Samvinnan - 01.12.1981, Síða 30

Samvinnan - 01.12.1981, Síða 30
Hvar sem vantar vegi — hreppinga og Staðhrepp- inga eða Hvammstangara, svo nokkuð sé nefnt. Pabbi hafði, a. m. k. á yngri árum mikinn áhuga á íþróttum, t. d. glímu og skíðagöngu, og ég minnist þess sem stráklingur, að ég rakst einu sinni á myndarlegan bunka af íþróttablaðinu niðri í kassa með gömlu blaða- og bókadóti, sem pabbi geymdi á skemmu- lofti. í blaðinu var mikið fjallað um glímu og skíða- íþróttir, svo og sund, en lít- ið um knatspyrnu, og hand- bolti mun ekki hafa verið kominn í tísku þá. Því mið- ur hefur þetta blað glatast, og ég veit ekki, hvort um var að ræða fyrsta íþrótta- blað, sem gefið var út hér- lendis. En gaman hefði ver- ið að eiga það nú sem vitnisburð um eitt áhuga- svið verkamanns norður á Borðeyri á kreppuárunum. • Nýbýli reist Eins og fyrr var sagt, réð- ust foreldrar mínir í að koma sér upp nýbýli rétt utan við kauptúnið, árið 1936. íbúðarhús, hlaða og fjós voru sambyggð, en fjár- hús og hesthúskofa byggði pabbi úr torfi upp á gamla móðinn. Þakið á kofanum var að því leyti sérkenni- legt, að það var botninn úr gömlum dekkbát, sem hvolft var ofan á vegghleðsluna, og var því ærið bungumynd- að. Ekkert tún var þarna í kring, og þurfti því að ráð- ast strax í ræktunarfram- kvæmdir, því að án efa var hugmyndin með stofnun nýbýlisins að koma upp dá- litlu búi, en stunda jafn- framt til fallandi atvinnu í kauptúninu, svo og vega- vinnu á vorin. En einmitt um þessar mundir herjaði vágestur mikill á fjárbú- skap í mörgum sveitum landsins, mæðiveikin ill- ræmda. Þótt ekki hefði ver- ið nema af þeim sökum, var engan veginn auðvelt að koma sér upp fjárbúskap að neinu ráði. En ýmislegt fleira kom hér til, sem gerði það að verkum, að foreldr- ar mínir ílentust ekki á ný- býlinu sínu: snöggar breyt- ingar, nánast bylting á öllum sviðum þjóðlífsins á næstu árum, stóraukin at- vinna, hækkandi kaupgjald í almennri vinnu, búferla- flutningar úr sveitum í þéttbýli, og þá einkum suð- ur á Reykjanesskagann eða höfuðborgarsvæðið. Allt átti þetta sinn þátt í að nýbýlið Lyngholt var selt og flutt til Reykjavíkur. En áreiðanlega varð pabba oft hugsað til litla, vinalega kauptúnsins við vestanverð- an Hrútafjörð, því að þótt kreppan og hörð lífsbarátta setti auðvitað sitt mark á mannlífið þar, þá voru árin sem við áttum heima á Borðeyri, að ýmsu leyti góð ár. Bragirnir, sem faðir minn orti um Borðeyringa og sveitunga sína, og ég hef áður minnst á, sýna líka hlýja glettni hans í garð granna og sveitunga, ásamt meðfæddri gamansemi, sem entist honum fram á sið- ustu ár. + Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum I GLEÐILEGRA JÓLA i i i Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum I I I PÖNTUNARFÉLAG ESKFIRÐINGA Eskifirði I I I I I I I -------------------------------------------.-=ni GLEÐILEG JÓL FARSÆLT NÝTT ÁR Þökkum gott samstarf á liðnum árum KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA Þingeyri 30

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.