Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Síða 18

Samvinnan - 01.12.1975, Síða 18
Árið 1970 kom út smásagnasafn eftir Jón Helgason, „Maðkar í mysunni". Þá um haustið hlaut hann verðlaun úr Rithöfunda- sjóði ríkisútvarpsins. Saga úr þessu safni, Jarðakaup, hefur verið þýdd á ensku til birtingar í Icelandic Short Stories, úrvali ís- lenzkra smásagna frá tímabilinu 1874—1974, er gefið var út í Bandaríkjunum i ár. Nú í haust kemur út nýtt smásagnasafn eftir hann hjá bókaforlaginu Skuggsjá í Hafnarfirði, og nefnist það „Steinar í brauðinu“. Hér birtist kafli úr óprentaðri sögu eftir hann. Þessi kafli er til bráðabirgða nefndur Feðgin í Smá- dölum. Þær voru ekki háar til hnés- ins, telpurnar í Smádölum, þegar þær fóru að sitja um það að komast með pabba sín- um í fjárhúsin. Agnarlitlar nórur vildu þær óðar og upp- vægar fara með honum, jafn- vel í moldbyl og slagviðri, og margan daginn hafði hann borið þær i fangi sér, báðar tvær, á meðan það var gerlegt hugulsömum pabba, fremur smávöxnum manni: Haldið á þeim sinni á hvorum hand- legg, þegar þær gátu ekki keifað fönnina á stuttum fót- um sínum eða réðu ekki við sig i roki og illviðri. Þarna kúrðu þær dúðaðar i fangi hans, kannski að hálfu leyti innan undir úlpunni hans, og grúfðu litil andlit að hálsi hans, er þær náðu varla and- anum i stormi og kófi. Þegar þær stækkuðu, leiddi hann þær við hönd sér, Dúfu hægra megin og Lóu vinstra megin, og einlægt þessa sömu leið: Út í fjárhúsin og aftur heim. Og hvolpurinn Gormur, sem var líkastur á litinn og korgað fljótið, þegar kveikja kom i það á heitum sumardögum, snuðrandi i kringum þau. — Hvað sé ég, sagði ég einu sinni við hann þegar ég kom til hans í f j árhúshlöðuna í for- aðsveðri — ertu hér með báðar stelpurnar? Er Sigríður ekki heima? — O-jú, svaraði faðirinn hæglætislega og hallvikaði höfðinu, svo að hann sæi betur, hvort heystálið væri slétt — augun grá með ljósum hring- um í — og hóstaði dálitið, þvi að oft lagði mökk frá þjóðveg- inum upp á túnið, þegar bílarn- ir þutu hjá i þurrviðri á sumr- in, og ekki laust við ryk í heyinu stundum. Sei-sei jú — hún er heima. En það er þeirra lif og yndi, litlu skinnanna, að komast hingað í húsin, svo að ég reyni að paufast þetta með þær, ef ég get. Þær eru vel klæddar, angarnir. Þeim hef- ur aldrei orðið meint af þessu. — Þetta verða einhvern tima búkonur, sagði ég — að una sér hvergi nema í gripahúsun- um. — Ekki veit maður nú það, svaraði Ingvar af sömu hægð- inni og áður — margt, sem á eftir að móta barnshugann. En ég er að gera gælur við þá von, að skepnur muni alltaf eiga fremur góðu að mæta hjá þeim, hvar sem vegir þeirra kunna að liggja. Það er mað- ur að gera sér í hugarlund, hvað sem meira verður. Svo beygði hann sig niður til þess að hrista heyið, sem hann var búinn að leysa, áður en hann bæri hneppin fram á garðann. Fjárhúsin í Smádölum voru ekki háreist, né heldur fjár- húshlaðan: Þetta voru ekki neinar stórbyggingar. En hann hafði ekki látið undir höfuð leggjast að dytta að kofanum þeim arna, og það mátti gera striða landsynningsrumbu og rigna nokkra millimetrana frammi i Eyjum og út á Bakka, áður en vatn komst i þá. — Það hefur lukkazt vonum skár að halda kindunum þurr- um og þokkalegum hér inn- an veggja, sagði