Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 22

Samvinnan - 01.12.1975, Side 22
Byggðin er allt í krinpm okkur Rætt við Jón Sigurðsson, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Kjalarnesþings, í tilefni af 25 ára afmæli félagsins Þegar brunað er á hrað- brautum út úr borginni, sést brátt á vinstri hlið eitt af yngstu kaupfélögum landsins, sem dafnað hefur vel undan- farin ár — Kaupfélag Kjalar- nesþings. Á þessu ári eru 25 ár liðin frá stofnun þess, og i tilefni af þvi heimsótti Sam- vinnan félagið og spjallaði við kaupfélagsstjórann, Jón Sig- urðsson: — Það mun hafa verið á miðju ári 1950, að menn tóku að hugleiða stofnun kaupfélags hér i hreppunum, Mosfellshr., Kjalarneshr. og Kjós, sagði Jón. — Aðalhvatamenn voru Guð- mundur Tryggvason i Kolla- firði og Ingólfur Gíslason í Fitjakoti. Boðað var til stofn- fundar hinn 15. október 1950. Kaupfélag Kjalarnesþings er með yngstu kaupfélögum á landinu; yngri eru aðeins tvö félög, Kaupfélag Grundfirð- inga og Kaupfélag Baufar- hafnar, og jafngamalt er Kaupfélag Vestmannaeyja. Mikill áhugi var á félags- stofnuninni á sínum tíma. Eins og marga rekur minni til var vöruskortur hér á landi fyrst eftir stríðið og helztu nauð- synjar skammtaðar. Mér hef- ur verið sagt, að kaupfélögin hafi fengið skömmtuðu vör- Hjördis Ólafsdóttir (til vinstri) og Úlfhildur Geirsdóttir (til hægri) við' afgreiðslu i matvörudeild hinn- ar nýju kjörbúðar Kaupfélags Kjalarnesþings í Mosfelissveit. 28

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.