Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 35

Samvinnan - 01.12.1975, Side 35
Moskva. Þing Cen- trasoyus var haldið í aðalfundarsal Kommúnistaflokks- ins, sem er skammt frá Kreml. Hljómplötudeild Moskva-vöruhúss- ins, sem rekið er af samvinnuhreyfing- unni í Rússlandi. skemmdir eftir vörulyftara o. s. frv. Nokkur samvinnufélög (eða sambönd) voru lofuð fyrir góð- an árangur. Nokkrir ræðu- manna játuðu slæman árangur í sinum félögum og gerðu grein fyrir ráðstöfunum til úrbóta sem ýmist voru í undirbúningi eða komnar til framkvæmda. Fundi lauk eins og fyrr segir þennan fyrsta fundardag kl. 18. Beint af fundinum var far- ið í sirkus sem hófst kl. 19. Þar hittum við eiginkonur okk- ar, þeir sem áttu þær í Moskvu, en þær hlýddu á hina löngu ræðu hr. Klímovs, en var síðan eftir hádegisverð boðið á tízku- sýningu, sem þeim þótti fróð- legt að sjá. Sirkusinn var góður, svo sem vænta mátti. Mest bar á ýmiss konar listhlaupum og sýningum á skautum. Miðvikudaginn 20. nóvember hófst fundur að nýju kl. 10. Var það beint framhald frá deginum áður. Seinnipart dags- ins fluttu margir hinna er- lendu gesta ávörp, færðu þeir þakkir og gáfu gjafir. Fundi lauk ekki fyrr en kl. 19.30. Fimmtudaginn 21. nóv. var öllum erlendum gestum boðið í skoðunarferð til borgarinnar Zagorsk. Er það um klukku- stundar akstur frá Hótel Rus- sia. Zagorsk er einn af söguleg- um dýrgripum Rússlands. Borg- in ber einnig vitni um arki- tektur Rússa á miðöldum. í Zagorsk skoðuðum við gamla og skrautlega kirkju, sem enn er notuð. Þá skoðuðum við gamlar klausturbyggingar og tuma sem nú eru söfn. Þarna er margt merkilegra muna. Nutum við leiðsagnar Grísk- kaþólskra munka sem kunnu góð skil á öllu sem fyrir augu bar. • „BÍDDU ÞANGAÐ TIL ÞIJ KEMUR TIL GEORGÍU“ Föstudaginn 22. nóv. var síð- asti fundardagur. Fundur hófst sem fyrr kl. 10. Var nú greint frá kjöri fulltrúaráðs, en það skipa 64 manns. Áður hafði framboðslisti verið kynntur á þinginu. Engar athugasemdir komu fram við listann. Enda mun hann hafa verið skipaður í samráði við fulltrúa frá hin- um ýmsu ríkjum og fylkjum. Eftir að kjör fulltrúaráðs hafði verið kunngjört og fleiri forms- atriðum fullnægt, var gert fundarhlé. Nú hélt nýkjörið fulltrúaráð fund, og kaus m. a. forseta til næstu fjögurra ára. Fljótlega var þingi haldið áfram og nú var tilkynnt að hr. Alexander Klímov hefði verið kosinn forseti Centrosoyus. Að síðustu sleit hr. Klímov þing- inu með stuttri ræðu. Þessu næst gekk allur þing- heimur í tvöfaldri röð framhjá grafhýsi Lenins og framhjá gröf óþekkta hermannsins, þar sem stöðugt logar eldur. Bæði á grafhýsi Lenins og gröf ó- þekkta hermannsins voru lagð- ir stórir kransar, tveir hverju sinni. Annan kransinn báru tveir Rússar, hinn fulltrúi Finnlands og fulltrúi eins Afr- íkurikisins. Þessari athöfn var lokið um kl. 13. Klukkan 17 var móttaka í Kreml. Þar stjórnaði hinn ný- kjörni forseti móttöku og á- varpaði veizlugesti. Veizluföng voru mikil og góð, bæði í mat og drykk. Gerðu menn hvort tveggja góð skil. Þó að menn væru frjálslegir og kátir, fór þó allt vel fram eins og vera bar. Eftir að hafa notið góðra veitinga og skemmtunar í tæpar tvær klst., gengum við íslenzku og sænsku gestirnir fyrir hr. Klimov ásamt túlk okkar og aðstoðarmanni, þökk- uðum fyrir okkur og kvöddum. Hr. Klímov lét í ljósi áhuga á íslandi. Hann kvaðst hafa komið þangað einu sinni og þá m. a. heyrt íslenzka listamenn flytja rússneska söngva með ágætum. Sagðist hann óska þess að hann fengi tækifæri til þess að koma aftur til þessa fagra en fjarlæga lands. Á leiðinni frá veizlunni í Kreml til hótelsins haf ði ég orð á því við frú Natösju, sem var túlkur okkar, að Rússar væru mjög gestrisnir. Ekki mótmælti frúin því, en sagði: „Bíddu þangað til þú kemur til Georgíu." • TEKIÐ EINS OG ÞJÓÐHÖFÐINGJUM Nú var 1. þingi Centrosoyus lokið. Erlendu gestunum var boðið i ferðalög til einhvers af lýðveldum Sovétríkjanna. Val- kostirnir voru sex. Við hjónin höfðum valið Georgíu. Þangað fóru 28 gestir. Auk þeirra voru með í ferðinni tveir fararstjór- ar og sex túlkar sem töluðu auk rússneskunnar, ensku, þýzku, sænsku og frönsku. Farið var frá einum af flug- völlum þeim sem eru í ná- grenni Moskvu laust fyrir há- degi, laugardaginn 23. nóv. Flugið til Tbilisi, höfuðborgar Georgíu, tók um tvær og hálfa klukkustund. Þar var á flug- vellinum tekið á móti okkur eins og þjóðhöfðingjum. Ekið var í smábílum, flestum svört- um og gljáfægðum, með lög- reglubíl með blikkandi ljósum á undan, til bezta hótels borg- arinnar, Hótel Iveria sem er í nýlegu 20 hæða húsi. Á her- bergjunum biðu okkar stórar körfur, ein á mann, fullar af alls konar ávöxtum og hinum rómuðu Grúsíuvínum, sem eru létt en mjög bragðgóð. Gestrisni Georgíumanna er viðfræg, en ekki datt mér í hug að hún gæti náð svo langt sem raun varð á í þessari ferð. Eftir að við höfðum komið okkur fyrir á herbergjunum, var borðuð létt máltíð. Þar næst var farið í skoðunarferð um borgina. Þó að myrkt væri orð- ið, skoðuðum við samt ýmsa staði í borginni svo sem Lenin- torgið og sigurgarðinn sem gerður var til minningar um sigurinn yfir nazistum. Þá virt- um við fyrir okkur styttu af Móður Georgíu, sem nú stendur 41

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.