Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 54
Lubbi Rússnesk barnasaga eftir Vitaly Bianki Þýðandi: Guðrún Guðjónsdóttir Tanya sat á fordyratröppunum og horfði á sólina síga til viðar bak við ísilagða tjörnina. Allt i einu sá hún hvar skólastjórinn kom í átt til henn- ar. Á undan honum hljóp hvolpur, sem hún hafði ekki séð fyrr. Hvaðan skyldi nú þessi hvolpur vera? hugsaði hún. Hún hafði aldrei áður séð hvolp neitt líkan honum. Hann var lágfætt- ur með lafandi eyru, sem náðu næst- um alveg niður á jörð, en rófan var aðeins ofurlitill stúfur. Hvolpurinn var hvitur, fyrir utan nokkra svarta bletti á baki, og einn svartan blett, sem lá eins og bót i kringum annað augað. Strax og hvolpurinn kom auga á Tanyu trítlaði hann upp að tröppunum til hennar, settist á afturlappirnar og rétti fram aðra framlöppina eins og hann vildi segja „Góðan dag“. „Nei, sjáðu“ sagði skólastjórinn hlæjandi, „hann veit strax hver á hann. Þú átt þennan hund Tanya. Hann kemur beint frá Leningrad, er af spænsku loðhundakyni og er gjöf til þín frá Pétri frænda. Og hérna er svo bréf til móður þinnar“. Er hann haf ði þetta mælt, kom móð- ir Tanyu út á tröppurnar. Hún heils- aði skólastjóranum og fór síðan að lesa bréfið. „Kæra systir mín“, skrifaði Pétur frændi. „Ég vona að þú verðir ekki reið við mig, þótt ég sendi þér hundinn minn. Élg get ómögulega haft hann í borginni. Ég bý á sjöttu hæð og er allan daginn að heiman við vinnu i verksmiðjunni. Hér er enginn, sem getur farið út með hann. Þetta er reglulega skemmtilegur hundur af ágætu kyni. Hann kann ýmsa leiki og er mjög Þefvis. Honum hefur verið kennt að sækja og bera hluti. Ég er viss um, að hann og Tanya verða góð- ir leikfélagar. í sumar þegar ég heim- sæki ykkur ætla ég að fara með hann á veiðar. Já, ég hef ákveðið að gerast veiðimaður. Hundurinn er nú kominn til ykkar, svo vonast ég til að geta safnað mér fyrir byssu, áður en ég fer í þetta ferðalag. Allt sem ég veiði gef ég þér“. „Vesalings maðurinn“, sagði móðir Tanyu brosandi, „hann veit ekki einu sinni úr hvorum enda byssunnar skot- ið kemur, en þó er hann búinn að gefa veiðina". Nú leit hún á hvolpinn, skellti á lær- ið og sagði, „sá er ljótur greyið og al- veg rófulaus“. Drengir og telpur allsstaðar að úr þorpinu komu nú hlaupandi til að skoða nýja hundinn hennar Tanyu. Þau skellihlógu og sögðu, „það er bót kringum annað auga hans, bótarauga, hí, bótarauga", kölluðu þau. Nágrannastrákarnir, þeir Kolli og Tolli, gerðu meira að segja niðvísu um Tanyu og hundinn hennar, sungu full- um rómi. Tanya, Tanya, hrífuhaus á hund, sem er alveg rófulaus, kringum hans auga er kolsvört bót, kjánaleg eyrun stór og ljót. Tanya varð sárreið yfir því, sem strákarnir sögðu um hundinn hennar. Snemma næsta morguns hljóp Tanya fram úr rúminu með mikl- um bægslagangi, hún varð að flýta sér, ef hún átti ekki að verða of sein i skólann. En til allrar óhamingju fann hún ekki annan skóinn sinn. Hún gat ómögulega munað, hvar hún hafði látið hann kvöldið áður. „Lubbi, Lubbi“, hrópaði Tanya, „sæktu skóinn minn, skilurðu mig? Sæktu hann“. Lubbi reisti skyndilega annað eyrað og lét hitt lafa, eins og hann væri að reyna að skilja, hvað telpan sagði, og snuðraði síðan undir bekkinn. „Hann skildi, hvað ég sagði,“ kallaði Tanya fagnandi. „Sjáðu mamma, hann er að sækja skóinn minn“. Ef satt skal segja þá skreið Lubbi undan bekknum með gamalt flókastígvél á milli tannanna. „Ó, kjáninn þinn“, sagði Tanya ólundarlega. „Það er skórinn minn, skilurðu, sæktu hann nú og vertu fljótur". Lubbi dinglaði litlu rófunni og þaut út um dyrnar. Eftir andartak kom hann aftur og dró með sér dauðan rottuunga, sem hann fann í þakher- berginu, og rétti Tanyu. „Ó, hvað þú ert viðbjóðslegur", sagði Tanya með tárin i augunum. „Held- urðu að ég geti notað rauðan rottu- unga fyrir skó? En sá viðbjóður.” „Þú mátt ekki skamma Lubba elsk- an“, sagði mamma. „Hvernig á hann að vita, hvað orðið skór þýðir? Það getur verið, að hann hafi ekki heyrt það fyrr. Sýndu honum hinn skóinn þinn og láttu hann þefa af honum, þá veit hann kannski, hvað þú átt við. Hundar hafa sérstakan hæfileika til að finna hluti með þvi að þefa þá uppi“. Tanya gerði nú eins og móðir hennar sagði. Þegar Lubbi hafði þefað af skónum, þaut hann óðara undir rúmið og kom með skó Tanyu. „Duglegi hundurinn minn“, sagði Tanya himin- glöð. Hún fór í skóinn sinn i snatri og þaut í skólann. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.