Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 52
Gist undir höku kerlingar mynd af sjálfum sér og alls- kyns stimpla, allt innramm- að og undir gleri. Litill drengur sýndi snúinn og vis- inn handlegg og rétti fram lófann eftir peningum. Skó- bustararafjölskylda var þarna skammt frá og hellti burstum og skósvertu úr trérimlakassa til að rýma fyrir fárra ára gamalli dótt- ur, greinilega mikið veikri. Fölur og magur faðirinn vaggaði litla anganum í fangi sér og brosti út undir eyru svo sá í eiria, skakka tönn í efri gómi. Fyrir einskæran asnaskap lentum við inn á einhvern þekktasta og dýrasta sjáv- arveitingastað i Lissabon, Solmar — og báðum um humar, en lifandi humrar synda þarna um i stóru gler- búri og þjónar veiða jafn- óðum i matinn. Við guggn- uðum náttúrlega alveg, þeg- ar við heyrðum hvað kilóið kostaði og ætluðum að fara að panta einhvern kjötrétt, en þeir fást þarna á skikk- anlegu verði. Þá kom þjónn- inn aftur og bauð okkur tvo litla humra á viðráðanlegu verði og við slógum til. Og það verð ég að segja að þessi litli humarbiti með hvítvíni frá 1950 og einhverri afar ljúffengri sósu er held ég sá allra besti matur, sem ég hef smakkað, bragðið hvarf mér ekki úr minni marga daga á eftir. Solmar er í götu á mörk- um breiðgatnanna og gamla hverfisins Alfama, en ein- mitt þarna er næturlíf borg- arinnar mest og fjörugast. Við eyddum þó litlum tíma i það í þetta sinn, en fórum að skoða gamla hverfið dag- inn eftir. Alfama er elsta hverfi borgarinnar og byggð þar hófst á dögum Mára. Það hefur staðið af sér alla jarð- skjálfta, sem dunið hafa yf- ir Lissabon. Þéttbyggð, hvít, ljósbrún eða flísalögð húsin hjúfra sig saman í brattri hæð, en efst uppi trónir kastali heilags Georgs, einn- ig frá tíð Mára. Þaðan er gífurlega gott útsýni yfir mestalla borgina. Við fórum áleiðis þangað upp með sporvagni og fórum út úr honum við litlu fallegu kirkjuna hennar Santa Lusíu. þar sem blómfléttur vefjast um veggi og stein- garða og iíta má stórar flísamyndir á garðveggjum og blá og hvít flísamynd af Lúsiu sjálfri prýðir kirkju- vegginn. Við þræddum okk- ur upp að kastalanum eftir þröngum, bröttum og krók- óttum götum. Þarna úði og grúði auðvitað af túristum og minjagripabúðum. Samt virðist lífið í litlu húsunum ganga sinn vanagang, kon- ur kölluðust á út um glugga og handavinnuáhugakonur gátu ekki stillt sig um að glápa á handhekluð glugga- tjöld, sem víða voru fyrir gluggum eða héngu til þerris á snúrum, strengdum á milli þeirra. Þegar við gengum til baka aftur og ég sá glytta á ána og skipin á henni á milli húsanna, fannst mér ég fyrst vera að byrja að finna smjörþefinn af Lissa- bon. En tíminn þaut. Við átt- um fyrir höndum fjögurra stunda akstur til suður- strandar Algarve. Siðasta klukkutímann notuðum við til að skoða Jerónimos- klaustrið og kirkjuna og klausturgarðinn. Þarna rikir annar þekktur þáttur portú- gaiskrar byggingalistar, manúelín (hinn er azulejo — flísalistin). Þetta eru ó- trúlega fínlegar og marg- breytilegar handhöggnar steinskreytingar. Við tókum eftir því að á fjölmörgum umgjörð- um um gluggana út í klausturgarðinn var ekkert munstrið eins. Andspænis Jerónimosklaustrinu, alveg úti á árbakkanum, stendur risastórt minnismerki um portúgölsku landkönnuðina með Hinrik sæfara í broddi fylkingar. Lissabondvölinni lauk með þvi að við fengum okk- ur hressingu á litlum snarl- bar á árbakkanum og virt- um fyrir okkur risastóru hengibrúna og Kristliknesk- ið handan hennar áður en aftur var ekið suður á bóg- inn. 4 Óskum öllum félagsmönnum og starfsfólki okkar I I I GLEÐILEGRA JÓLA og góðs komandi árs i i i Þökkum viðskiptin á liðnum árum I I KAUPFÉLAG STRANDAMANNA Norðurfirði I I I I l ----------------------------------.---------------------m Fjölmargar lausnir bárust við síðustu verðlaunakross- gátu Samvinnunnar. Dregið hefur verið úr réttum lausn- um, og verðlaunin hlýtur aðþessu sinni Þórður Jóns son, Laufahlíð, Reykja- hverfi, Suður-Þingeyjar- sýslu. Vísan er svona: Árum linnir, allt fer burt; ellin grynnir sporið. Aldrei finnur einær jurt öðru sinni vorið. Og nú birtum við stóra jólakrossgátu, sem lesend- ur hafa vonandi gaman af að glíma við yfir hátíð- arnar. Gátan er með sama sniði og fyrr nema hvað lausn hennar er fólgin í TVEIMUR vísum. Veitt eru ein verðlaun, 100 krónur. Það nægir að senda vísurnar á blaði ásamt nafni og heimilis- fangi. Utanáskriftin er: SAMVINNAN, Suður landsbraut 32, Reykjavík. Góða skemmtun! ♦ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.