Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 44
Gist undir höku kerlingar Svipmyndir frá Portúgal Eftir Onnu Maríu Þóris- dóttur Alltaf hefur mér þótt sem Spánn og Portú- gal væri mynd af kerlingu með skýlu á landa- kortinu, Portúgal andlitið, en Spánn skýluklúturinn, dreginn niður undir augu. Það átti fyrir mér að liggja að gista undir höku kerling- ar þessarar um hálfsmán- aðarskeið í ágúst s.l. Þegar flugvélin lækkaði flugið yfir Algarve, suður- hluta Portúgals, sáum við smátt og smátt skýrar og betur eldrauða mold lands- ins, hvar í var plantað ávaxtatrjám, olívu- og möndlutrjám í beinum röð- um. • Landslag' og byggingarstíll í Algarve Við lentum á flugvellin- um í Paro, alveg úti við suð- urströndina miðja, en það- an var um klukkustundar- akstur að dvalarstað okkar, Torralta, vestarlega við þessa sömu strönd. Sólin var hérumbil i há- degisstað, þegar við komum út úr flugvallarbyggingunni og þurftum að bíða nokkuð áður en rútubíllinn lagði af stað. Hitinn og birtan skullu á okkur norðlingum og ekki var hægt um vik að leita í forsælu: hún var nefnilega af svo skornum skammti, því að sólin var ansi nærri hvirfilpunkti og aldrei höfðum við séð eigin skugga svo litla. Á leiðinni i bílnum gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér landslag og bygg- ingastíl í Algarve. í sjávar- þorpunum eru litlu, gömlu einbýlishúsin (oft sam- byggð) máluð björtum lit- um: bláum, blágrænum, grænum, gulum, gulbrún- um, brúnum (næstum aldrei rauðum) og fram- hliðin oft innrömmuð hvít- um, máluðum ramma og eins málaðir listar og skrautbogar umhverfis og yfir gluggum. Innar í land- inu eru sveitabæirnir und- antekningarlaust hvítir með rauðbrúnum helluþökum. Nýrri hús eru mörg hver með flísalagða framhlið og dyr. Mikil tíska virðist nú vera að taka upp á ný hina fornu flísalist Portúgala, azuleju, en mörg gömul hús í borgum eru skreytt sögu- legum myndum, innbrennd- um á flísar, oftast í hvítum og bláum litum. Skorsteinar á nýjum húsum eru eins og litlir skrautturnar: minntu mig reyndar á íslenska gat- skorna keramikkertastjaka eða kertaskjól, þó að þeir væru allir hvítir og með fín- legra gatamunstri. Ekki veit ég hvernig trekkir i slíkum skorsteinum; kannski eru þeir einungis búnir til upp á punt. Við sáum heilu haugana af þeim fyrir utan leirkeraverkstæði meðfram vegunum. Landið er afarþurrt og skrælnað og greinilega þarf að hafa mikið fyrir þvi að vökva ávaxtaakrana. Gras fyrirfinnst ekki villt öðruvísi en brúnt og skrælnað. Það var skrýtið að sjá dimm- græna runna og grasflötina við hótelið okkar, þar sem stööugt var vökvað á hverj- um einasta degi, en fast við var hérumbil eyðimörk, þurr og kyrkingslegur runna og lággróður i sendn- um jarðvegi fram í fjöru. Torraltahótelið saman- stendur af tiu 10—14 hæða húsum, tiltölulega litlum að ummáli, enda nefnd turnar og bókstöfunum A-J bætt aftan við. Við bjuggum í G-turni og verið var að vinna i grunni II. hússins fyrir framan gluggana okk- ar þannig að eina þrjá daga máttum við vart mæla inni í íbúðinni fyrir hávaða i vinnuvélum — ekki alls- ókunnugt fyrirbæri úr Breiðholtinu. Lítið eldhús fylgdi hverju herbergi, gott baðherbergi og svalir. Enginn íburður var þarna, en húsgögnin vel- viðunandi. Á neðstu hæðum húsanna voru minjagripa- verslanir, barir, sjónvarps- stofur, morgunverðarstofa og upplýsingaskrifstofur hinna ýmsu ferðaskrifstofa og var þessu húsnæði dreift um húsin. Stórmarkaður var i öðrum enda húsaþyrping- arinnar þar sem hægt var að kaupa allt frá kartöflum upp i fínustu víntegundir. Þrír til fjórir matsölustaðir voru þarna, frá snarlbar og upp i fínasta veitingastað, barir, næturklúbbar, „bow- ling“-salur, borðtennis, hár- greiðslustofa, læknir, 2 úti- sundlaugar, minigolf — og sjálfsagt hef ég gleymt ein- hverju. • Mannlíf á ströndinni Frá okkar húsi var um þriggja mínútna gangur niður á ströndina, Praia-de- Alvor. Þar undum við hag okkar vel í miklum hita en hressandi golu flesta daga. Þarna mátti sjá allar mögu- legar manngerðir á öllum aldri frá hvitvoðungum upp í gamalmenni. Ferðafólk var flest, sem við heyrðum til, skandinavískt eða þýskt, en einnig enskt og hollenskt. Portúgalir sjálfir voru þarna í meirihluta: íbúar norðan úr landi flykktust suðureft- ir í sumarleyfi sínu. Portú- gölsku börnin voru nærri samlit gulbrúnum sandin- um, öll með hrokkið svart hár. Því vakti gullinhærður snáði, ættaður af íslandi, mikla athygli, þar sem hann tiplaði berrassaður í fjör- unni. Fólk rak upp gleði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.