir land suð-
vestur af Mountain. Jón kvænt-
ist skömmu seinna Petrínu
Guðnadóttur; Þorsteinn Hlað-
gerði Laxdal, og Björn Ingu,
dóttur Jóhanns Stefánssonar.
Bjuggu þau Jón og Petrína á
landi sinu fram undir aldamót-
in. Fluttu þá á land nálægt
Milton og bjuggu þar, þangað
til þau fluttu norður, ásamt
börnum sínum, til Manitoba.
Björn dó á landi sínu skömmu
eftir aldamótin. Þorsteinn var
skömmu áður hættur landbún-
aði og vann að ýmsum verzl-
unarstörfum, þangað til hann
litlu eftir aldamótin flutti á-
samt fjölskyldu sinni til Mani-
toba. Var Haraldur mest við
verzlun, fyrst á landi sínu
skammt fyrir sunnan Moun-
tain, svo í húsi Páls að honum
látnum, og síðar í búð, sem
hann byggði rétt hjá. Laust
fyrir aldamótin fluttu þau hjón
20