Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1975, Blaðsíða 23
Jón Sigurösson, kaupfélagsstjóri: — Við höfum þegar talsverð við- skipti frá Reykjavík. urnar í samræmi við tölu félagsmanna. Innflytjendur miðuðu við hana, þegar þeir deildu út hinum fágæta varn- ingi. Ég var ekki kominn til starfa hjá samvinnuhreyfing- unni á þessum árum, en vann við matvöruverzlun. Skömmt- un var þá ekki mikil á mat- vælum, nema hvað kaffi- skömmtun var enn í fullum gangi. Vefnaðarvaran var sér- staklega eftirsótt og ýmsir fleiri vöruflokkar. Mér sýn- ist, að það hafi ýtt undir fólk á þessum árum að gerast fél- agar í kaupfélagi — meðal annars til þess að geta orðið sér úti um svolítinn auka- skammt af þeim vörum, sem erfitt var að fá. • FLUTT FRÁ FITJAKOTI 1 1 1 / íH|,l ■ Starfsemin var fyrst til húsa í skúrbyggingum, sem fyrsti kaupfélagsstjórinn sem ráðinn var af félaginu, Ingólf- ur Gíslason í Fitjakoti, leigði. Brátt kom á daginn, að þetta voru bæði lítil og óheppileg húsakynni, enda kemur snemma fram að huga þurfi að úrbótum í þeim efnum. Sennilega hefur ekki þótt fýsi- legt til frambúðar að hafa verzlunina í Fitjakoti, þar sem það er í Kjalarneshreppi, en Mosfellshreppur var lang fjöl- mennasti hreppurinn. Þar voru byggð íbúðarhús og fólki fjölg- aði nokkuð. Félagið sótti þvi um lóð i Mosfellshreppi og var úthlutað einum hektara á þessum stað. Þá er strax hafizt handa við að byggja lítið verzlunarhús, sem tekið er í notkun skömmu fyrir jólin 1954. Sú verzlun var starf- rækt, þar til nýja kjörbúðin okkar leysti hana af hólmi á miðju ári 1974. • BYGGÐ ALLT í KRING Þegar fram i sótti kom i ljós, að það var rétt ákvörðun að reyna að fá aðstöðu fyrir verzl- unarrekstur hér í Mosfells- hreppi. Fólkinu hélt áfram að fjölga hér, en fækkaði í Kjal- arneshreppi, svo að hann er nú orðinn tiltölulega mjög fá- mennur hreppur. Segja má, að kaupfélagið sé alveg miðsvæðis, því að byggðakjarnarnir eru hér eiginlega allt í kringum okkur. Það er Reykjahverfi, Reykjalundarhverfi og Ála- fosshverfi, og siðan kemur nýtt hverfi nær Reykjavík, sem heitir Hlíðartúnshverfi — það er niðri á Lágafelli. Jafnhliða því kemur nýtt íbúðarhúsa- hverfi nær Varmá, sem heitir Markholtshverfi. Þar er mesta uppbyggingin, því að tiltölu- lega lítið landssvæði er i Hliða- túnshverfinu, svo að þar gat ekki verið um að ræða nema takmarkaða byggð. í fram- haldi af Markholtshverfinu kom til hverfi, sem kallað er í daglegu tali Holtahverfi; það er hið nýjasta sem verið er að byggja — einbýlishúsin hérna út með Leirvognum. Allt bendir til þess, að hald- ið verði áfram að byggja þar, unz landrými þrýtur. Nokkru vestar eru Blikastaðir, sem er jörð i einkaeign eins og kunn- ugt er. Bóndinn þar, Sigsteinn Pálsson, hefur nú brugðið búi. Blikastaðir voru um langt skeið eitt af stórbýlum lands- ins, en jörðin er nú ekki nytj- uð á sama hátt og áður. Til skamms tíma voru þar yfir hundrað nautgripir, þar af um 70—80 mjólkandi kýr. Þarna var því um að ræða búrekstur sem var býsna stór í sniðum. Búskap verður víst ekki haldið áfram á Blikastöðum í fram- Allir þekkja hina sérkennilegu byggingu, þar sem kaupfélagið í Mosfeilssveit hefur bensín- og greiðasölu. Nú er í ráði að rífa hana og byggja aðra, stærri og fulikomnari. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.