Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 9
FORIiSTUCREIN Atak í verzlunarmálum samvinnumanna Verzlun hefurfrá öndverðu verið meginverkefni sam- vinnuhreyfingarinnar á íslandi. Benedikt Jónsson frá Auðnum skrifar í Tímarit kaupfélaganna, sem kom út árið 1896 og er fyrsta prentaða samvinnublað landsins, að það hafi verið „verslunin, sem fyrst vakti eftirtekt þjóðar vorrar, er hún raknaði við úr þrældómsmókinu. Um hana voru ritaðar heilar bækur; allir sáu, að hún þurfti verulegra umbóta við. Þá hafði verslunin um langan aldurverið háð hörðu og ránglátu skipulagi, er kúgaði alla landsmenn jafnt.“ Á öðrum stað í þessu sögulega tímariti segir: „Kaup- félögin ættu að vera um allt land, sitt umhverfis hverja höfn, og öll standa í sambandi, líkt og þjóðfélögin í Sviss eða Ameríku." Þessi ósk rættist, og ekki leið á löngu þar til fólkið sjálft kaus að leysa æ fleiri verkefni í þjóðfélaginu sam- eiginlega — með aðferð samvinnustefnunnar. Eftir sem áður er þó verzlunin enn höfuðverkefnið — og mun væntanlega verða það í náinni framtíð. Nýjar tegundir verzlana og margvísleg tækni í sam- bandi við verzlunarþjónustu hefur komið til sögunnar í tímans rás, og samvinnumenn hafa oft haft forustu á því sviði og tekizt með því móti að lækka vöruverð og auka þjónustu við almenning. Kaupfélögin og Sambandið ruddu kjörbúðunum braut á sjötta áratugnum, og er það einhver mesta breyting sem orðið hefur á búðatækni og búðasvip hér á landi, síðan frumherjar kaupfélaganna rifu niður trérimlana á borðum selstöðuverzlana forðum daga. Kostir kjörbúðanna reyndust aukin þægindi fyrir við- skiptamenn og hraðari afgreiðsla. En kjörbúðirnar voru aðeins áfangi í hraðri þróun verzlunartækninnar. Nýjungar skutu upp kollinum hver á fætur annarri — nú síðast stórmarkaðir — og á næsta leiti vaxandi notkun tölvutækninnar við af- greiðslustörf. Samvinnuhreyfingin á rætur sínar í sveitum lands- ins, og með breyttri þróun byggðar frá stríðslokum hef- ur sú staðreynd orðið deginu Ijósari, að hlutdeild sam- vinnuhreyfingarinnar í verzlun á þéttbýlissvæðinu sunn- anlands hefur verið alltof lítil. Samvinnumenn hafa gert sér þetta Ijóst og unnið markvisst að því að auka hlutdeild sína á þessu svæði. Sumum hefur fundizt sú viðleitni ganga of hægt. Hins vegar hafa nú á allra síðustu misserum gerzt tíðinda í þessum málum, sem vert er að vekja athygli á: Á stjórnarfundi Sambandsins 13. maí 1981 voru lögð fram drög að samningi um fyrirtækið Holtagarða sf„ sem yrði rekstursfélag fyrir stórmarkað í Holtagörðum. Drögin gera ráð fyrir, að eignarhlutföll verði þau, að KRON eigi 52%, Sambandið 30% og Kaupfélag Hafn- firðinga, Kaupfélag Suðurnesja og Kaupfélag Kjalar- nesþings 6% hvert. Sambandsstjórn samþykkti sam- hljóða að Sambandið gerðist aðili að þessu fyrirtæki miðað við framangreind eignarhlutföll og fól fram- kvæmdastjórninni að vinna að framgangi málsins. Síð- an var sótt um leyfi til borgaryfirvalda fyrir rekstri stórmarkaðarins — og það leyfi hefur nú verið veitt. Hér er því í uppsiglingu stórátak í verzlunarmálum samvinnumanna á þéttbýlissvæðinu, en fleira hefur einnig gerzt eða er í bígerð, sem vert er að nefna: Kaupfélag Hafnfirðinga hefur reist stórmarkað í Mið- vangi, sem er einn hinn fullkomnasti hér á landi og var innréttaður með aðstoð sérfræðinga frá dönskum sam- vinnumönnum. Og núna fyrir fáeinum vikum var opn- aður stórmarkaður í nýju stórhýsi Kaupfélags Árnes- inga á Selfossi og er sagt frá honum annars staðar í þessu hefti. Loks ráðgerir Kaupfélag Suðurnesja í Keflavík byggingu nýs stórmarkaðar á opnu svæði milli Keflavíkur og Njarðvíkur, þegar ekið er inn í bæinn. Allt eru þetta gleðileg tíðindi og sýna framfarahug samvinnumanna í verzlunarmálum í þann mund sem hreyfingin fagnar hundrað ára afmæli sínu. Afmælisins verður minnzt með ýmsum hætti á næsta ári eins og kunnugt er. Meðal annars kemur þá út saga elzta kaupfélagsins, Kaupfélags Þingeyinga, eftir Andrés Kristjánsson. Samvinnan birtir kafla úr henni hér á eftir, og þessari forystugrein lýkur með tilvitnun í hann um leið og lesendum eru færðar beztu jóla- og nýárs- óskir: „Gullpeningarnir úr kútnum sem lýsti í myrkri og flaut á vatni urðu fyrsta sauðagullið sem komst í hendur almennings í Þingeyjarsýslu og dreifðist svo að segja á hvert sveitaheimili milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Það varð mikils vísir. Það leysti fyrsta hnút aldagamals læðings í verzlunarmálum; varð lyftistöng sem um munaði og lykill að dyrum þeirrar frelsistíðar sem í hönd fór.“ G. Gr. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.