Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 23

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.08.1922, Page 23
Tímarit íslenskra samvinnufélaga. 69 höfðu þeir svo mikinn áhuga á þeim viðskiptum, að þeir lögðu fram töluvert fé til þess að bæta verstu vegarkafl- ana norður, og fengu þeir samþykki sýslunefndar til þess að mega verja alt að helmingi hreppsvegagjaldsins úr hreppunum til þess. Vesturhluti Húnavatnssýslu — þar með talinn Vatns- dalur og Þing — höfðu þá, og nokkru fyrr, gengið í pönt- unarfélagsdeildir innan hreppanna; sendu þeir Coghill vöru- pantanir og fengu vörurnar á Borðeyri. Voru þær borg- aðar með hrossum á sumarin og fé á haustin. Alt sem var framyflr vöruverðið, borgaði Coghill í peningum á mörkuðunum. Menn voru yfir höfuð mjög ánægðir með þessi viðskifti, því verðið á útlendu vörunni var ætíð töluvert lægra en hjá kaupmönnum. Það var líka svo handhægt og ábyrgðarlítið fyrir bændur að losna strax við féð á hverjum markaði. Ekki spilti það heldur fyrir, að Cophill var altaf sífjörugur við kaupskapinn og sýndi oft drenglyndi. T. d., að ef einhver — helst fátækur mað- ur maður — setti upp lægra verð fyrir hross eða fé en aðrir, þá skellihló Coghill og sagði: „Andskoti vitlaus kall- inn! kann ekki að selja kallinn!“ og borgaði svo meira en upp var sett. Það má fullyrða að Coghill hvatti bændur liér á landi til þess áð fara að eins og enskir bændur, að spara sér milliliði og kaupa nauðsynjar sínar í félagi. Þá voru kaup- félögin fyrir löngu stofnuð í Englandi. Sumarið 1885, rituðu 27 alþingismenn þakkarávarp til þeirra Slimons og Coghills í viðurkenningarskyni fyrir þau miklu hlunnindi sem íslendingar hafi haft af viðskift- um þeirra þau 15 ár sem þau liafi staðið. I ávarpinu er tekið fram, að þessi viðskifti hafi bætt mjög úr peninga- eklu landsbúa, og Coghill hafi með dugnaði sínum og dreng- skap, hreinskiptni og góðvilja, áunnið sér almenna tiltrú, hy og virðingu hinna afarmörgu sem við hann hafi skipt. Avarpið er dagsett í Reykjavík 22. ágúst 1885. — Vö rupantanirnar á Sauðárkrók — sem áður er getið

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.