Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Síða 38

Samvinnan - 01.12.1975, Síða 38
Vinstra megin við borðið sjást (frá vinstri): Matthías Gíslason, Kaupfél. Skaftfellinga, Vík í Mýrdal; Ólafur Friðriksson, Kaupfél. Langnes- inga, Þórshöfn — og Hans Chistiansen, Iðnaðar- deild. Hægra megin sitja m. a.: Ármann Þórðar- son, Kaupfélagi Ólafsfjarðar, Ólafsfirði; Ólafur Ólafsson, Kaupfélagi Rangæinga, Hvolsvelli; Oddur Sigurbergsson, Kaupfélagi Árnesinga, Sel- fossi, — og Hallgrímur Sigurðsson, forstjóri Sam- vinnutrygginga. íslenzkur sjávarútvegur Frá fundi kaupfélagsstjóra Sigurður Markússon frkvstj. Sjávarafurðadeildar flutti mjög ýtarlegt erindi um íslenzkan sjávarútveg á fundinum. Greindi hann fyrst frá starfsemi og framleiðslu þeirra frystihúsa og fiskvinnslustöðva, sem deildin selur fyrir, en vék síðan að helztu markaðssvœðum hennar erlendis og gerði grein fyrir söluaðilum á hverjum stað. Þá vék hann að landhelgismálinu og þróun þess, og jafnframt gaf hann yfir- lit yfir helztu hrygningar- og uppeldissvœði nytjafiskistofnanna við landið, svo og veiðisvæðin. Loks vék hann að nýjum skýrslum Hafrannsóknastofnunar og Rann- sóknarráðs ríkisins um ástand fiskistofnanna við landið og gerði grein fyrir ásókn erlendra fiskimanna á miðin, svo og framtíðarhorfunum á sviði fiskveiða við ísland í heild. Hinn árlegi kaupfélagsstjóra- fundur var að þessu sinni hald- inn að Hótel Sögu i Reykjavik 21. og 22. nóvember. Fundinn sóttu velflestir kaupfélagsstjór- ar landsins, en auk þess stjórn og framkvæmdastjórn Sam- bandsins, allmargir starfsmenn þess og framkvæmdastjórar samstarfsfyrirtækjanna. Fund- arstjóri var Valur Arnþórsson kfstj. á Akureyri, en fundarrit- ari Gunnar Grímsson starfs- mannastjóri. Yfirlitserindi forstjóra Erlendur Einarsson forstjóri flutti að vanda efnismikið yfir- litserindi um rekstur Sam- bandsins það sem af er árinu, og um framtíðarhorfur í rekstrinum. Verulegur hluti af erindi hans fjallaði að þessu sinni um þá fjárhagslegu erf- iðleika, sem við hefur verið að glíma á árinu, en fram kom, að með skipulegum aðgerðum hef- ur tekizt að leysa þau mál svo, að ekki eru horfur á, að rekstr- arafkoma Sambandsins verði vandamál í ár. Þó hefur allur rekstrarkostnaður Sambands- ins aukizt mjög mikið, eða um 14% fyrstu níu mánuði ársins, en á móti kemur, að veltuaukn- ing hefur orðið nokkuð almenn. Hefur veltan fyrstu níu mánuði ársins hjá einstökum deildum verið sem hér segir: Innflutningsd. milj. 3.859 Aukn. % 39 Véladeild 1.253 8 Sjávarafurðad. 5.266 113 Búvörudeild 2.473 24 Skipadeild 685 45 Iðnaðardeild 2.092 67 Samtals nemur velta þessara deilda því 15.629 milj. kr. fyrstu níu mánuðina, sem samsvarar tæplega 60% aukningu. Erlend- ur lagði þó áherzlu á það í er- indi sínu, að þrátt fyrir þetta væru fyrirsjáanlega erfiðir tímar framundan. Verðbólgan héldi áfram að skapa alvarleg rekstrarvandamál, og sama gegndi um hina slæmu aðstöðu ríkissjóðs og gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins. Þá væri rekstr- arstaðan í sjávarútveginum erfið, og sama máli gegndi um stöðu kaupfélaganna, sem hætt væri við að myndu sum hver skila taprekstri á yfirstand- andi ári. Því væri nú brýnna en oftast áður að fara gætilega í sambandi við fjármálin, og sér- staklega yrði að gæta hófs í útlánum og fjárfestingum. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.