Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 38
Aflandsvindur Já 500 krónur voru miklir peningar i bát sem kostaði 900 krónur og stund- um þegar hann og Eyvi voru á land- stiminu og báturinn lyftist og hneig á öldunum, reyndi hann að gjöra sér grein fyrir því hvar 500 kallinn bank- ans væri nú i þessum svarta bát. Átti bankinn annaðhvert borð, og annað- hvert band, eða átti að saga hann i tvennt? Auðvitað vissi hann að svona hugsanir voru fáránlegar. En i þess- um heimi var þó betra að vita hvað væri hvurs, og við hverja afborgun á vorin, reyndi hann að geta sér þess til, hvaða skvompu hann hefði nú verið að borga i honum Barða. Já hann horfði mikið á þennan bát, og lika á bankann, þegar hann fór inneftir. En það sama varð nú víst ekki sagt um bankann. Honum var sama um allt nema gjald- dagann og aldrei lamdi stormurinn bankann, og austurtrog voru víst eng- in til í bönkunum heldur. í rauninni var þessi bátur eiginlega tveir bátar. Svartur andarlegur skrokkur sem dinglaði í segulnagla úti á legunni og annar sem var geymdur á gulu blaði i læstu skúffunni i Möl. ásamt innlegginu fyrir kartöflurnar frá því í haust, og einhverjum krónum sem hafðar voru til taks fyrir meðöl- um, eða einhverju þaðanaf verra og nær almættinu og þeim er stormunum stýrði. Það suðaði vinalega á katlinum á skörinni, sem þau nefndu eldhús og brátt myndi Anna byrja að mala kaffi- baunirnar, þá færi hann út á meðan, því kvarnarhljóðið fann nefnilega ein- hvern sérkennilegan samhljóm i hans eigin beinum, og stundum vissi hann ekki alminnilega hvort það voru baun- ir, sem verið var að mala, eða hans eigin bein. Konan breiddi klút yfir, til að deyfa hávaðann meðan hún var að mala, en hann kaus samt heldur að fara út og hlýja sér á meðan. Hann gekk út i snjómugguna og barði sér, og hann reyndi að sjá til bátanna, sem mogguðu úti á legunni. Oft höfðu þeir reynt að stimbra legu- færin, hugsaði hann með sér, en allt kom fyrir ekki. Annaðhvort rak þá á land, eða þá rak til hafs. Önnur úr- ræði hafði almættið nú ekki til að ráðskast með báta á þessari legu. Jón i Möl var dálítið reikull i spori i kvöldkyrrðinni eins og menn sem búa i stöðugum vindi verða gjarnan i logni, og þegar konan var hætt að mala, fór hann inn aftur. Jón í Möl drakk kaffi og hugsaði um bátinn, sem var sá þriðji, sem hann hafði eignast. Hann hafði í rauninni verið heppinn. Hafði aldrei misst bát, en sú hugsun kámaðist aldrei burtu, að svo gæti nú farið. En hann skildi þó ekki allt. Prestur- inn hafði sagt að sumt skildi mann- fólkið ekki, og stundum væri hann jafnvel í efa sjálfur. Líka sýslumaður- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.