Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 12

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 12
58 Tímarit íslenskra samvinnufélaga. í Björgvin um veturinn, fór heim með því skipi til að stýra þeirri verslun. P. E. fór með Borðeyrarskipinu, og eg með Grafarósskipinu. I Grafarósi var þá síra Jón A. Blöndal verslunarstjóri fyrir félagið, og hafði áður verið verslunarstjóri á Borðeyri fyrir það. Af því eg var í Björgvin þetta vor og hafði að nokkru leyti eftirlit með hleðslu skipanna fyrir P. E. þá kyntist eg ýmsum örðugleikum við vöruútveganir o. fl. Skal hér aðeins getið um það að Björgvin var þá ekki meiri versl- unarbær en svo að ekki var hægt að kaupa þar ýmsar vörutegundir. Flutningar þangað urðu allir að koma á sjó. — Það vor kom frá Englandi efnið í fyrsta járnbrautar- spottann, sem lagður var í Noregi. Atti lrann að leggjast frá Björgvin til búnaðarskólans á Stend. — P. E. varð að kaupa ýmsar vörutegundir frá Englandi og láta flytja til Björgvinar, og sama var með danskar vörur. Þá voru engar reglubundnar skipaferðir hingað til lands aðrar en póstskipið „Diana“ og engar strandferðir hér. Rúmið í Diönu var ekki nóg fyrir Reykjavíkur vörur. Dönsku kaupmennirnir áttu sjálfír, eða leigðu, skip til sinna versl- ana, og segir sig sjálft, að ekki þurfti að leita til þeirra með flutninga fyrir félagið. Af þessum krókaflutningum frá Englandi og Danmörk varð mikill aukakostnaður og oft óvissa að fá vörurnar. Þess má líka geta að hér heima var að magnast ó- ánægja yfir seinlátari reikningsskilum frá kaupstjóra en lögin gerðu ráð fyrir og kraflst var. En eg varð ekki var við að P. E. hefði aðra aðstoð við reikninga og skriftir i Björgvin, en það sem Snæbjörn Þorvaldsson vann hjá honum við og við. Hann hafði eiginlega enga skrifstofu. Líklega hefir þetta stafað af því að laun hans hafi verið skömtuð sparlega og lítið skrifstofufé lagt til. Hitt duldist mér ekki að rnaður í hans stöðu mátti ekki lifa þar, með- al skiftavina og lánardrotna sinna, eins og smámenni og hann gerði það ekki heldur. Ovíst er að félagsstjórninni hér og hluthöfum hafi verið þetta nógu ljóst.

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.