Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 32

Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 32
® Sumt fólk langar til að faðma þig og kyssa eingöngu af þvi að komin eru jól; aðrir mundu helzt vilja fá að berja þig af sömu ástæðu. Robert W. Lynd. • Bið þess ekki, að allt gerist svo sem þú vilt, heldur skal það vera vilji þinn, að allir hlutir gerist eins og þeir gerast — og þá munt þú verða hamingjusamur. Epiktet. e Þegar við eigum ekki það sem við unnum, verðum við að unna þvi sem við eigum. Bussy-Raputin. • Ást vex með vana. íslenzkur málsháttur. • Stundum dettur mér í hug, að þegar guð skapaði manninn — þá hafi hann ofmetið hæfileika sína. Oscar Wilde. • Sjaldan bítur gamall refur nærri greni. íslenzkur málsháttur. c Hjónabandið er eins og máltíð, sem byrjar á ábætis- réttinum. Toulouse-Lautrec. • Stór rass þarf viða brók. íslenzkur málsháttur. • Hjónabandinu fylgir stundum sársauki, en einlifið er alltaf gjörsnautt allri gleði. Samuel Johnson. c Það sjá augun sizt, sem nefinu er næst. íslenzkur málsháttur. • Enginn stjórnmálaflokkur er jafn slæmur og foringj- ar hans. Will Rogers. c Þar er enginn kenndur, sem hann kemur ekki. fslenzkur málsháttur. c Það sem þú hélzt ungur að væri krystall, muntu á gamals aldri uppgötva að var ekkert nema dögg. Robert Browning. c Þungur er þegjandi róður. íslenzkur málsliáttur. Frost var og heiðrikt um morguninn, þegar Hjörtur ók fjárbílnum heim tröðina að Stefánsbæ. í austri blámaði fyr- ir fjöllum. Gegnum opinn glugga stýrishússins heyrði Hjörtur hem brotna á pollum undan hjólunum. Hann stöðv- aði bilinn við fjárhúsin. Stefán var vanur að byrgja sláturfé sitt þar og Hjörtur bjóst við hann væri þegar farin að bíða sín. Svo var þó ekki, og þegar Hjörtur skyggndist heim til bæjar, sá hann bóndann bogra þar að húsabaki og sýndist hann ekki hafa veitt komu fjárbílsins athygli, Hjörtur gekk til hans og sá hann hafði grafið dálitla holu við húsgafl- inn. Nú dundaði hann við að slétta holuna innan. Allt var verk hans nostursamlegt. Hundurinn Kolur, sem setið hafði á rassi sínum álengdar, spratt nú upp og þefaði af gest- inum. Hjörtur rétti fram hönd- ina. Komdu sæll, Stefán bóndi. Það held ég hann viðri sæmi- lega. Sæll vertu, ansaði Stefán og tók í hönd Hjartar. Ég er alveg að koma. Svo vatt hann sér ó- trúlega kvikur í hreyfingum upp úr gröfinni. Þeir gengu þegjandi niður hólinn að húsunum. Hurðin var rúm i og lét ekki undan fyrr en Stefán hnykkti henni op- inni með hnénu. Ærnar risu stillilega á fætur og ullin var klesst á lærum þeirra og fram eftir síðum af legunni á blautu moldargólfinu. Háttalag þeirra var um flest ólíkt trylltu fjöri haustlambanna, sem gistu hús- in næst á undan þeim. Hjörtur bakkaði fjárbílnum nær dyrunum, dró gönguflek- ann úr falsinu undir pallinum og lagði endann í dyrnar, kom þvi næst grindum fyrir svo úr húsunum lægi aðeins þessi eina leið eftir flekanum upp á pall- inn. Ætli þær rekist ekki bara upp? spurði hann. Stefán ansaði þvi engu, en greip þá ána, er næst honum stóð og dró hana fram í króna í dyrnar. Þar tók Hjörtur i horn henni og togaði, en Stefán ýtti á eftir upp flekann. Ærin spyrnti við klaufum, en hvort tveggja var, að flekinn var háll og hún átti við ofurefli að etja, svo að á svipsptundu var hún komin miðja vegu upp á pall. Hjörtur hélt henni á flekanum meðan Stefán stuggaði hópnum öllum fram króna. Ærnar þustu saman i hnapp við dyrnar, og þegar Hjörtur lét ána lausa, rann hún mótþróalaust upp á pallinn og hinar fylgdu henni eftir í ótrúlega skipulegri röð, uns fáeinar voru eftir i húsun- um. Þá stökk Kolur allt í einu i dyrnar og gó. Styggð kom á ærnar og röðin tvístraðist. Skammastín hundur, snupraði Hjörtur rakkann, en Stefán muldraði: Þegiðu, ofan í bringu sér. Hundurinn lagði niður skottið og hafði sig ekki meir í frammi. Stefán varð að draga ærnar, sem eftir voru. Loks var króin tæmd. Hjörtur gekk frá pallinum og flekanum. Jæja, það held ég það hafi gengið bærilega, sagði hann. Ojá. Þær spekjast undir vet- urinn. Leggjum við þá ekki í hann? Máttu vera að því að hinkra ögn? Ég þyrfti að fara i betri buxur. Ætli það ekki. Þú verður ekki lengi? Stefán hljóp við fót upp hól- inn og hundurinn elti hann að bæjardyrunum. Þar settist hann á dyraþrepið og beið hús- bónda sins. Stefáni dvaldist ekki lengi inni við, hann kom aftur að vörmu spori klæddur bláum jakka settum rauðum og gráum röndum og buxum samlitum. Þær hafði hann brett ofan í stígvélin svo skálm- arnar gúlpuðu um hnén. í hendinni hélt hann á fjárbyssu. Hann kallaði hundinn til sín bak við húsið, klóraði honum, greip þéttingsfast í hnakka- drambið á honum, lagði byssu- hlaupið ofanvert milli augn- anna og hleypti af styrkhentur. Hann sá lífið fjara út í brún- um augum hundsins, sem mændu enn á hann, þegar hann spyrnti slyttislegum skrokknum ofan í gröfina. Handfljótur mokaði Stefán yfir hundinn og gróf byssuna með honum. Þú hleypir mér af við bank- ann, sagði hann við Hjört hjá bílnum og dustaði um leið mold af annarri buxnaskálm sinni, steig svo upp á pallinn til ánna. Hjörtur ræsti bílvélina og ók hægt af stað út traðirnar. Stef- án skotraði augum snöggvast heim að bænum, kom rétt í hug að biðja Hjört að nema staðar og setja í hliðið, en hvarf strax frá þvi aftur. Hjörtur skipti um gír, þegar komið var út á hreppsveginn. Þeir fjar- lægðust óðum Stefánsbæ, sem hvarf bak við önnur hús og aðra bæjarhóla. Stefán stóð á miðjum palli, þegar Hjörtur stöðvaði bilinn úti fyrir bankaútibúinu í þorp- inu. Þá mjakaði hann sér hægt gegnum féð aftur á pallinum. Hjörtur var kominn þar og hjálpaði honum ofan. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.