Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 55
að var komið vor. ísinn á tjörn- inni var þiðnaður, vatnið var himinblátt og tært. Tanya litla fór nú niður að tjörn og leyfði Lubba að koma með sér. Hvolpurinn fór að harða hlaup og stakk sér siðan viðstöðulaust í vatnið með miklum skvettugangi. „Kjáni“, æpti Tanya. „Vatnið er ís- kalt, þú getur fengið lungnabólgu“. Lubbi tók engum áminningum, en synti og ærslaðist, af miklum krafti. Er leikurinn stóð sem hæst komu ná- grannastrákarnir þeir Kolli og Tolli. Kolli beygði sig og tók upp stóran stein. „Hérna Lubbi, hérna“, kallaði hann um leið og hann kastaði stein- inum í tjörnina. Vatnið gáraðist og hátt skvamp heyrðist um leið og steinninn skall i það. Lubbi stakk sér, og var óðara úr augsýn. „Ó, litli Lubbi minn er drukknaður“, veinaði Tanya. En Lubbi var langt frá þvi að vera drukknaður, hann kom upp á yfirborðið eftir andartak með stein- inn í hvolf tinum og synti að ströndinni másandi og blásandi. Hann brölti nú upp á bakkann og rétti Tanyu feng sinn, en það draup blóð úr skolti hans, hann hafði auðsjáanlega meitt sig á hvassri steinnibbu í botninum. „Þetta er nú hundur í lagi“, sögðu strákarnir hlæjandi. „Hann er alveg fyrsta flokks kafari“. Tanya var ösku- reið út í strákana og flýtti sér heim með Lubba litla. Siðla sumars kom Pétur frændi til þess að dvelja á heimili Tanyu í sumarleyfi sínu. „Jæja“, sagði hann, „hvernig líður hvolpinum minum? Hvernig líkar ykk- ur við hann?“ „Ágætlega“, sögðu mæðgurnar báðar í einu. „Hann er líka svo gáfaður", bætti Tanya við. „Það er gott að heyra. Ég fer með hann á veiðar hérna á tjörninni á morgun. Þetta hundakyn er sagt vera sérlega gott við andaveið- ar, og nú er ég búinn að kaupa mér tvíhleypu“, sagði Pétur frændi. Árla næsta morgun kom skólastjór- inn. Hann og Pétur frændi ætluðu að fara saman á veiðar. Þeir spurðu Tanyu, hvort hún vildi koma með þeim og bera veiðina heim. Eftir skamma stund gengu þau öll fjögur eftir tjarn- arbakkanum. Lubbi hljóp á undan, Pétur frændi fylgi eftir og bar tví- hleypuna, að baki honum gekk skóla- stjórinn með einhleypu og Tanya rak lestina. Allt i einu heyrðist virr — og villi- önd flaug út úr háu sefi. Pétur frændi skaut, bang, bang, með tvíhleypunni, og skólastj órinn pomm- aði með einhleypunni, en öndin flaug burt og hvarf á augabragði inn i skóg- inn. Pétur frændi horfði á eftir henni, klóraði sér í höfðinu og sagði: „Þetta er urtönd, þær eru minnstar og mjög hraðfleygar, láta eins og þær séu vit- lausar, og engin leið að koma skoti á þær.“ Lubbi þaut inn i sefið um leið og skotið reið af, synti fram og aftur án þess að finna dauða önd og kom við svo búið aftur til veiðimanna. Mennirnir tveir hlóðu byssurnar og héldu síðan áfram ferðinni. Skóla- stjórinn var nú í fararbroddi. Ekki leið á löngu þar til stór stokk- önd flaug út úr sefinu. Skólastjór- inn skaut, bang, og Pétur frændi skaut einnig, bang, bang. En öndin virtist einungis fljúga hraðar og var fljótlega úr augsýn. Hem, hem, skólastjórinn ræksti sig. „Við hæfðum hana núna, var það ekki?“ Pétur frændi sagði ekkert og Lubbi ætlaði auðsjáanlega ekki að synda út í vatnið. Veiðimennirnir hlóðu nú byssur sín- ar enn á ný og gengu lengra. En þótt margir andahópar sæjust á flugi og vinirnir reyndu hvað eftir annað að skjóta, þá hæfðu þeir ekki eina einustu önd. Þær flugu allar á burt, heilar á húfi. í hvert sinn, sem þeir misstu af veiðinni, fundu þeir upp nýja ástæðu fyrir óheppni sinni. Tanya fylgdist með þeim og brosti. Hún var glöð yfir því, að þeir hæfðu enga önd. Þær höfðu allar getað bjarg- að sár undan veiðimönnunum ósærðar. Að lokum urðu veiðimennirnir þreyttir og settust niður til að hvíla sig. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.