Samvinnan - 01.12.1975, Page 23
Jón Sigurösson, kaupfélagsstjóri:
— Við höfum þegar talsverð við-
skipti frá Reykjavík.
urnar í samræmi við tölu
félagsmanna. Innflytjendur
miðuðu við hana, þegar þeir
deildu út hinum fágæta varn-
ingi. Ég var ekki kominn til
starfa hjá samvinnuhreyfing-
unni á þessum árum, en vann
við matvöruverzlun. Skömmt-
un var þá ekki mikil á mat-
vælum, nema hvað kaffi-
skömmtun var enn í fullum
gangi. Vefnaðarvaran var sér-
staklega eftirsótt og ýmsir
fleiri vöruflokkar. Mér sýn-
ist, að það hafi ýtt undir fólk
á þessum árum að gerast fél-
agar í kaupfélagi — meðal
annars til þess að geta orðið
sér úti um svolítinn auka-
skammt af þeim vörum, sem
erfitt var að fá.
• FLUTT FRÁ FITJAKOTI
1 1
1 / íH|,l ■
Starfsemin var fyrst til
húsa í skúrbyggingum, sem
fyrsti kaupfélagsstjórinn sem
ráðinn var af félaginu, Ingólf-
ur Gíslason í Fitjakoti, leigði.
Brátt kom á daginn, að þetta
voru bæði lítil og óheppileg
húsakynni, enda kemur
snemma fram að huga þurfi
að úrbótum í þeim efnum.
Sennilega hefur ekki þótt fýsi-
legt til frambúðar að hafa
verzlunina í Fitjakoti, þar sem
það er í Kjalarneshreppi, en
Mosfellshreppur var lang fjöl-
mennasti hreppurinn. Þar voru
byggð íbúðarhús og fólki fjölg-
aði nokkuð.
Félagið sótti þvi um lóð i
Mosfellshreppi og var úthlutað
einum hektara á þessum stað.
Þá er strax hafizt handa við að
byggja lítið verzlunarhús, sem
tekið er í notkun skömmu fyrir
jólin 1954. Sú verzlun var starf-
rækt, þar til nýja kjörbúðin
okkar leysti hana af hólmi á
miðju ári 1974.
• BYGGÐ ALLT í KRING
Þegar fram i sótti kom i ljós,
að það var rétt ákvörðun að
reyna að fá aðstöðu fyrir verzl-
unarrekstur hér í Mosfells-
hreppi. Fólkinu hélt áfram að
fjölga hér, en fækkaði í Kjal-
arneshreppi, svo að hann er
nú orðinn tiltölulega mjög fá-
mennur hreppur. Segja má, að
kaupfélagið sé alveg miðsvæðis,
því að byggðakjarnarnir eru
hér eiginlega allt í kringum
okkur. Það er Reykjahverfi,
Reykjalundarhverfi og Ála-
fosshverfi, og siðan kemur nýtt
hverfi nær Reykjavík, sem
heitir Hlíðartúnshverfi — það
er niðri á Lágafelli. Jafnhliða
því kemur nýtt íbúðarhúsa-
hverfi nær Varmá, sem heitir
Markholtshverfi. Þar er mesta
uppbyggingin, því að tiltölu-
lega lítið landssvæði er i Hliða-
túnshverfinu, svo að þar gat
ekki verið um að ræða nema
takmarkaða byggð. í fram-
haldi af Markholtshverfinu
kom til hverfi, sem kallað er í
daglegu tali Holtahverfi; það
er hið nýjasta sem verið er að
byggja — einbýlishúsin hérna
út með Leirvognum.
Allt bendir til þess, að hald-
ið verði áfram að byggja þar,
unz landrými þrýtur. Nokkru
vestar eru Blikastaðir, sem er
jörð i einkaeign eins og kunn-
ugt er. Bóndinn þar, Sigsteinn
Pálsson, hefur nú brugðið búi.
Blikastaðir voru um langt
skeið eitt af stórbýlum lands-
ins, en jörðin er nú ekki nytj-
uð á sama hátt og áður. Til
skamms tíma voru þar yfir
hundrað nautgripir, þar af um
70—80 mjólkandi kýr. Þarna
var því um að ræða búrekstur
sem var býsna stór í sniðum.
Búskap verður víst ekki haldið
áfram á Blikastöðum í fram-
Allir þekkja hina sérkennilegu
byggingu, þar sem kaupfélagið í
Mosfeilssveit hefur bensín- og
greiðasölu. Nú er í ráði að rífa
hana og byggja aðra, stærri og
fulikomnari.
29