Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 24
Byggðin er allt í kringum okkur tíSinni að þvi að fullyrt er. Hins vegar hafa verið nefndar óguðlega háar tölur í sam- bandi við sölu á jörðinni. Mér sýnist, að það muni verða of- viða Mosfellshreppi að ráðast í slík jarðakaup, og líklega mundi það reynast Reykjavik- urborg harla erfitt lika. • STÓRVERZLANIR UTAN VIÐ BORGIRNAR — Verzlun kaupfélagsins er sem sagt vel í sveit sett og við- skiptin hafa vaxið með árun- um;- — Já, þau hafa vaxið. Og alltaf öðru hverju hafa þær raddir heyrzt, að æskilegt og nauðsynlegt væri að setja á stofn útibú i byggðahverfun- um. Sannleikurinn er hins veg- ar sá, að verzlunarrekstur er orðinn svo dýr og erfiður, að miðað við þann fjölda fólks sem býr hér um slóðir, tel ég það fráleitt — nema ef til vill i nýjasta og fjölmennasta hverfinu. Þróunin erlendis er líka sú, að verzlanir verða færri og stærri. Svíar hafa til dæmis fækkað sínum búðum mikið á hverju ári undanfarið, en i staðinn byggt sífellt stærri vöruhús eða stórmark- aði. Og langflestar stórverzl- anir erlendis eru reistar utan við borgirnar. Það kemur til af því, að svo mikið landrými þarf undir slíkar verzlanir, einkum vegna bílastæðanna. — Þið njótið þá kannski Reykjavíkurmarkaðarins i framtíðinni? — Ja, hver veit? Og við höf- um þegar talsverð viðskipti frá Reykjavik, sérstaklega á sumr- in. Ég hef margoft orðið var við, að fólki sem er á leið út úr A myndinni hér til vinstri sjást viðskiptavinir við frystiborðið og hér að neðan er Valborg Hann- esdóttir við kassann. (Myndimar tók Kristján Pétur Guðnason). rxjova bænum, til dæmis i sumar- bústað eða hjólhýsi á Þingvöll- um eða Laugarvatni, þykir gott að geta komið hér við og verzlað. — Hvenær gerðist þú kaup- félagsstjóri hér? — Ég kom hingað 1. júlí 1956. Fyrsti kaupfélagsstjórinn er Ingólfur Gíslason í Fitjakoti, einn af stofnendum félagsins eins og ég minntist á áðan. Þegar félagið skipti um að- setur, tók nýr maður við starfi kaupfélagsstjóra, en rekstur- inn gekk illa. Of mikil lána- starfsemi var tekin upp, svo að skuldir mynduðust. Um það leyti sem sýnilegt var að rekst- ur félagsins mundi stöðvast, var Sveinn Guðmundsson á Reykjum stjórnarformaður, en hann er svili minn. Hann kom að máli við mig og bað mig að taka að mér rekstur kaup- félagsins. Ég hafði fremur lít- inn áhuga á þvi í fyrstu. En síðar boðaði Helgi heitinn Þorsteinsson mig á sinn fund, og þeim fundi lyktaði þannig, að ég ákvað að taka við starf- inu. Ég verð nú að játa hrein- skilnislega, að ég kynnti mér ekki sem skyldi hag fél- agsins, áður en ég kom. Ef ég hefði gert það, þá væri ég líklega ekki hérna núna. En hvað um það: ég tók við starf- inu. Og þar með hófst barátt- an. Smátt og smátt lánaðist okkur að rétta fjárhag félags- ins við, en það tók mörg ár. Og skuldabagginn var erfiður, sannkallaður dragbítur á rekstrinum — þar til hagur okkar tók að vænkast. — Hvernig hefur nýja kjör- búðin reynzt? — Alveg prýðilega. Hún var opnuð 20. júní í fyrra. Nærri má geta, að ærið þröngt var orðið um okkur í gamla hús- inu eftir svo langan tíma, enda flest úr sér gengið. Sú verzlun stóðst engan veginn þær kröf- ur, sem nú eru gerðar. Ég sá strax, að það var knýjandi nauðsyn að bæta húsakostinn, svo að við byggðum fyrst vöru- geymslu árið 1960. Siðan var byggður nýr skáli fyrir ferða- mannaþjónustu árið 1964 og bifreiðageymsla 1968. Við stig- um happadrjúgt spor, þegar sú ákvörðun var tekin að hefja byggingu á nýju verzlunarhúsi. Framkvæmdir hófust siðan árið 1972. Það var ekkert til spar- að, reynt að kaupa það bezta sem völ var á ef þess var kost- ur. Verzlunin er búin öllum þeim áhöldum og tækjum, sem nú eru talin nauðsynleg. Og við vorum svo heppin, að kjör- búðin var einmitt komin i gagnið, áður en fólk tók al- mennt að flytja í nýju hverfin. Ég vil geta þess að lokum til gamans, að nú segja margir, að byggðin i kringum okkur sé orðin svo mikil, að hagvöxtur verzlunarinnar hljóti að vera griðarmikill. Þeir sem halda þessu fram gera sér ekki grein fyrir því, að hér eru eingöngu byggð einbýlishús. í flestum þeirra býr fátt fólk, tvær til fimm manneskjur, svo að hér er ekki svo ýkja margt fólk, varla fleiri en í einni góðri blokk i Breiðholtinu. í desem- ber 1974 voru íbúar 1441, en þeim hefur fjölgað talsvert á þessu ári. Og þess vegna tel ég ekki enn timabært að hefja stórfelldan verzlunar- rekstur hér á staðnum. Gólf- flötur nýju kjörbúðarinnar er 470 fermetrar, og sumum þyk- ir hún þegar orðin of litil. Ég er hins vegar á annarri skoð- un. Við getum tekið við mikilli aukningu viðskiptavina enn — og auk þess er hægt að stækka verzlunarhúsið i framtíðinni til vesturs um allt að 260 fer- metra. Og landrými er hér nóg. — Hvað um framtíðaráform? — Það er fyrirhugað að byggja nýjan söluskála. Búið er að teikna hann, og fram- kvæmdir munu hefjast strax og tilskilin leyfi frá yfirvöld- um eru fengin. Þessi bygging verður rúmlega 100 fermetrar að stærð og skiptist þannig, að tveir þriðjuhlutar verða fyrir greiða- og ferðamannasölu og mun kaupfélagið sjá um þann rekstur, en i hinum hlutanum verður bensín- og oliusala og mun Olíufélagið hf. sennilega sjá um þann rekstur. Áður en við ljúkum þessu spjalli langar mig til að geta alveg sérstaklega tveggja manna, sem lengst hafa starf- að með mér og stutt við bakið á mér. Það eru þeir Lárus heit- inn Halldórsson, skólastjóri á Brúarlandi, sem varð stjórnar- formaður sama árið og ég hóf hér starf mitt. Hann gegndi formannsstörfum i tíu ár sam- fellt, en var fyrst kosinn í stjórn félagsins 1955. Hinn maðurinn er Teitur Guðmunds- son, Móum á Kjalarnesi, sem var fyrst kosinn í stjórn 1956 og tók við stjórnarformennsku árið 1966, en lét af störfum skv. eigin ósk 1974. Núverandi stjórn skipa: Haukur Nielsson, Helga- felli, formaður, Óskar Hall- grimsson, Hliðartúni, varafor- maður, Hreinn Þorvaldsson, Markholti 6, Hlif Gunnlaugs- dóttir, Æsustöðum og Sigurður A. Magnússon, Felli. □ 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.