Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 30
Hvar sem vantar vegi — hreppinga og Staðhrepp- inga eða Hvammstangara, svo nokkuð sé nefnt. Pabbi hafði, a. m. k. á yngri árum mikinn áhuga á íþróttum, t. d. glímu og skíðagöngu, og ég minnist þess sem stráklingur, að ég rakst einu sinni á myndarlegan bunka af íþróttablaðinu niðri í kassa með gömlu blaða- og bókadóti, sem pabbi geymdi á skemmu- lofti. í blaðinu var mikið fjallað um glímu og skíða- íþróttir, svo og sund, en lít- ið um knatspyrnu, og hand- bolti mun ekki hafa verið kominn í tísku þá. Því mið- ur hefur þetta blað glatast, og ég veit ekki, hvort um var að ræða fyrsta íþrótta- blað, sem gefið var út hér- lendis. En gaman hefði ver- ið að eiga það nú sem vitnisburð um eitt áhuga- svið verkamanns norður á Borðeyri á kreppuárunum. • Nýbýli reist Eins og fyrr var sagt, réð- ust foreldrar mínir í að koma sér upp nýbýli rétt utan við kauptúnið, árið 1936. íbúðarhús, hlaða og fjós voru sambyggð, en fjár- hús og hesthúskofa byggði pabbi úr torfi upp á gamla móðinn. Þakið á kofanum var að því leyti sérkenni- legt, að það var botninn úr gömlum dekkbát, sem hvolft var ofan á vegghleðsluna, og var því ærið bungumynd- að. Ekkert tún var þarna í kring, og þurfti því að ráð- ast strax í ræktunarfram- kvæmdir, því að án efa var hugmyndin með stofnun nýbýlisins að koma upp dá- litlu búi, en stunda jafn- framt til fallandi atvinnu í kauptúninu, svo og vega- vinnu á vorin. En einmitt um þessar mundir herjaði vágestur mikill á fjárbú- skap í mörgum sveitum landsins, mæðiveikin ill- ræmda. Þótt ekki hefði ver- ið nema af þeim sökum, var engan veginn auðvelt að koma sér upp fjárbúskap að neinu ráði. En ýmislegt fleira kom hér til, sem gerði það að verkum, að foreldr- ar mínir ílentust ekki á ný- býlinu sínu: snöggar breyt- ingar, nánast bylting á öllum sviðum þjóðlífsins á næstu árum, stóraukin at- vinna, hækkandi kaupgjald í almennri vinnu, búferla- flutningar úr sveitum í þéttbýli, og þá einkum suð- ur á Reykjanesskagann eða höfuðborgarsvæðið. Allt átti þetta sinn þátt í að nýbýlið Lyngholt var selt og flutt til Reykjavíkur. En áreiðanlega varð pabba oft hugsað til litla, vinalega kauptúnsins við vestanverð- an Hrútafjörð, því að þótt kreppan og hörð lífsbarátta setti auðvitað sitt mark á mannlífið þar, þá voru árin sem við áttum heima á Borðeyri, að ýmsu leyti góð ár. Bragirnir, sem faðir minn orti um Borðeyringa og sveitunga sína, og ég hef áður minnst á, sýna líka hlýja glettni hans í garð granna og sveitunga, ásamt meðfæddri gamansemi, sem entist honum fram á sið- ustu ár. + Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum I GLEÐILEGRA JÓLA i i i Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum I I I PÖNTUNARFÉLAG ESKFIRÐINGA Eskifirði I I I I I I I -------------------------------------------.-=ni GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Þökkum gott samstarf á liðnum árum KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA Þingeyri 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.