Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 14
Gullkúturinn sem flaut á
vatni og lýsti í myrkri
Næstu daga dvaldist Benedikt
á Húsavík og skrifaði sauða-
reikninga til uppgjörs við
bændur, en Jakob reiddi fram
gullið eftir reikningum ...
<J<i n isri oot au A -t- e £ rt - CL. - nr
tf'TCL. f ■ oUn / OL- . CUí Sejrusrt (—£jr CLU S&cunh.a\ cÍJi 'ift3 (W. ^UUmdaji t>c czkst OLU ofwn
) Jionj .... V n K tt H
1 cS. áf. /<} ry3 O'L. SbZ, - - «
3 ^OjT>uJajOCJ-c/^ OLS1. aJAúinujyz.c^LC>c /* - z.7,n So /OH $<j 1 7 - ' -
H Ji tJ acJL otocO cx^cLe-J-JLcJ. ■ LSH Si 300 z-b 1 st S1
s oLc£-J-oooLc-lJL oL-. . J O S (o e 1 < r. Zo > £ 17.
t> <3(JlJ-gLocs-l, . * 311 H of }<100 H 1 8 ^So Æ8
1 oUJoLoL^ .... •t íbS 8 So 1 8/Z 61
3 ^ou-cj ot-cLaúoC oL— * SS JQOf ts 687 13
7' A o- cf ol-oLqJJ- oL— ... - / 80 HH(o3 irl •#73» > 3
io ~rJ ll-ó qlju cLqJcC oL- . . . 1 / fcV<j n H - 3o
u ofi. aJLóLot oo jLjC-O oLíÚJjoL-^.. : • • f ^757 Ii «Too K Lt Ct Cj 77
oÚLoyi/yo. oc-^T oLeújCoL— . n josnf 7» ‘)ZV< OC 30 eocj 68
Rithönd Benedikts á Auðnum.
skrúfuskipi sem hét Yarrow til Aust-
fjarða seint um haustið, þar sem það
tók 1200 kindur.
Þótt Þingeyingar og Eyfirðingar
kæmu sauðasölu ekki fram þetta haust
fremur en hið fyrra sinn, má telja að
sauðasalan hefjist þetta ár með til-
komu Slimons og Coghills og hún
mátti heita samfelld siðan, þótt hún
yrði enn um sinn nokkuð úrfallasöm
hjá Þingeyingum.
Tryggvi gerði enn samning við Eng-
lendinga sumarið 1873 um fjárkaup
og skip að sækja féð um haustið, en
vafasamt er að fé hafi verið rekið til
Akureyrar austan yfir fljót í það sinn.
Skipið kom en tók ekki nema hluta
þess fjár, sem samið hafði verið um,
og auk þess fór kaupandinn af landi
án þess að greiða allt andvirðið og
varð seinlegt að ná því en mun þó hafa
tekist.
Sauðaverslun Gránufélagsins mun
hafa verið með einhverjum úrtökum
tvö næstu árin, en 1876 fékk Tryggvi
Slimon til að senda skip eftir sauðum
til Eyjafjarðar, en borgaði sauðina að
mestu í vörum sem skipið kom með
handa félaginu. Eitthvað af sauðum
var þá rekið til Oddeyrar úr sveitum
austan fljóts, svo sem Bárðardal og
Mývatnssveit þetta haust.
En Slimon var óánægður með sauða-
kaup Tryggva og haustið 1877 sendi
hann Coghill til Akureyrar að velja og
meta féð, en hann var talinn mjög
glöggur á mat sláturfjár að smekk
Englendinga. Enn voru markaðir að-
eins inn við Ljósavatnsskarð það ár,
en Coghill þóttist sjá, að besta féð væri
úr austursveitum sýslunnar, og það
varð til þess, að næstu þrjú ár, 1878—
80, var efnt til sauðamarkaða á Úlfs-
bæ, og þangað var rekið fé úr Reykja-
dal og uppsveitum hvaðanæva.
,,Ég sem þá var bóndi á Grímsstöð-
um, var fyrst með sauði á markaði
haustið 1877“, segir Jakob Hálfdanar-
son. Hann kveðst siðan hafa verið
næstu þrjú árin á sauðamörkuðum á
Úlfsbæ „og fengist meira og minna við
sauðasöluna bæði fyrir mig og aðra.“
Benedikt á Auðnum segir, að Jakob
hafi „eggjað menn að selja þar frá-
lagsfé sitt og einkum gengið fast fram
í þvi 1880.“ Hann kom það haust að
Auðnum 22. sept. var dag um kyrrt og
ræddi við Benedikt um sauðfjárversl-
un. Markaðurinn á Úlfsbæ hófst það
haust 19. sept. og þeir urðu samferða
þangað og dvöldust þar til 21. sept.
Þangað var rekinn fjárhópur úr Lax-
árdal, segir Benedikt. Coghill kom á
markaðinn, sem var hinn langstærsti,
sem þarna var haldinn.
Þessi þrjú ár mun Gránufélagið hafa
haft þá meginreglu að greiða sauða-
verðið að hálfu í peningum en að
hálfu i vörum á Oddeyri, og þótti
mönnum að austan það að vonum
óþægilegir kostir. Vörur félagsins
þóttu dýrar er hér var komið og eng-
inn leikur að flytja þær á klökkum
austur yfir heiðar og stórvötn. Það fór
líka svo, að þetta varð síðasti markað-
ur Gránufélagsins austan Ljósavatns-
skarðs.
• Sjö manna nefndin
Benedikt á Auðnum greinir frá því
í minningum sínum, að haldinn hafi
verið allfjölmennur fundur í mars 1880
i þinghúsinu á Helgastöðum um
sauðaverslunina, vandkvæði hennar
og verslunarinnar almennt. Þar mun
séra Benedikt i Múla hafa verið at-
kvæðamikill, enda var hann manna
óánægðastur með þjónustu Gránufé-
lagsins. Á fundi þessum var kjörin
sjö manna nefnd „til þess að vinna að
verslunarumbótum“. Séra Benedikt
var formaður hennar, og Benedikt á
Auðnum átti einnig sæti í henni.
Nefndin hélt nokkra fundi og ræddi
málin vel, og boðaði aftur til almenns
sveitarfundar í Múla 13. des. 1880. Þar
var fyrst og fremst rætt um ráð til
þess að fá Slimon til þess að senda
skip til Húsavíkur næsta sumar til
þess að kaupa fé milliliðalaust af
bændum, en engar samþykktir voru
gerðar i málinu þá.
14