Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1981, Blaðsíða 36
Aflands- vindur Smásaga eftir Jónas Guðmundsson Það voru liðin mörg ár síðan hann fór. Þorpið á ströndinni fékk aldrei neinn frið fyrir veðri. Vindurinn blés og feykti til bleikum sandinum sem smaug inn um hverja rifu og gegnum hverja flík. Regnið helltist úr himninum aðra daga, elleg- ar að hann gerði frost og svellið lagð- ist yfir mannlífið, gagnslitil túnin og kálgarðana, sem voru 40 tunnur. Já hér óttuðust menn einkum veðrið. Um mennina á sjónum, ef bátar voru þá á sjó, ellegar um bátana á legunni, þá daga sem ekki var róið, þvi þótt svínbundið væri með járnkeðjum, tók drottinn nú lítið mark á þvi á þessum stað. Ekki heldur á segulnöglum. Allt slitnaði upp einn daginn, og þá var voði fyrir dyrum, því oftast gáfust þá einhverjir upp á þessari afskekktu byggð, með öllum þessum segulnöglum, keðjulásum, sandi og rosa. Líka á hafnleysinu, því þorpið lá svo að segja fyrir opnu hafi. Það eina sem stóð nokkurnveginn kyrrt voru húsin, sem teygðu sig í sundurlausri röð meðfram ströndinni, eins og þau hefðu oltið af kerru á holóttum veginum. Það voru líka oft stálblettir á himn- um í Vogi, en svo hét þorpið. Þeir þutu eftir himninum og virtust oft fara hraðar yfir löndin en vindurinn sem bar þá og hin hvítu ský. Hvergi var vindurinn þurrari en hér i sand- inum og regnið líklega hvergi blaut- ara heldur. Jörðin drakk vatnið, húsin, sandurinn og gljáandi fjaran drukku vatnið og þegar þau höfðu drukkið nægju sína, lá það sem eftir var í dældum og pollum dögum saman og dúnhjálmsgrasið var að því komið að drukkna áður en dauf sólin þerraði tár jarðarinnar. Lifið virtist við fyrstu sýn vera harla sviplaust í Vogi, ef frá var talinn Jök- ullinn, sem minnti á öldung, sem starði fram, eins og hann væri að velta þvi fyrir sér, hvort aftur kæmi nýr dagur i augu þessarar byggðar. Allt annað var eitthvað svo sjálfsagt. Fuglagerið yfir gúanóinu, svört þang- fjaran, sem hlykkjaðist eins og ormur milli sandsins og sjávarins, sem teikn- aði grafísk verk með galdri sínum og öldum. Já svo langt sem augað eygði teygði fjaran sig, eða frá Nestánni að Borgunum, og aldrei var fjaran eins, fremur en himinninn. Auðvitað voru þetta sjálfsagðir hlutir, en þetta var þó sérstök veröld, þar sem svo að segja allir hlutir höfðu einhvern tilgang; nú eða þá engan tilgang, ef menn kusu að líta þannig á málin. En upplyfting var hinsvegar lítil. nema þá helst jarðar- farirnar, sem haldnar voru á laugar- dögum og messurnar, sem haldnar voru annanhvern sunnudag. Jón í Möl gekk út úr húsi sínu, svipaSist um og sá hvar bátarnir mogguðu úti á legunni. 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.