Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 18

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Side 18
64 Tímarit íslenskra samvimuifélaga. Gera má ráð fyrir að óhlutdrægir menn geti orðið samdóma um það að stefna frumkvöðlanna hafi verið rétt og eins og þá stóð á hafi þeir lagt út í liarða baráttu fyr- ir lífsnauðsyn þjóðarinnar. Þá baráttu að brjóta af Islendingum til fulls einókunarhelsi danskra kaupmanna, reyna að draga verslunararð i n n i n n í 1 a n d i ð o g b æ t a k j ö r a 1 ni e n n i n g s. Til þess þurfti, á þeim tíma, stórhuga kjark og einlæga föðurlandsást. — Varla þarf að efast um að flestir þeirra hafi séð frain á örðugleikana, séð að hér varð að berjast með óæfðu liði, sem var illa búið að vopnum. — Alla vantaði þá verslunarþekkingu í fyrstu, og það vantaði „afi þeirra hluta sem gera skaÞ1, féð var af svo skornum skamti. Eins og áður er getið var engin innlend láns- stofnun til. — Ekki varð gengið til símans, ef skip strand- aði, til þess að fá annað í staðinn o. s. frv. Telja má víst að einhver mistök ha.fi orðið hjá kaup- stjóra og einnig hjá félagsstjórninni. Sem dæmi þess má nefna að 1874 var Bryde kaupmaður á Hólanesi lengi ófáanlegur til að gefa meira en 44 skildinga fyrir pundið í hvítri vorull. Þá lét félagsstjórnin kveða upp 54 sk. á Borðeyri og varð það svo alment verð. (Sbr. bréf úr Hvs. 11. sept í N.f.) Reynslan sýndi á eftir að þetta var of liátt verð. :— Kunnugur maður telur að þetta hafi verið á móti vilja kaupstjóra og að honum fjarverandi. Þótt bændur heimtuðu hátt ullarverð, var ullin oft svo illa verkuð hjá mörgum þrátt fyrir áminningar félags- stjórnarinnar, að hún varð fyrir stórafföllum. Varð af þessu geypilegt tap fyrir félagið á aðalvöru þess. Þessi ókærni var orðin svo rótgróinn vani rneðan kaupmenn léku al- menning verst, og seldu skemdar vörur, að flest þótti „full- gott í kaupmanninn“. Til frekari sönnunar má geta þess að kaupstjóri Grafarósfélagsins J. A. Blöndal skrifar frá Björgvin 31. október 1876 formanni félagsins Ólafi í Ási alvarlega áskorun um að bændur vandi betur ullarverk- unina „el' þeim sé ekki alvara að gera ullina óseljanlega“

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.