Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 40
Aflandsvindur — Það hlaut að koma að því, sagði Jón, og gekk út meðan konan malaði í honum beinin til að búa kaffi, þvi hann ætlaði inneftir að tilkynna um skaðann. Bankinn varð þó að vita hvar hans veð voru í þessum heimi. Minna dugði ekki og eftir að hafa drukkið kaffið hélt hann af stað og hann gekk dagsbrúnina, því þetta var löng leið. Anna gekk að sínum venjubundnu verkum. Hann yrði lengi i svona ferð. Allt sem kom við guði, sýslumannin- um eða bankanum tók langan tíma. Svo mikið vissi hún, og því var það að henni var brugðið, þegar hurðinni var skyndilega hrundið upp og Jón bóndi hennar var kominn aftur og var greinilega mikið niðri fyrir. Hún horfði á hann spyrjandi, en hann sagði ekkert, heldur benti henni að koma á loftið, og virtist nú allur rólegri en áður. Hún tók sér sæti á skörinni, sem hét eldhús, en hann sett- ist við gluggann, en það var þeirra stelling við alvarleg mál, er vörðuðu þá annaðhvort einhverja framliðna, eða þá útgerðina. Jón i Möl ók sér í sætinu nokkra stund. eins og hann ætti í örðugleik- um með að koma sér að efninu, en síðan byrjaði hann að tala. Hann ræddi um vikina einkennilegu i Kanada, og Barðann. — Sjáðu til, sagði hann. Ég ætla mér ekki að láta þetta illryski i Amríku fá þennan bát. Nei. sagði hann. Ekki minn bát. Ég fer i þessa vík og verð þar með mína pappíra þegar Barðinn kemur úr volkinu mikla yfir hafið. Það er gagnviður í þessum báti, og hann skulu þeir aldrei fá, sagði hann og röddin skalf ofurlítið, eins og gjarnan verður þegar sannleikurinn verður sérstaklega einfaldur og auð- skilinn. Það varð þögn nokkra stund, en við- ræður þeirra hjóna minntu annars sjaldnast á samtöl, heldur fremur á það þegar menn ræða við hesta eða börn. Jón talaði, og réði síðan svörin jafnóðum af svip konu sinnar, eftir því sem ræðunni miðaði. Já, þú ferð í Víkina sögðu augun, sem höfðu alltaf séð þennan sama himin og hann sjálfur. Og Jón i Möl tók kartöfluinnleggið og fáeina pen- ingaseðla og hélt nú af stað aftur. Allt með sama hætti og fyrr, nema lengri ferð var í fasi hans, en i fyrra skiptið sem hann fór til að segja bankanum frá segulnaglanum. w Ilitlum sjávarplássum vekur fátt meiri athygli en það þegar bátur ferst, nema ef vera kynni nýtt stein- ker í brimbrjótinn, eða stauraskip með bryggjuefni. Svo inngróin eru skipin í hvern mann, að allir hafa í rauninni misst allt sitt ef bátur fórst. Bátar voru allra eign í vissum skilningi, eins . Samvinnufélögin í Austur-Húnavatnssýslu senda viðskiptavinum sínum beztu JÓLA - OG N ÝÁRSÓSKIR með þökk fyrir viðskiptin SAMVINNUFÉLÖGIN í AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU, Blönduósi og Skagaströnd 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.