Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1975, Side 75

Samvinnan - 01.12.1975, Side 75
Orðalisti AFC er skammstöfun á Automatic fre- kvens control. Stilling af og á mörg- um útvarpstækjum með FM. Skal vera i afstillingu, þegar stillt er inn á stöð- ina, síðan sett á og á þá að leitast við að halda stöðinni inni. AM er skammstöfun á Amplitudemodu- lation, sem er styrkmótun. Hún er notuð á lang-, mið- og stuttbylgjum. Antiskating. Mótverkun gegn þeim eigin- leika tónarmsins, að þrýsta nálinni fastar að þeirri hlið plötuskurðarins sem er nær miðju. Stilling á antiskat- ing er háð nálarþunga. AVX er merking á inngang á magnara, sem ekki er ætlaður í neitt sérstakt. Distortion er alls konar bjögun og brengl- un á hljóðmerkinu í hinum ýmsu lið- um hljómtækjasamstæðna. Dynamik er munur frá minnsta og mesta styrk. Dynamik i venjulegri útvarps- dagskrá fer sjaldan yfir 30 dB. Dynamiskt pickup. Það eru tvær aðal- gerðir: Electrodynamiskt: þar er merkispenn- an tekin út af spólu, sem hreyfist á föstum spegli. Magnetodynamiskt: þar er merki- spennan tekin frá fastri spólu, en nálin hreyfir segul. í Hi-Fi samstæðum er venjulegust el- ectrodynamisk pickup með dem- antsnál. FM er skammstöfun á Frequencymodula- tion, sem þýðir tíðnimótun. Hún er notuð á FM-bylgju. Flutter. Hraðar hraðabreytingar (sjá kafla um plötuspilara). Frequency responce er tíðnisvið (sjá kafla um hátalara). Impedence þýðir viðnám. Samanlagt rið- straums- og jafnstraums-viðnám. Er notað um viðnám í hátölurum. Mæli- eining ohm. Oft táknað með gríska bókstafnum omega. Intermodulation er bjögun á hljóði, sem myndast vegna þess að nýjar tiðnir myndast vegna samlagningar og frá- dráttar á yfir- og undirtónum. Á sér stað i mögnurum. Kanalseparation er rása-aðskil eða hæfi- leikinn til að greina hljóð að i hægri og vinstri rás í t. d. mögnurum og pickupum. Keramiskt pickup, hefur tvo kristalla sem hljóðgjafa, sem tengdir eru nálinni. Þegar nálin hreyfist eftir mishæðun- um á plötunni gefur hún kristöllunum högg sem við þau gefa frá sér merki- spennu í samræmi við mishæðirnar. Merkið er síðan leitt inn á magnara. Músíkwött gefa hærri tölu en sínuswött (sjá sínuswött). Rumble er niður frá drifmótor, sem berst til hljóðgjafa (t. d. pickups). Sinuswött. Útgangsorka magnara með jöfnum óslitnum tón. Tuner. Útvarp sem er magnaralaust; þarf því að tengjast magnara og há- talara. Volymencontrol er styrkstilli. Wow. Hægar hraðabreytingar (sjá kafla um plötuspilara). Crossover frequency er skiptitíðni eða sú tíðni þar sem millitóna hátalari tekur við af bassahátalara og diskant tekur við af millitónahátalara. Hum er bjögun í mögnurum, lágur, þung- ur tónn. Stafar oft af ónógri jarðteng- ingu. Noise er einnig bjögun í mögnurum og er af hærri tíðni en hum, heyrist sem suða. Pickup, sjá Crystal pickup (hljóðdós) (segulþreifir, magnetiskt pickup). Power output er heildar útgangsorka. Uppgefin í wöttum, sínus eða músík. Tape er segulband eða segulbandstæki. Tweeter er hátóna (diskant) hátalari. Woofer er lágtóna (bassa) hátalari. 15

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.