Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 16
Gullkúturinn sem flaut á vatni °g lýsti í myrkri Bærinn á Grímsstöðum. Baðstofan á Grímsstöðum, þar sem Jakob Hálfdanarson afgreiddi fyrstu pantanirnar fyrir Kaupfélag Þingeyinga. 9 Bréfið til Slimons Benedikt á Auðnum heldur frásögn sinni áfram um þetta: „Með bókun sýslunefndar var sett á Jakob ábyrgð á því, hvort nokkuð yrði aðhafst eða ekkert og þótti okkur illt að láta einskis freistað og málefni með öllu falla niður. Við Jakob urðum samferða heim af fundinum og varð að ráði að hann færi heim til mín og gisti hjá mér. Er það skemmst frá að segja, að næsta dag eða daga setti ég saman á eins konar ensku máli bréf til Slimons þar sem spurst var fyrir um það, hvort hann væri fáanlegur til þess að auka viðskipti sín hér á landi með því að senda skip og fulltrúa sína til Húsa- víkur að kaupa sauðfé á mörkuðum í Þingeyjarsýslu. Við hétum honum fullum farmi i skipið eða 2—3 þús. fjár. Jakob fór ekki heim til sín fyrr en þessu var lokið og bréfið til Slimons afgreitt. Bréfið var auðvitað ritað í nafni Jakobs og með hans undirskrift sem fulltrúa héraðsmanna, kjörnum til þess af sýslunefndinni. Það má nærri geta með hvílíkri eft- irvæntingu við biðum svarsins frá Slimon eða öllu heldur hins, hvort hann mundi virða okkur eða þetta er- indi nokkurs svars.“ Jakobi barst svarbréf frá Slimon um miðjan júlí um sumarið. Hann fór þeg- ar í stað með það niður að Auðnum „heldur hróðugur" til þess að fá Bene- dikt til þess að snúa því á íslensku. Slimon tók erindinu vel og hét að senda skip til Húsavíkur um miðjan sept. og með því kæmi Bridge umboðs- maður hans og Tait slátrari til þess að kaupa fé á mörkuðum. Jakob og Benedikt boðuðu nú til fundar á Einarsstöðum 3. ágúst, og varð hann fjölmennur. Þar var skýrt frá svari Slimons, og menn tóku þeim tiðindum með áhuga, og fóru sauða- loforð þegar að berast til Jakobs. í bréfi Slimons var sagt, að hann mundi senda skip til Gránufélagsins á Akureyri með vörur, og einnig yrðu þar vörur, sem Jakob hafði áður pant- að fyrir Mývetninga. Þar á Akureyri yrði James Bridge að hitta til nánari samninga um sauðakaupin á Húsavík. Jakob hélt þá til Akureyrar á tiltekn- um degi og var Sigfús Magnússon i Múla í fylgd með honum til þess að vera túlkur. Var þar samið um mark- aðsdaga og markaðsstaði um haustið. En hvernig fór um vörurnar, sem Ja- kob átti í þessu skipi? Hann segir í minningum sínum: „Vörur hafði hann á skipi sínu til mín frá Fisher þeim, sem ég áður nefndi, en var ófáanlegur til að fara með þær til Húsavikur, heldur annað hvort setja þær þegar upp við Eyjafjörð eða geyma þær í skipinu þangað til um haustið, og varð ég að sæta því síðara ... Vörur þessar hafði ég áður pantað fyrir Mývetninga. Eftir þessa samfundi varð það nú fyrst að gjöra að skrifa ágrip af samningum i allar sveitir vestan Jökulsár að Fljótsheiði." Nauðsynlegt var að flýta fjallskilum um 3 daga, og brugðust menn vel við því. Markaðir voru ákveðnir dagana 13.—15. sept. á Húsavík, Skógarétt, Hraunsrétt, Múla, Þverá og Hólum i Laxárdal. Þangað voru reknir sauðir úr uppsveitum, jafnvel austan af Hóls- fjöllum. • 32 þúsund úr gullpeningakút Jakob var að sjálfsögðu á þessum mörkuðum og með honum þeir Bene- dikt á Auðnum, sem bókfærði sölu- sauði, og Sigfús var túlkur. Sauðaskip- ið „Cumberland“ lá þá á Húsavíkur- höfn. Benedikt segir frá: „Nóttina eftir siðasta markaðinn í Laxárdalnum gistu þeir Bridge og Tait á Þverá og 16. sept. riðum við allir með þeim til Húsavikur. Var þá byrjað að flytja sauðféð út í skipið á fiskibátum Húsvíkinga og hafði Kristján Jónasar- son haft forgöngu þess. Bridge bauð okkur samferðamönnum sínum með sér út í skipið til þess að gera upp við- skiptin og veita kaupverðinu móttöku. Fórum við Jakob og Sigfús þegar út í skipið og gistum þar í besta yfirlæti um nóttina, bví ekki var öllu lokið fyrr en að áliðnu daginn eftir. Varð fyrst að lesa saman markaðsbækur okkar Eridge og leggja saman tölur í þeim. Bar bókum okkar svo saman, að eng- inn teljandi vafi var á, og það lítið sem var jafnaðist í bróðerni. Reyndist Bridge okkur hinn besti drengur og hið mesta ljúfmenni. Skipið var fullfermt svo að ekki mátti þrengra vera, en upphæðin sem Bridge bar að greiða var rúm 30 þús. kr. Greiddi hann það í gullpeningum að mestu en litið eitt i silfri. Pening- ar þeir, sem Bridge hafði meðferðis voru geymdir i rammgerðum tvöföld- um kút sem flotið gat á vatni og lýsti af i myrkri af fosfórefnum. Kúturinn var geymdur í læstum klefa út úr her- bergi Bridges og bauð hann okkur að líta þar inn áður en hann hreyfði við kútnum.“ Bridge lýsti ánægju sinni yfir því hve vel hefði tekist, enda var veður- blíða þessa daga. Hann kvaðst vilja halda viðskiptum áfram en honum leist illa á höfnina og áhöld til þess að koma fénu út í skip og vildi að féð yrði framvegis rekið til Akureyrar. Hann ráðlagði að fá vörur upp með sauðaskipum, það væri báðum hag- kvæmt. Þeir félagar kvöddu sauða- kaupmenn með kærleikum og drukku heillaskál framtíðarviðskipta, en Benedikt tekur fram, að áður hafi „engum vínföngum verið hreyft með- Framhald á bls. 58 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.