Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 19

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Síða 19
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 65 Skýrir hann frá söluörðugleikum á henni í Englandi: „Ull- in var illa þvegin, sum kaldstöm af saltþvotti, undirvigt mikil o. s. frv. öll ullin seldist með lægra verði vegna óverkunar, og loks lenti einn „balli“ í mislit, en 24 árið áður. Þetta birti svo Olafur í Ási í Norðanfara með alvar- legri áskorun frá sjálfum sér að bæta úr. — I fyrra dæm- inu var sökin hjá félagsstjórninni. I síðara dæminu hefir sökin verið hjá bændunum sjálfum. Áður liefir verið minst á verslunarskuldirnar. Þessi fátæku félög þoldu ekki að eiga þær útistandandi ár frá ári, — og að síðustu gerðu þær sitt til að minka það sem unt var að greiða uppí hlutina. Menn kunna nú að segja að það hafi verið eitt ólag- ið að hleypa mönnum í verslunarskuldir, en það var ekki eins hægt og í fljótu bragði virðist að komast hjá því. Kaupmenn höfðu áður verið búnir að venja menn á að skulda, og jafnvel gint þá til þess á ýmsum tímum, og nú á meðan verslunarkepnin var sem hörðust á milli kaupmanna og verslunarfélaganna, datt ríkum og rótgrón- um kaupmönnum ekki í hug að draga úr lánunum, enda var oft vel um þau búið. Af ýmsu því, sem talið hefir verið, ætti mönnum að skiljast að þessi innlendu verslunarfélög höfðu gert afar- mikið gagn. Þ a u höfðu fært stórfé inn í landið með betra verðlagi. Þau höfðu vanið menn af undirlægjuhættinum í verslun. Þ a u höfðu vanið kaupmenn af að flytja hingað skemda matvöru, með því að flytja sjálf vandaðar vörur. Þ a u gerðu einnig sitt til að innræta landsmönnum að vanda sínar eigin vörur. Þau fluttu hingað fyrst hentug vinnuverkfæri, girð- ingarefni, eldunarvélar o. fl. Þau reyndu flutning lifandi fjár og hrossa til Skot- lands. 5

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.