Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 15
Jakob Hálfdanarson: Hann tók ekkert fyrir pönt- unar- og afgreiðslustörf sín, en varð þó að vera langtímum saman frá búi sínu þeirra vegna. Veturinn 1880—81 var einhver hinn harðasti, sem sögur fóru af á síðustu öld, grimmdarfrost og stórhriðar vik- um saman. En forystumenn félags- verslunar í héraðinu létu það ekki beygja sig, og enn boðaði sjö manna nefndin til almenns fundar að Múla 21. jan. 1881. Þar hafði nefndin ákveðna tillögu að bera fram. Hún var sú að leita til sýslunefndarinnar og mælast til þess að hún gengist fyrir því að fá Slimon til þess að senda sauðaskip til Húsavíkur haustið 1881. Nefndinni hafði komið til hugar, að það mundi verða áhrifaríkara, ef sýslunefndin, málsvari héraðsins alls, hefði forgöngu um málið. Séra Bene- dikt i Múla var sýslunefndarmaður fyrir Helgastaðahrepp og Jakob Hálf- danarson fyrir Skútustaðahrepp, og ætlaði fundurinn þeim að flytja málið þar, segir Benedikt á Auðnum. • Sauðamálið í sýslunefnd Fundur sýslunefndarinnar var hald- inn á Ljósavatni 27. apríl 1881. Fund- argerðin ber ekki með sér, hvernig málið var flutt þar, hvort séra Bene- dikt eða Jakob gerði það, en það var á dagskrá og rætt. Auðsætt virðist, að sýslunefndin hafi ekki viljað taka málið í sínar hendur sem heild og fela framkvæmd þess oddvita sínum, Benedikt Sveinssyni sýslumanni, og því siður hafi það verið vilji hans, því að hann gerði það að tillögu sinni, að nefndin fæli Jakob forgöngu málsins, og er bókunin svohljóðandi: „23. Eftir uppástungu sem gjörð var um að útvega fjárkaupaskip á Húsa- vík í haust komandi, fól sýslunefnd Jakobi Hálfdanarsyni að semja við einhvern enskan fjárkaupamann —■ Slimon eða annan — um þetta mál“. Jakob telur, að sýslumaður hafi átt þessa „uppástungu" um afgreiðslu málsins. Svo vildi til, að Benedikt Jónsson á Auðnum sat þennan sýslunefndarfund sem gestur vegna þess að hann vildi fylgja þar eftir öðru máli, sem hann hafði tekið að sér, að hans sögn. Um meðferð sauðasölumálsins á fundin- um segir hann í minningum sínum: „Dauflega tók sýslunefndin í málið, enda taldi oddviti, að það væri utan verkahrings sýslunefndar að vasast i verslunarmálum. Atkvæðamesti mað- ur nefndarinnar, Einar Ásmundsson, lét málið afskiptalaust og mun það hafa verið af tillitssemi við Gránufé- lagið... Ekki minnist ég þess, að nokkur sýslunefndarmanna teldi sauðasölumálið með öllu óþarft annar en „faktor“ Húsavíkurverslunar, sem sæti átti í sýslunefndinni. Bókun sýslunefndarinnar um málið sýnir ljósast hvernig nefndin skildist við það. Oddviti nefndarinnar stílaði hana þannig.“ Hér hefur eitthvað skolast til, því að fundargerðin ber ekki með sér, að Þórður Guðjohnsen hafi setið þennan sýslufund, þótt hann væri sýslunefnd- armaður Húsavíkurhrepps þetta ár, svo að hann getur ekki hafa lýst yfir þar, að það væri „með öllu óþarft“. Sýslunefndarmenn, sem sátu fundinn, virðast hafa verið þessir sjö: Benedikt Sveinsson, sýslumaður, Gísli Ásmunds- son, Einar Ásmundsson i Nesi, Stefán Pétursson, Sigluvík, Jón Árnason, Arn- dísarstöðum, séra Benedikt í Múla og Jakob Hálfdanarson. Benedikt á Auðnum telur afgreiðslu sýslunefndar á sauðasölumálinu , eins og frávisun eða synjun á erindinu“, og bætir við: „Fyrir okkur, sem höfð- um áhuga á málinu voru þetta dapur- leg vonbrigði. En jafnframt rann okk- ur rækilega í skap“. Jakob lætur ekki í sinum endur- minningum um þennan fund neitt slíkt álit uppi, en segir: „En einhvern þurfti nú að fá til framkvæmdanna i þessu fyrirtæki og var ekki lengi um það vafist að snúa sér þá þegar að mér, og tókst ég það undanfærslulaust á höndur, með því ég gat ekki með einlægu trausti snúið mér að neinum sýslunefndarmannin- um eða vísað á nokkurn til þess. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.