Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 46
Gist undir höku kerlingar þegar nær dregur strönd- inni. taka við þröngar og brattar götur með litlum húsum, oftast sambyggðum, máluðum þessum björtu iit- um, sem áður er minnst á og svo nýrri húsum eða upp- gerðum, mörgum flísalögð- um. Við þræddum krókótt- ar, þröngar götur niður að lóninu og mættum bússu- klæddum, órökuðum sjó- mönnum með derhúfur dregnar niður í augu, senni- lega á leið heim eftir róður. Skolp rann óbyrgt eftir raufum sitt hvoru megin á götunni, sem lögð var ó- reglulega löguðum smá- steinum og myndaði að lokum daunillan læk, sem rann út í lónið. Þarna nið- urfrá voru bátar dregnir upp i fjöruna og karlar sátu að skrafi í einhverskonar aðgerðarhúsi, en sannast að segja hrakti ódaunninn úr læknum okkur fljótlega í burtu úr fjörunni. Við gengum eftir götu, sem hét Rua des Pescadores og hlýtur að þýða Sjó- mannagata. í húsi nr. 37 kom ung kona með dóttur sína, hrokkinhærða, út í dyr og vildi endilega að hún heilsaði yngissveini af norð- urslóðum á sama aldri. En þegar piltur ætlaði að sýna riddaramennsku sína og kyssa litlu senjórítuna í kveðjuskyni, rak hún upp skaðræðisöskur af ótta við þennan undarlega, nærri hvíthærða strák: hafði án efa aldrei séð slíkt fyrirbæri áður. Amma gamla sat i dimmunni að hurðarbaki og gægðist út um dyrnar, svartklædd með skýluklút- inn niðr í augu og þannig sátu kerlingar nær undan- tekningarlaust í hverri gætt. Ein hafði þó tekið ofan skýluklútinn og stóð fyrir dyrum úti og þurrkaði sér vel og vandlega um andlit og eyru með handklæði og aðra sáum við sitja á hækj- um sínum rétt innan við dyrnar og hræra i potti yfir litlu eldunartæki. Karlar sátu í smáhópum fyrir utan dyr eða studdu standandi veggi með sína svörtu hatta eða köflóttu derhúfur. Einn sá ég klæða sig úr sokk og skó og sýna kunningjunum bólgu, sem hrjáði hann ofan á ristinni. Annar sat með smávatnslögg í skál og gerði að sardínum í kjöltu sinni og skolaði af þeim í skál- inni, var án efa að hjálpa konu sinni við að undirbúa hádegisverðinn. • Orðaflaumur og kolbrunnir kolar Þarna í Alvor er ekkert gistihús, en tvö veitingahús fundum við, sem greinilega hafa risið upp til þess að þjóna ferðamönnum. Klukk- an var um 12 á hádegi og við settumst inn á annað þeirra, sem auglýsti að það væri opið frá 12—3 og síðan aftur um kvöldið. Snyrtilegur þjónn bar fram brauð og sardínukæfu, en slíkt er al- gengt þarna suðurfrá á með- an fólk athugar matseðil- inn. Við báðum um grillaða kola fyrir tvo, svínakótilettu fyrir einn. Ekki veit ég hvað fór úrskeiðis i eldhúsinu, en næsta klukkutímann mátt- um við gjöra svo vel að bíða eftir afgreiðslu meðan við hlustuðum á stanslausan orðaflaum eldabuskunnar, sem virtist ausa óbóta- skömmum yfir þjóninn, en eldglæringarnar og neista- flugið frá kolagrillinu náðu uppundir loft í eldhúsinu, sem var i innsta hluta veit- ingasalarins, enda voru kol- arnir kolbrunnir, þegar þeir voru loks settir fyrir okkur, kæfan og brauðið náttúrlega löngu uppetið. Við áttum eftir að kynn- ast betur þessum samtals- máta Portúgalanna. Sam- ræður fara mjög oft fram uppi á háa c-inu og engu er líkara en fólk sé að húð- skamma hvert annað. Ég held þetta sé bara ávani, fólk sé ekki i raun og veru að rífast. Kannski mætti líkja þessu við það, þegar eldhressir Þingeyingar taka tal saman. Seinna borðuðum við kvöldmat i hinu veitinga- húsinu i Alvor og fengum okkur kvöldgöngu í hlýju myrkrinu á eftir. En þá voru nú sumir að keyra „rúnt- inn“, svo að við og við varð fótgangandi fólk að þrýsta sér upp að húsveggjunum, svo að bilarnir kæmust framhjá. Þorpsbúarnir tóku þátt i kvöldlifinu af lífi og sál. Afgamlar, skorpnar kerlingar höfðu komið sér fyrir úti i opnum gluggum með púða undir olnbogan- um til þess að glápa á túr- istana, yngri húsmæður stóðu i hópum undir hús- veggjum, horfðu á og spjöll- uðu saman, án efa um útlit og klæðnað fólksins, yngri hjón með börn tóku þátt í kvöldgöngunni og á þorps- kránum tveim var líf og fjör hjá sjálfum íbúunum og hávaðinn eins og í versta skeglubjargi. Á leiðinni heim á hótel mættum við ungu pari, ekki eldra en 14 ára, á kvöldgöngu í daufu tunglsljósinu í skugga hárra steingarða í útjaðri þorps- ins. • Grillaðar sardínur á hafnarbakka Mjög oft lá leið okkar til bæjarins Portimao, en þjóð- sögn er um það að nafn hans sé dregið af fornu heiti rómversku á þessum stað: PortusMagnus (Stórahöfn). Þetta er allstór fiskimanna- bær á bakka árinnar Arade. Þaðan er stunduð mikil sar- dínuveiði og niðursuða og útflutningur á sardínum. Frá Torralta er um 10 mínútna akstur í leigubíl til Portimao og kostaði túr- inn sem svarar 12—15 ís- lenskum krónum. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.