Ingvar, þegar talið barst að því. Og verja þessi strá, sem komust undir þak. Það var með húsin — þau voru ekki öll, þar sem þau voru séð utan af vellinum. Þau voru töfraheimur telpnanna, kvik af undarlegu lífi, hjúpuð rökk- urró, af því að gluggarnir voru litlir og birtan naum i skamm- deginu, og þar var allt öðru vísi en úti undir berum himni, þar sem dagsbirtunnar naut til fulls á meðan hún var, eða heima á bænum, þar sem mannfólkið lifði og hrærðist allar stundir. Og þetta dular- fulla líf fjárhúsanna og hlöð- unnar leyndi á sér. Það kom ekki allt upp i fangið á litlum telpum á svipstundu, heldur gaf sig fram smám saman: Sífellt bættist eitthvað nýtt við, eftir þvi sem þær eltust og stækkuðu — einlægt var eitthvað, sem þeim hafði sézt yfir og birtist þeim svo, þegar minnst varði: Hæ, hæ og hó — hér ég lika. Þessi hús voru eiginlega leik- svið — heilt þjóðleikhús með þeim andblæ, þar sem huldir heimar opnast fyrirhafnar- laust eins og ekkert sé sjálf- sagðara: Hvert sjónarsviðið laukst upp af öðru, og áður en varði var búið að galdra fram heilar fylkingar af alls konar verum — sumum svo skringi- legum, að það var varla hægt annað en hlæja að þeim, öðr- um drýldnum og íbyggnum eins og þær þættust heldur betur lúra á einhverju, nokkr- um svo skuggalegum, að telp- unum stóð ekki á sama, gat jafnvel borið við, að þeim bætti vissara að haldast í hendur eða færa sig í nám- unda við pabba sinn. Þannig varð allt kvikt i þessum hús- um, hvort sem það var lifandi eða dautt, og það, sem á kreik var komið — það varð ekki nein svipsýn, sem birtist og hvarf síðan, ekki neisti, sem kviknaði og dó, heldur gátu telpurnar alltaf látið það vitja sin á ný, þegar þær voru einu sinni búnar að koma auga á það. Og svo kom imyndunar- aflið, tvíefldara en nokkru sinni fyrr, og sagði: Vakið, vakið, og þegar þær voru lagzt- ar út af á kvöldin í rúminu í baðstofuhorninu, juku þær við það, sem þær höfðu séð i hús- unum. Unz hugarflugið varð að láta i minni pokann, og svefninn sigraði ímyndunina. Telpurnar í Smádölum kunnu engin skil á leiksviði. Þær urðu aftur á móti snemma læsar, og þess vegna fannst þeim heimur húsanna líkastur langri og skemmtilegri sögu, þar sem alltaf var eitthvað að gerast og einlægt mátti vænta þess, að nýir náungar skytu upp kollinum. En það voru líka aðalsöguhetjurnar i þessari sögu eins og öllum öðr- um. Þær höfðu stigið fram í fyrsta kapítula, svo að segja þegar þær mundu fyrst eftir sér. Það var til dæmis Ármann. Dúfu, sem var árinu eldri, fannst þó endilega, að hana rámaði i það, þegar Ármann varð til. Pabbi þeirra hafði komið heim með bút úr birki- stofni, þverbeygðan, og þegar hann var búinn að birkja þennan bút og þurrka, tók hann til að slípa hann og fága með sandpappír og skafa með glerbroti, þangað til hann var orðinn rennisléttur og silki- mjúkur átektar. Því að þetta átti að verða handfang á hey- stinginn hans í fjárhúshlöð- unni. Eitthvert kvöldið á vök- unni, þegar honum varð ekki annað fast við hendur, skar hann mannsandlit á hand- fangið. Það var skeggjaður karl, og ekki neitt fríður, stuttleitur og dálítið grettinn, en samt kankvís á svipinn, og það sat fast í Dúfu, að þær systurnar hefðu staðið við 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.