Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 58
GULLKÚTURINN Framhald af bls. 18 V_____________________________) an við vorum -í skipinu, og mundi þó Tait hafa þegið það“. Sauðaverðið þetta fyrsta haust varð 16—20 kr. fyrir tvævetra sauði, 14—15 kr. fyrir geldar ær og 10—14 kr. fyrir veturgamla sauði. Þeir félagar héldu i land með 32 þús. kr. í gulli og silfri, „og þótti mér vandi með að fara, fyrst ofan í bát og svo er i land kom, þar sem ég hafði ekkert hús og enga skrálæsta hirslu. Fékk ég lánaðan skrifpúltslaup hjá Sveini Víkingi til þess að geyma i pen- ingana“, segir Jakob. Næstu daga dvaldist Benedikt á Húsavík og skrifaði sauðareikninga til uppgjörs við bændur sem komu all- margir til Húsavikur þessa daga en Jakob reiddi fram gullið eftir reikn- ingunum. En menn áttu einnig annað erindi í kaupstaðinn þessa daga, eink- um Mývetningar. Vörurnar, sem velkst höfðu í skipinu um sumarið voru settar á land um leið og fénu var skipað fram. Jakob fékk að geyma nokkuð af þeim í gömlu og ónotuðu fangahúsi þar á bakkanum, og hann segir, að Guðjohnsen hafi lánað bryggju og báta til uppskipunar án endurgjalds og verið á ýmsan annan hátt hjálplegur. Jakob hafði lika fengið „eitthvað af smávörum" frá Reykjavik fyrr um sumarið og gert nokkur „stærri kaup með afslætti" hjá Prebirni lausakaupmanni. Þarna var því hægt að efna til nokkurrar kaup- tiðar, fyrst og fremst varð að afhenda Mývetningum pantaðar vörur, og sóttu þeir þær margmennir þessa daga, en Jakob mun hafa haft tölu- vert afgangs og selt hverjum sem var. Þar sem verðið var gott varð handa- gangur i öskjunni, enda höfðu nú margir gull i lófum, og varð enginn leikur að skipta vörunni með réttlæti. Jakob var líka hálfhandlama af fing- urmeini. Hann hafði að láni „skemmu- ræfil“ hjá Stefáni i Naustum úti við lækjargilið þar sem Formannshús stendur nú, og fékk sér búðarmann, „Pétur á Gautlöndum, sem af Mývetn- ingum var þá að verða einna liprastur til þess konar vika. Vorum þar að skipta varningi milli Mývetninga og höfðum til þess kvarða og vogarræfil gamla Stefáns. Gleggst rekur mig minni til skipta á hellulit, því það varð okkur efni til óþolinmæði. — í öðru lagi man ég eftir því, að þetta sama sumar fékk ég inni að vera í pakkhúsi hjá Þ. Guðjohnsen við skipt- ingu og upptöku á álnavöru frá Thom- sen“, segir Jakob. Þetta pöntunarstarf og verslun var að sjálfsögðu eingöngu á vegum verslunarfélagsins i Mývatns- sveit og Jakobs sjálfs. Þannig voru pöntunin og sauðasalan að þvi komnar að falla í einn farveg á haustdögum á Húsavík 1881. Bene- dikt segist hafa hjálpað Jakobi við að reikna út verð varanna, en á þær hafi ekkert verið lagt annað en beinn kostnaður, og Jakob ekki tekið neitt fyrir pöntunar- eða afgreiðslustarf sitt, en hann varð þó að vera lang- tímum saman frá búi sinu þetta sum- ar og haust. Hins vegar mun Slimon hafa greitt Jakobi iy2% af sauða- verðinu í umboðslaun og var það nokkur greiðsla, en hann mun siðan hafa greitt þeim Benedikt, Sigfúsi og Kristjáni einhvern hluta þess fyrir að- stoð þeirra. • Lausnargjald lífshamingju Gullpeningarnir úr kútnum sem lýsti í myrkri og flaut á vatni urðu fyrsta sauðagullið sem komst i hendur almennings í Þingeyjarsýslu og dreifð- ist svo að segja á hvert sveitaheimili milli Jökulsár og Skjálfandafljóts. Það varð mikils vísir. Það leysti fyrsta hnút aldagamals læðings í verslunar- málum, varð lyftistöng sem um mun- aði og lykill að dyrum þeirrar frelsis- tiðar sem i hönd fór. Gullpeningar úr þessum kút — og næstu sauðagullskút- um — voru til í eigu einstakra geym- inna manna fram á þriðja tug þess- arar aldar að minnsta kosti, og þegar örðugt var að afla gulls í giftingar- hringa á öðrum tugi aldarinnar varð það fangaráð að leita á náðir þeirra sem áttu þessa gullpeninga og fékkst þar oft úrlausn. Gullið úr kútnum sem lýsti í myrkri og flaut á vatni varð því á fleiri en einn veg lausnargjald lífshamingju. Sú hreyfing sem reis á legg upp úr sauðasölunni haustið 1881 átti oft í vök að verjast í harðsóttri lífsbaráttu á æskuárum og varð hvað eftir annað að geta flotið á vatni og lýst i myrkri. Og stundum var engu líkar en Kaup- félag Þingeyinga hefði hlotið snefil þessarar gáfu og giftu gullkútsins góða i vöggugjöf eða kaupbæti og nyti hennar þegar á reyndi. 4 l # GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum KAUPFELAG BITRUFJARÐAR Óspakseyri 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.