Samvinnan - 01.12.1975, Qupperneq 34
I góðu yfirlæti hjá
Centrosoyus
Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi,
segir frá Rússlandsferð haustið 1974
r 4 i^lS^MLrihlL
sSÍÍlSÍ3SSE5«Sggs
Þriðjudaginn 19. nóv. hófst
9. þing Centrosoyus. Eftir að
hafa neytt morgunverðar var
gengið af stað frá hótelinu um
kl. 9 áleiðis til Kreml, sem er
skammt frá, en fundurinn var
haldinn i aðalfundarsal Komm-
únistaflokksins. Þessi frægi
fundarsalur er vel úr garði
gerður og vistlegur, loftræsting
góð og upphitun þægileg.
Tæknibúnaður er fullkominn,
og er hægt að flytja fundar-
mönnum efni á 10 tungumálum
í gegnum heyrnartæki sem eru
við borð hvers fundarmanns.
Að þessu sinni voru ræður
fluttar á fimm tungumálum, þ.
e. rússnesku, ensku, þýzku,
frönsku og spænsku. Mjög fær-
ir túlkar sáu um þýðingar á
ræðum fundarmanna jafnóðum
og þær voru fluttar.
Stundvíslega kl. 10 var fund-
ur settur af forseta Centro-
soyus hr. Alexander Klimov.
Ýmis stórmenni voru viðstödd
þ. á. m. hr. Kosigin forsætis-
ráðherra.
• SAMVINNUMENN FRÁ
53 LÖNDUM
Fulltrúar á fundinum, kjörn-
ir af samvinnusamböndunum í
hinum ýmsu ríkjum og fylkj-
um Ráðstjórnarrikjanna voru
1646. Gestir, einn eða fleiri,
voru mættir frá samvinnu-
mönnum í 53 löndum. Auk þess
var að sjálfsögðu fjöldi starfs-
manna, túlka og fleira aðstoð-
arfólks. Hefur sennilega verið
hátt í 2000 manns á fundinum.
Eftir um 15 mínútna setn-
ingarávarp hr. Klimovs, sem
var að miklu leyti ýmiss konar
hvatning, stóð hann fyrir kjöri
fundarforseta. Síðan hófst hin
eiginlega framsöguræða. Ekki
varð ég var við ársskýrslu eða
skriflegar upplýsingar, svo sem
efnahags- og rekstursreikning
um árangur á því starfstíma-
bili sem til umræðu var. Er
þetta gagnstætt því sem tíðk-
ast á íslandi og öðrum vest-
rænum löndum þar sem ég
þekki til, þar sem birtir eru
reikningar og meira og minna
af öðrum upplýsingum í prent-
uðum ársskýrslum, sem lagðar
eru fyrir fundi sem þennan.
Ræða hr. Klímovs var aftur
á móti löng og ýtarleg. Hr.
Klímov talaði allan tímann frá
kl. 10 til kl. 14 að undanteknu
rúmlega 30 mínútna hléi, sem
gert var kl. 12 til þess að menn
gætu rétt úr sér og fengið sér
hressingu sem boðið var upp á.
Kl. 14 var gert hlé á fundi til
miðdegisverðar. Fundur hófst
aftur kl. 16 og stóð til kl. 18.
í hinni löngu og kraftmiklu
ræðu hr. Klímovs kom að sjálf-
sögðu margt fram um starfsemi
samvinnufélaga í USSR. Þessi
framsöguræða var svo um-
fangsmikil að ekki er nokkur
leið að gera henni skil í stuttri
frásögn. Hinir erlendu gestir
fengu m. a. eintak af Centro-
soyus Review sem gefið er út
á ensku. Þar er að finna tals-
verðar uppiýsingar um starf-
semi samvinnufyrirtækja und-
anfarin ár. Þar eru þessar töl-
ur mest áberandi og er þá rætt
um undanfarin fjögur ár: '1600
stór iðnfyrirtæki hafa verið
stofnuð. Fjárfesting i landbún-
aði varð 91.000 milljónir
rúblna.
Framleiðsla iðnfyrirtækja
hafði vaxið um 33%. Um 80%
af auknum arði iðnfyrirtækja
fór í launauppbætur. Kaupgeta
hækkaði um yfir 20%. 45 millj.
manna fluttu i nýjar íbúðir.
Yfir 13.000 nýir skólar voru
byggðir. Tala sjónvarpseigenda
hækkaði um 60%. Þetta er um
Sovétríkin i heild. Um málefni
samvinnufélaga þar kom fram
m. a., varðandi þróun frá ár-
inu 1969 til 1973:
Félagsmönnum hefur fjölgað
úr 58,6 millj. í 62,1 millj. Sala
(árleg) hefur vaxið úr 41.500
millj. rúblna í 53.300 millj.
rúblna. Aukning 29% og verð-
lag sambærilegt. Selt hafði
verið af samv.fél. 8 millj. sjón-
varpstækja, 4 millj. kæliskápa,
7.3 millj. útvarpstæki, 5,7 millj.
þvottavéla og 540.000 bílar.
Þannig mætti lengi telja.
Þess ber að geta að hér er
eingöngu um neytendasam-
vinnufélög að ræða, en ekki um
blönduð félög eins og algeng-
ast er hér á landi.
• FÉLÖG SAMEINAST í
STÆRRI HEILDIR
Sama þróunin virðist hafa
átt sér stað i Sovétríkjunum og
viðast annars staðar, þ. e. fé-
lögum fækkar, þ. e. þau sam-
einast í stærri heildir. Á árun-
um 1969 til 1973 hefur sam-
vinnufélögum í USSR fækkað
úr 15.509 i 7.894. Héraðssam-
böndum samvinnufélaga hefur
fækkað úr 2.459 í 1.374. Stórum
samvinnufélögum sem ná yfir
heil héruð eða fylki hefur aftur
á móti fjölgað úr 471 í 1644.
Samvinnufélögin i Sovétrikj-
unum hafa margvíslegan rekst-
ur með höndum annan en
verzlun. Árið 1973 framleiddu
þessi fyrirtæki samtals fyrir
4.200 millj. rúblna. Félögin eða
ýmis samvinnusambönd reka
mikinn fjölda verksmiðja af
ýmsu tagi t. d. starfrækja þau
um 12.000 brauðgerðir. Mjög
mörg samvinnufélög eiga og
starfrækja veitingahús, eitt eða
fleiri.
Samvinnufélögin eru sterkust
í sveitum landsins og minni
borgum. í stórborgum svo sem
Moskvu eru flestar verzlanir
rikisreknar, svo sem allur ann-
ar atvinnuvegur yfirleitt.
Þessar upplýsingar sem hér
hefur verið getið um, eru ýmist
úr fyrrnefndri ræðu Alexanders
Klimovs eða eru teknar upp úr
skýrslum í Centrosoyus Review.
Seinnipart þessa fyrsta fund-
ardags voru haldnar margar
ræður. Talaði þá fólk frá ýms-
um ríkjum og fylkjum Sovét-
ríkjanna. Þessar ræður voru
að miklu leyti lofgjörðir. Þó bar
nokkuð á gagnrýni og hvatn-
ingum um að gera betur. Tals-
vert var talað um slæma flutn-
inga, of miklar skemmdir við
meðhöndlun vöru, vöntun og
ónákvæmni í afgreiðslu,