Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 49

Samvinnan - 01.12.1975, Side 49
Miðstjórnarfundur alþjóðasambands samvinnumanna Framhald af bls. 37. • STARF ICA í ÞRÓUNAR- LÖNDUNUM Síðustu árin hefur starf ICA stöðugt færzt meir yfir á svið aðstoðar við þróunarlöndin, en eins og kunnugt er hefur sam- vinnuþróunaráratugur þess nú staðið yfir sl. 5 ár. Á þeim tíma leggur ICA sérstaka áherzlu á það að efla með sér- hverjum mögulegum hætti starfsemi samvinnufélaga í þróunarlöndunum, og hvílir hitinn og þunginn af þvi starfi á tveimur svæðaskrifstofum þess. Önnur er í Nýju-Dehli i Indlandi, og sinnir hún mál- efnum i Suðaustur-Asíu, en hún var stofnuð 1960. Hin skrifstofan er í Moshi í Tan- saníu, en hún var stofnuð 1968 og hefur Austur- og Mið-Afriku að starfssvæði. Þessar skrif- stofur eru skipulagsmiðstöðv- ar, sjá um upplýsingamiðlun, annast útgáfustarfsemi, halda uppi fræðslu og námskeiðum, fást við rannsóknir og leitast við að greiða fyrir viðskiptum. Frá 1969 hefur ICA ásamt þró- unarmiðstöð sænskra sam- vinnumanna fjármagnað sér- staka þróunarstofnun í Suður- Ameriku (LATICI), sem vinn- ur að eflingu samvinnufélaga þar i álfu. Loks er einnig ver- ið að vinna að því, að ICA geti sett á stofn þriðju svæðisskrif- stofu sína í Vestur-Afriku. Samvinnufélög og stjórnvöld í Ghana hafa óskað eftir því, að hún verði þar í landi. Þessar framkvæmdir eru að mestum hluta fjármagnaðar úr sérstökum Þróunarsjóði ICA, en eins og mörgum mun kunnugt hefur Samband ísl. samvinnu- félaga haft þann hátt á síð- ustu árin að greiða til hans árlega upphæð sem svarar 5 pence í enskri mynt fyrir hvern félagsmann í Sambandskaup- félögunum. f því sambandi skal þess því getið hér, að á fundin- um rikti mikil ánægja með þetta starf það sem af er, og voru fulltrúar frá öllum heims- hlutum einhuga um að mæla með því, að svo mikil áherzla sem frekast væri mögulegt yrði lögð á að efla það sem mest í næstu framtíð. • FISKVEIÐAR Þá var á fundinum gefin skýrsla um starf Fiskimála- nefndar ICA og nýafstaðna nýjasc Cœkm Cun o ° 1 Bfít Með snældum (kassettum) og kennslubókum getur nemandinn af eigin rammleik náð góðu valdi á tungumálum með 10 — 15 mínútna daglegu námi í 3 — 6 mánuði. Hann þarf ekki aðra leiðsögn en þá sem er að finna í námsgögnunum. Nú eru á boðstólum: Enska án erflðis: kennslubók, 3 snasldur og íslensk þýðing. Þýska án erfiðis: kennslubók, 3 snaeldur og íslensk þýðing. Spænska án erfiðis: kennslubók, 3 snældur og íslensk þýðing. Sænska handa ykkur: kennslubók, æfingabók, 4 snældur og íslensk þýðing. French without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Italian without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Russian without toil: kennslubók á ensku og 3 snældur. Ennfremur eru á boðstólum bréfanámskeið í ensku, þýsku, dönsku, spænsku, frönsku og esperanto. HEIMANÁM SEM HENTAR ÖLLUM BRÉFASKÓLINN Suðurlandsbraut 32 Reykjavík sími 81255 s • í? v ' I *■:" g » / 'U U V qslurer veiduknstur Nú á að veita vel, og ostur er ómissandi. Eigum við að bjóða ostapinna með fordrykknum? Byrja á ostasúpu? Gæða okkur á ostakjúklingi? Bera fram ostabakka til að gogga í með sam- ræðunum? Fá okkur ostafondue, heitt ostabrauð eða ostborgara eftir miðnætti? Ostur kemur alls staðar til greina, þegar gera skal góða veislu. Það gerir fjölbreytni í framboði og sú staðreynd að ostur gengur með næstum öllum mat, /CID\ til bragðbætis. I fTTTff I Ostur er veislukostur. 55

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.